the
 
the
sunnudagur, mars 18, 2007
ÞREFÖLDUN álvers
Nú styttist óðum í að kosið verður um stækkun álversins. Ég ætla rétt að vona að þið Hafnfirðingar séuð að kynna ykkur málið og veljið rétt. Ég er að sjálfsögðu harðlega á móti þessu og er það meðal annars vegna þessa:

-Álverið mun verða stærsta álver Evrópu - Mitt í mínum heimabæ
-Í hvaða átt á að byggja íbúðarhús til að stækka Fjörðinn í framtíðinni? Jú í álversátt og hver vill búa þar?
-Mengunin frá álverinu verður meiri en frá öllum bílum í landinu
-Reykháfar á stærð við Hallgrímskirkju munu rísa
-Rafmagnið sem er notað til álversins er meira en á öllu höfuðborgarsvæðinu
-Byggja á nýja spennustöð rétt við íbúðarland og leggja þar risastór rafmöstur
-Gera verður þrjár nýjar virkjanir í Þjórsá
-Og margt margt fleira

Á heimasíðu Sól í Straumi sem eru andstæðingar stækkun álversins birtist eftirfarandi:

Grænt bókhald Alcan 2005:
Losun 2005 tonn/ári
Flúoríð 111
Svifryk 150
Brennist 2.470
CO2 ígildi 283.178
Kerbrot 3.455

Áætluð losun e. stækkun tonn/ári skv. minnisblaði
Flúoríð 253
Svifryk 386
Brennist 3.450
CO2 ígildi 727.720
Kerbrot 8.878

Losunarmörk skv. Starfsleyfi Umhverfisstofnunnar til 2020
Flúoríð 253
Svifryk 552
Brennist 6.900
CO2 ígildi 805.460
Kerbrot 11.500

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni berst mengunin frá álverinu i Straumsvík 66 daga á ári yfir íbúabyggð í Hafnarfirði. Þá daga skiptir þessi mengunaraukning Hafnfirðinga máli, viðkvæmir geta fundið fyrir henni, sérstaklega börn en í bygðinni í nágrenni álversins verða bæði skóli, leikvellir, kirkja og sundlaug. Ég hef ekki trú á því að þessi mengun sé lífshættuleg fyrir Hafnfirðinga en öfugt við mengun af bíla- og flugumferð höfum við VAL núna um þessa mengunaraukningu. Sú fullyrðing að mengun aukist hlutfallslega lítið eða minnki á hvert áltonn við stækkun er fáránleg enda skiptir fjöldi áltonna almenning í Hafnarfirði engu máli. Það sem skiptir máli er mengunin sem kemur frá verksmiðjunni og hún mun aukast mjög mikið við stækkun. Verði hinsvegar ekki af stækkun og settur verður vothreinsibúnaður eða sambærileg tækni á verksmiðjuna má segja að mengunarmálin séu komin í ásættanlegt horft og við Hafnfirðingar getum haldið áfram að byggja upp okkar blómlega bæ, líka í nágrenni álversins.

---------

Ef af stækkun verður finnst mér hreinlega verið að eyðileggja einn fallegasta bæ landsins. Ég er stoltur Hafnfirðingur í dag og vil vera það um ókomna tíð. Hjálpið bænum okkar að þróast í rétta átt og kjósið á móti.
posted by Thorey @ 20:38  

11 Comments:

At 9:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

SVO sammála þér !!! OG þeir vaða í peningum og geta auglýst í öllum dagblöðum og fjölmiðlum- þvílíki áróðurinn hjá þeim, vona svo innilega að fólk kjósi á móti stækkun.

 
At 9:53 e.h., Blogger Hildur said...

Ég ætla að kjósa á móti stækkuninni og vona að allir sem ég þekki geri það líka. Rosalega góður póstur hjá þér.

 
At 11:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð samt að segja að mér finnst lélegt miðað við hve margir skoða síðuna þína að engir kommenti á svona mikilvægt mál- það er eins og enginn þori að hafa skoðun eða vilji láta hana í ljós ! Kv. Hugrún igen ! ;)

 
At 12:07 e.h., Blogger Thorey said...

Já sammála þér Hugrún!! Það kommenta reyndar frekar fáir finnst mér svona yfir höfuð en þó hissa að enginn (nema þið Hildur) látið heyra í ykkur útaf þessu. Þetta er framtíð bæjarins og fólk bara þagar!!

 
At 6:20 e.h., Blogger Hildur said...

Mér finnst þetta ósköp einfallt, þetta er spurning um hreint eða skítugt loft...

p.s. Hildur kvitt óður fj...

 
At 6:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Þórey, ég er ein af þeim sem les bloggið þitt reglulega (gaman að fylgjast með hvað þú ert að standa þig vel með stöngina) og langar mig bara að segja Heyr, heyr við þessum pistli þínum!!
Fólk verður að fara átta sig á að Ísland er ekki ruslahaugur.
Með bestu kveðju Þórdís

 
At 7:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég fylgist líka með blogginu þínu nokkuð reglulega.
Ég ætla rétt að vona sem nágranni þinn hérna í Garðabæ að Hafnfirðingar hafni þessari stækkun.

 
At 10:56 e.h., Blogger Thorey said...

Gaman að heyra í nýjum kvitturum og ekki verra að þeir eru sammála :)

Nei við stækkun!

 
At 4:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæbb Þórey.
Ég var lengi að mynda mér skoðun á þessu máli, fyrst var ég alveg á móti stækkun, svo fór ég að hugsa um öll störfin...en á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að við eigum að hugsa lengra fram í tímann og bærinn jafnar sig alveg þótt álverið fari eftir 20ár og kannski fáum við bara gott byggðarland þar sem álverið er núna. Því er ég á móti :)
Verst að ég get ekki kosið (var of seinn að pæla í að kjósa utan kjörstaða).

 
At 9:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf hægt að búa til störf, en það getur enginn búið til náttúruna nema listamaðurinn sjálfur, nefnilega náttúran sjálf.

Því miður hefur umræðan um náttúruna sem á að fórna ekki verið nægileg, en það er helsta ástæða þess að ég er á móti stækkuninni. Þarna eiga yfir 20km2 að fara undir lón og efsta lónið á eftir að fyllast af aur. Það er fallegt land sem fer undir vatn og leðju, aðallega undir efsta lónið. Það á að veita ánni í göng svo að 3 fossar hverfa og einnig hluti Þjórsá. Svo á að hlaða upp margra km langan stíflugarð, sennilega úr möl, við neðsta lónið sem verður sýnilegt frá þjóðveginum á leiðinni frá Selfossi til Hellu/Hvolsvöll.

Hvað efnahagsmálin varðar, þá er engan veginn tryggt að stækkun álvers komi til með að hafa jákvæð áhrif á efnahaginn til langs tíma. Ég tel í fyrsta lagi ekki að Íslendingar muni eiga í vandræðum með að skapa störf í framtíðinni, svo að við eigum að fyrst og fremst að fókusera á gæðin (há laun) en ekki magnið (fjölda starfa). Störf eru alltaf að eyðast í hagkerfinu, t.d. vegna tækninýjunga, og ný myndast í staðinn. Grundvöllur þess að auka kaupmátt okkar er að nýju störfin gefi meira en þau gömlu. Störf í álveri eru langt í frá að vera hálaunastörf svo þau koma líklega ekki til með að auka kaupmátt okkar lengi. Ef einnig á að fórna náttúrunni þá er lágmarkskrafa að hálaunastörf myndist í staðinn.

Hér hef ég ekki enn minnst á svokölluð ruðningsáhrif sem verða af þessum framkvæmdum en þau munu felast í hærra gengi krónunnar, hærri vöxtum og aukinni spennu á vinnumarkaði, sem allt mun koma sér illa fyrir aðrar atvinnugreinar,til dæmis hátt launaðan þekkingariðnað.

kv.
Árni

 
At 11:23 e.h., Blogger Thorey said...

Já MJÖG gott innlegg Árni og ég er svo sammála þér. Kannski ekkert til að vera sammála um þar sem þetta er í raun ekkert nema staðreyndir!

Ef álvæðingin heldur áfram þá segi ég Íslandi upp...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile