the
 
the
þriðjudagur, janúar 31, 2006
Toyota

Búin að vera á lánuðum bíl frá Toyota síðustu viku og mun ég fá að aka um á bíl frá þeim eitthvað af þeim tíma sem ég verð hérna heima. Ég á ekki flug út aftur fyrr en 20.mars svo það mun létta mér lífið til muna hér að hafa bíl. Enda vonlaust að vera bíllaus þegar maður þarf að mæta í skólann, oft 2x í sjúkraþjálfun á dag og æfingu inn í Reykjavík þegar maður býr lengst inn í Hafnarfirði (sem er b.t.w besti bærinn...)

Hálsbólgan er nú lítið skárri í dag. Gat varla stunið upp orði í morgun en dröslaðist þó í tíma. Er þó mætt fyrir framan sjónvarpið núna, þar sem ég mun líklega eyða restinum af deginum. Gaman að fylgjast með handboltanum og er alveg þrusuleikur á móti rússum núna. Rosalega eru þeir góðir Íslendingarnir, vona að seinni hálfleikur verði jafn flottur og sá fyrri.
posted by Thorey @ 15:21   1 comments
mánudagur, janúar 30, 2006
Speglun frestað

Ég er að drepast úr hálsbólgu svo þá má víst ekki svæfa mig. Fékk þó tíma eftir viku.
posted by Thorey @ 10:32   6 comments
sunnudagur, janúar 29, 2006
Hitt og þetta

Fyrst langar mig að benda ykkur á bakþanka Guðmundar Steingrímssonar í gær í Fréttablaðinu. SNILLD!

Í gær var dagur frjálsíþrótta í landinu. Stórkostlegt vígslumót fór fram í nýju höllinni og var skipulag þess til fyrirmyndar og gaman að fylgjast með spennandi keppninni. Hrikalega gaman að vera vitni að þessum degi þótt skemmtilegra hefði verið að vera með. Um kvöldið var svo uppskeruhátíð Frí og tókst líka vel til þar. Skemmtilegast fannst mér að sjá hve margir gamlir kappar voru mættir. Vona að svo verði framhald á og uppskeruhátíðin fari stækkandi ár frá ári.

Á morgun á ég að fara í speglun og er orðin frekar stressuð fyrir því. Óttast kannski ekki að eitthvað major sé að heldur meira stressuð fyrir að láta svæfa mig og tilfinninguna að vakna eftir hana. Úff. Hef einu sinni verið svæfð áður og fékk þvílíka ælupest útaf svæfingunni. Vona að ég þoli þetta betur á morgun. Svo á ég víst bara að liggja rúminu í tvo daga með svaka football umbúðir um öxlina. OJ er ekki að nenna því.

Ég reyndar vaknaði í morgun með geðveika hálsbólgu og er þvílíkt slöpp. Það væri nú alveg eftir því að ég yrði að fresta spegluninni. Bara búin að bíða eftir þessum tíma í mánuð en það er hrikalega erfitt að fá tíma.

Góða veðrið úti núna....
posted by Thorey @ 12:50   4 comments
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Hugrenningar

Hvað eru margir sem hafa tekið eftir því að það eigi að þrefalda stærð Álversins í Straumsvík? Þessi áætlunargerð hefur einhvern veginn bara flotið framhjá á mjög þögulann hátt. Nú er víst allt tilbúið, búið að samþykkja allt og Alcan sjálft þarf bara að segja já, leggjum í´ann.

Hvað með Vallarhverfið nýja? Hvað með Hvaleyrarholtið og golfvöllinn? Svo ég spurji nú ekki um loftið okkar Hafnfirðinga. Ekki mundi ég vilja búa þarna eða stunda íþróttir í þessarri nálægð við eiturstrompana. OJ!

Svo er sagt að þetta sé svo hreint og fagurt land. Ég veit ekki hversu lengi við eigum að geta nýðst á landinu til að það flokkist enn í þann flokk. Allavega er víst að iðnvæðingin er hafin á Íslandi, á sjálfri 21.öldinni.

Hvar á að fá vinnuaflið í svona verksmiðju? Ég hef að sjálfsögðu ekkert á móti innflytjendum en er ekki nær að hafa álverin nær því fólki sem vill vinna svoleiðis störf? Af hverju þurfum við að gera allt á einu bretti núna? Af hverju ekki að skoða virkjanamöguleika og halda þeim bara opnum? Er Landsvirkjun ekki bara að hugsa um eigin rass?

Já mér er sko spurn!!!
posted by Thorey @ 21:00   3 comments
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Ég og Rakel erum pínulítið þenkjandi þessa dagana (nauðsynlegt af og til..) og finnst okkur þetta lag hin mesta snilld. Þið hljótið að þekkja þetta eða?


when you try your best but you don't succeed
when you get what you want but not what you need
when you feel so tired but you can't sleep
stuck in reverse
and the tears come streaming down your face
when you lose something you can't replace
when you love someone but it goes to waste
could it be worse?
lights will guide you home
and ignite your bones
and i will try to fix you
high up above or down below
when you're too in love to let it go
but if you never try, you'll never know
just what you're worth
lights will guide you home
and ignite your bones
and i will try to fix you
tears stream down your face
when you lose something you cannot replace
tears stream down your face
and I...
tears stream down on your face
I promise you I will learn from my mistakes
tears stream down your face
and I...
lights will guide you home
and ignite your bones
and i will try to fix you
posted by Thorey @ 00:31   7 comments
mánudagur, janúar 23, 2006
Helgin

var hin rólegasta. Fór í bíó á föstudagskvöldið og sá Broakback Mountain. Hún var góð en þó eiginlega of róleg. Gerðist nánast ekkert í myndinni en þetta er áhugavert efni og einmitt að sjá hvað þetta var hatað á þessum tíma. Ég held að Bandaríkjamenn séu enn margir jafnviðkvæmir og árið 1963 og leggji hatur á samkynhneigt fólk.

Laugardagurinn fór í æfingu og lærdóm þótt minna hafi orðið úr honum en áætlað var. Sjónvarpið kallaði of oft og svo var mamma með veislukjúkling og bauð Kristni og Ölmu í mat. Í gær var svo kökuát hjá ömmu og afa en afi varð hvorki meira né minna en 85 ára. Geri aðrir betur!

Jæja ég held ég verði að fara að bretta upp ermar og hengja mig í lærdóminn. Er í fjórum fögum svo eins gott að fara að hætta að eiga líf. Skóli, æfing, borða, sofa byrjar i dag.
posted by Thorey @ 12:30   3 comments
laugardagur, janúar 21, 2006
Konur án landamæra

Þá er komin vika síðan ég bloggaði. Ekki alveg að standa mig í þessu. Ég hef svosum gert ýmislegt síðustu vikuna þótt ég hafi ekkert bloggað.

Ég lenti í mjög áhugaverðu viðtali. Í desember var haft samband við mig frá samtökunum Women without borders en þær vildu hafa mig í bæklingi sem mun fjalla um konur allstaðar að í heiminum sem stunda íþróttir. Til dæmis voru þær á leiðinni héðan til Saudi Arabiu til að taka þar viðtal við eina mjög hugrakka konu sem vildi stunda íþróttir í þeim karlaheimi.

Þær eru staddar hér á ráðstefnu um Sport Media and Stereotypes en það er ráðstefna um hvernig fjölmiðlar fjalla um íþróttir kvenna. En aðeins 9% íþróttafrétta í evrópu er um kvennaíþróttir. Ég held að hluti ástæðunar sé að fréttamennirnir eru flestir karlkyns.

Í Þýskalandi er íþróttablað sem heitir Sport Bild. Ég hef stundum reynt að fletta þessu þegar ég er að borða hádegismat ein á einum ítölskum veitingastað við völlinn. Ég enda alltaf í vondu skapi því blaðið er um það bil 80 bls og 3 bls eru um kvenmenn og þá er oftast ein mynd af íþróttastelpu í einhversskonar sexy fyrirsætustellingu. Þegar ég kem út aftur ætla ég að athuga hverjir skrifa greinarnar. Hvað ætli það séu margir kvenmenn sem vinna við blaðið??

Kannski maður eigi að fara útí íþróttafréttamennsku seinna meir.....

Hér er vefsíða þessara samtaka Women without Borders
posted by Thorey @ 11:40   3 comments
laugardagur, janúar 14, 2006
Til hamingju Kristinn!!

Var að koma úr útskrift bróður míns í Borgarleikhúsinu. Hann var að klára kerfisfræðina en ætlar sér svo að klára B.S - inn. Hann er fysti meðlimur innsta hring fjölskyldunnar sem klárar háskólanám!! Maður er bara mjög stoltur af drengnum :)
Til hamingju!!!

Athöfnin var mjög flott en kannski heldur löng. Guðfinna rektor skólans fór með lokaræðuna og þvílíkur frontur sem þessi kona er. Hún beindi orðum sínum til nemenda og var með svaka hvatningarræðu um nám, framtíð, frumkvöðla og um áföll sem maður verður fyrir í lífinu. Það verða víst allir að ganga í gegnum erfiða tíma, í gegnum dimma dali, en að lokum birtir alltaf til aftur.
Ég allavega labbaði hnarreist út þrátt fyrir að hafa ekki verið í útskriftarhópnum.

Í kvöld er svo árshátíð hjá Björkunum og ætla ég að kíkja í það. Verður eflaust mikið stuð að hitta gamlar fimleikaskvísur.
posted by Thorey @ 17:02   4 comments
sunnudagur, janúar 08, 2006
Árið 2005

Hér er stuttur annáll fyrir árið 2005
posted by Thorey @ 17:18   0 comments
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Tjáningsfjötrar

Það er eitthvað svo margt sem mér liggur á hjarta um heima og geima að ég veit ekki hvar ég á að byrja, á hverju ég á ekki að byrja og hverju best er að enda aldrei á. Einhvern veginn kem ég mér því ekki í að segja neitt.

Ég get þó sagt ykkur að ég er með nýja diskinn frá Hjálmum á leisinum og er hann alveg svakalega góður. Þeir venjast mjög vel. Ég á fyrri diskinn líka en var ekki að fíla hann til að byrja með en finnst hann frábær núna. Þessi nýji er sko ekki verri.

Mig langaði að koma með annál um síðasta ár og birta hér (svo ætla ég að fara að virkja thorey.net meira) og mun vonandi gera eitthvað svoleiðis sniðugt um helgina. Ég er þó að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að nenna að skrifa eitthvað eða bara birta nokkrar myndir af mínum eftirminnilegustu atriðum. Sé til.

Ég er búin að breyta flugmiðanum mínum til 20.janúar svo ég verð föst hér á skerinu í nokkrar vikur í viðbót mér eiginlega til mikillar mæðu. En best að reyna að gera bara sem best úr hlutunum.
Djammið í kvöld?
posted by Thorey @ 23:16   8 comments
mánudagur, janúar 02, 2006
Starfslokasamningur hjá FL group

Má til með að tjá mig örstutt um þetta mál. Ég er sammála Jóhönnu þegar hún segir að ef fyrirtæki hefur efni á að gera 300 milljóna króna starfslokasamninga þá held ég að landinn ætti að krefjast lægra fluggjalds eða velja samkeppnisaðila.

Ég var í auglýsingu fyrir flugleiðum í kringum ólympíuleikana í Aþenu sem var heilsíðuauglýsing birt nokkrum sinnum. Ég fékk ekki krónu fyrir!!! Ég fór í þetta því ÍSÍ er með samning hjá þeim og gátu þeir þvi sent mig í þetta. Ég gerði þetta í glöðu geði fyrir ÍSÍ en hélt nú að flugleiðir gætu gert mér kannski pínu greiða eins og að gefa mér kannski eitt stykki flugmiða heim. Nei það var ekki hægt....
Ég talaði sjálf við markaðsstjóra þeirra og þeir sáu sér ekki fært að gefa mér einn flugmiða!!!!

Ég vildi svo gjarnan kaupa miða af samkeppnisaðila. En hver er sá aðili? Er það ekki bara icelandexpress sem flýgur? Það er einfaldlega of mikið vesen fyrir mig að fljúga til london með mín 50 kg, ná í draslið og tékka það inn 5 klst seinna. Ég einfaldlega neyðist til að velja flugleiði.

Svo eru gerðir 300 milljóna króna starfslokasamningar!!!! Á ekki til orð.
posted by Thorey @ 23:09   11 comments
sunnudagur, janúar 01, 2006
Gleðilegt ár!!!!!

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla árið. Takk fyrir samfylgdina og kommentin. Megi þau verða fleiri á næsta ári ;)



Ég átti mjög róleg áramót með mömmu og pabba. Við borðuðum lambalæri sem var hrilalega ljúffengt og svo var auðvitað hakkað í sig súkkulaði, kaffi og ís...
Við pabbi röltum svo upp á eina hæð hérna í nágrenninu rétt fyrir miðnættið og fylgdumst með þessari svakalegu flugeldasýningu landans. Ótrúlegt hvað fólk eyðir í rakettur. Það góða við þetta er að þetta er þó gott málefni.

Eftir miðnættið horfði ég svo á "The million dollar baby" og þvílíka myndin það. Ekki beint svona motivation mynd.... frekar að maður hugsi sinn gang og fari í pælingar eins og af hverju í fjandanum er ég að hætta lífi mínu í íþróttir eins og stangarstökk. Það þarf nú ekki að koma mikið upp á til að enda eins og aðalpersóna myndarinnar. Ein stelpa sem ég þekki í stönginni, Annika Becker, hætti einmitt eftir að hafa verið mjög nálægt því að enda eins og Maggie. Annika tekur ekki í mál að taka áhættuna lengur.
Spurning hvort þetta hafi verið rétt leið til að byrja árið... hmmmm

Jújú ég trúi því að þetta verði rosalega gott ár. Löngunin til að stökkva hefur aldrei verið meiri (allavega fyrir bíókvöldið í gær) og ég hef aldrei notið þess eins mikið og núna að vera í þessu. Þetta eru ár sem munu aldrei koma tilbaka og það er eins gott að njóta þess og hafa gaman af á meðan er.
posted by Thorey @ 15:02   1 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile