the
 
the
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
12 skref..
Jæja fór loksins á 12 skrefin í dag. Það gekk bara alveg ágætlega. Var ekki í jafn miklu stuði og á síðustu æfingu en náði góðum rythma í atrennuna. Fór aftur 4,10 og var þó enn einu sinni bara á joggskónum. Ég fór samt á stífustu stöngina sem ég hef stokkið á æfingu á þessari atrennu. Ég er farin að halda að maður þurfi ekkert gaddana. Ég byrja líka á sama stað í atrennunni og þegar ég var að stökkva á göddum hérna fyrir meiðsli. Ég er reyndar alltaf að fá þau komment frá æfingafélugunum að ég líti voða hröð út... hmm eitthvað nýtt að gerast þar. Ég held að lyftingarnar og undirbúningurinn síðasta ár sé bara að skila sér svona hrikalega.

Að ná að stilla samt tæknina inn í hraðann er aftur á móti annar handleggur. Var ekkert off í dag og ég held þetta komi eftir nokkrar æfingar.

Setti nokkrar myndir frá æfingu inn á thorey.net. Smá fréttir líka en þið sem lesið bloggið vitið þetta allst saman þegar líklega.

Eigið góðan dag :)
posted by Thorey @ 11:19  

1 Comments:

At 1:40 e.h., Blogger Hildur said...

Dugleg skvísa...Ég hlakka líka hrikalega mikið til að hitta þig í apríl og hlægja svolítið með þér :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile