the
 
the
laugardagur, mars 17, 2007
Ísland farsælda frón
Stödd á Íslandinu í góðu yfirlæti foreldra. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan var fjölskyldumatarboð í kvöld og í matinn var grillaður hryggur. Geggjað góður. Þegar kjötið var sett út á grill kom hrikalegt slagveður með roki og haglélum en það sést þó ekki alveg nógu vel á myndinni fyrir neðan. Karlinn stóð sig samt vel við grillið :)

Annars er ég bara búin að hafa það rosa gott. Hásinarnar eru mun betri og ég hef aðeins komist af stað í skólanum. Hef núna 5 daga í viðbót hér og eins gott að nýta þá vel.
posted by Thorey @ 23:00  

2 Comments:

At 1:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

fórum ekkert, vorum ekki í stuði, verðum í bandi, sé samt að þú hafir haft nóg að gera í gær. +

kv Karlotta

 
At 4:30 e.h., Blogger Hildur said...

Nammi namm...grillað lambakjöt...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile