the
 
the
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Heim á morgun!

Vá ég hef ekkert skrifað í 5 daga..
Æfingalega séð var vikan bara allt í lagi. Fyrir um 2 vikum var bara eins og ég hefði hlaupið á vegg því allt í einu fór mér að vera íllt nánast allsstaðar. Það þýðir bara eitt, greinilega kominn tími á heimferð og endurhæfingu. Ég er búin að æfa bara fáránlega vel og mikið og það er bara kominn tími á smá frí. Mun byrja á að taka mér því nokkurra daga hvíld frá æfingum og liggja í gufunni hans pabba útí garði :)

Eins og þið vitið er ég jú að fara í 2 próf og þarf ég að taka smá ofurlærdóm í 3 vikur. Kennsla klárast þó ekki fyrr en 8.desember og ég á að skila síðustu heimadæmunum í stærðfræðigreiningu þann 5.desember sem mér finnst eiginlega fáránlega nálægt prófunum.. Við fáum gjörsamlega ekkert upplestrarfrí. Reyndar er þetta nú svosum ekkert nýtt í verkfræðideildinni svo maður ætti að vera orðinn vanur.

En já ferðataskan er orðin full og vel það. Er með stærðarinnar köku með mér sem ég ætla að troða í hana en gamli sjúkraþjálfara félaginn minn, Paul, ákvað að gefa mömmu minni eina "Stollu" :) Hann valdi nú ekkert minnstu stolluna, kakan er 2 kg og pakkinn hálfur meter á lengd og 20cm á breidd. Takk Paul!

En Paul er einn af mínum uppáhalds hérna. Hann er um sjötugt, kvenmannslaus og barnslaus og hans gleði er að koma á völlinn, inní sjúkraþjálfunina (hálfgerður "hang out" staður hérna) og spjalla. Kemur oftast með súpur, kökur eða góðgæti með sér. Algjör dúllu karl.
Fyrr á árinu greindist hann með krabbamein og er enn í þeirri erfiðu baráttu. Búinn að fara í um 11 kimo meðferðir og er orðinn mjög veikbyggður. Held samt að krabbinn hafi minnkað sem betur fer og hann ætti að eiga góð ár framundan.

En jæja, heyrumst næst á Íslandi... Ég setti inn eina litla færslu á thorey.net en þær fréttir þær eru svosum ekkert nýjar fyrir ykkur sem hafa lesið bloggið. Bara smá samantekt frá haustinu.

Hafið það gott elskurnar!
posted by Thorey @ 18:03   2 comments
laugardagur, nóvember 25, 2006
Jólagjafainnkaup í 17 stiga hita!

Við erum að tala um að fólk sat úti á kaffihúsum í dag!!! Veðrið nær bara engri átt hérna. Ég fór í tvær peysur og ákvað að sleppa jakkanum í staðinn í dag þegar ég fór í jólagjafaleiðangur til Kölnar. Nei nei, það var sko einni peysu of mikið því ég var að kafna gjörsamlega úr hita. Ég tók Irinu og son hennar með mér en þetta var hennar 3.skipti í Köln á þessum 3 árum sem hún hefur verið hérna og fyrsta skipti á jólamarkaði. Hvernig er hægt að lifa svona...

En ég taldi mig hafa gert góð kaup og á bara eftir að kaupa nokkrar gjafir en auðvitað gapti Irina yfir öllum þessum kaupum mínum. Sonur hennar samt dauðöfundaði mig því ég sagðist jú fá svipað magn af gjöfum tilbaka. Æ hvað ég verð að senda þeim eitthvað lítið sætt frá Íslandi í jólagjöf.

Bærinn var annars pakkaður í dag. Varla hægt að hreyfa sig fram né afturábak og það í þokkabót á götunni líka. Þ.e ekki bara í búðunum. Kannski eru þetta ellimörk í mér en ég eiginlega þoli ekki að fara í troðfulla búð eða í bæinn þegar svona mikið fólk er.

Hljóp í síðasta sinn 2x5x200 í dag með 2mín milli spretta og 6 milli setta. Gjörsamlega sprengi mig. Ætlaði sko svoleiðis að negla á það í dag og bæta mig enn meira en í síðustu viku. Jú náði fleiri sprettum á 34-35,5s og sá hraðasti var 33,3 en síðustu 3 voru horror í einu orði sagt. Fékk nánast bara asmakast að ég held, allavega náði ég ekki andanaum og tímarnir ekki nema 38 - 40 og 38 aftur!! Var greinilega eitthvað of bjartsýn þarna framanaf.
posted by Thorey @ 18:49   8 comments
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Smá niðursveifla

Hlutirnir ganga nú sjaldnast beina leið upp eins og hjá Herra y=x... Var farin að finna fyrir bakinu aðeins í síðustu viku en ekkert mikið samt. Var svo að stökkva í morgun og versnaði það til muna. Hringdi beint í lækninn og mætt til hans 2 klst seinna til að fá 8 sprautur takk fyrir! Hann sagði að sprauturnar hafi legið vel og þetta ætti að verða gott á nokkrum dögum. Tek það rólega um helgina og stekk svo aftur á þriðjudag.

Eftir tímann hjá lækninum fór ég beint í húsgagnabúð og keypti dýrustu rúmdýnuna sem ég hef heyrt um.. Já ég nenni ekki þessu rugli lengur, vil bara sofa vel og hugsa vel um bakið á mér. Dýnan sem ég hef verið á er bara alltof mjúk og ég sef ekki nógu vel ásamt því að hún er þvílíkt slæm fyrir bakið. Fæ hana senda hingað heim um leið og ég kem út aftur eftir áramót.

Annars hitti ég hana Irinu mína í gær og er aðeins rétt rúmur mánuður þar til hún sækir um skilnaðinn. Hún er einfaldlega búin að lifa í fangelsi í 3 ár. Hræðilegt!
Það nýjasta hjá manninum hennar er núna að fara að stofna eigið fyrirtæki. Ætlar að kaupa bíl og skrá fyrirtækið og alla pappíra á hennar nafn... Hún verður sem betur fer farin frá honum áður en hann nær að framkvæma þetta rugl, mundi nú líklega bara enda þannig að hann færi á hausinn og hún í fangelsi.

Mamma Irinu ólst upp hjá pabba sínum og stjúpmóður sem lamdi hana. Hún fór að heiman um 16 ára, bjó þá í 17fm herbergi og vann við að sópa göturnar. Hún kynntist manni og eignaðist Irinu. Sá maður drakk mikið og þau skildu og ólst Irina upp hjá móður sinni í 17fm þar til Irina varð 25 ára. Þá kynntist Irina manni, þau giftust og eignuðust barn. Saman bjuggu þau ásamt móður Irinu í 27fm. Einnig drakk sá maður mikið og því skildi Irina við hann og fór að leita að lausn til Þýskalands. Lausn fyrir son sinn, svo hann gæti átt möguleika í þessum heimi. Fann þennan hræðilega mann og er búin að ganga í gegnum helvíti. Sú stund þegar hún fær frelsið sitt í hendurnar er aðeins nokkrar vikur í burtu.

Svo sagðist ég hafa alist upp í 300fm raðhúsi. "Þessi tala segir mér ekkert, ég veit ekki hversu stórt það er" Var það eina sem hún gat sagt.

Úff hvað maður á það gott!!!

Svo sagði Irina mér að sonur hennar hafi verið í stærfræðiprófi og hafi gert nokkar margföldunarvillur því hann vildi margfalda í huganum í staðinn fyrir að nota blað. 15x15 hafði hann reiknað vitlaust því hann gerði 10x10 + 5x5 og fékk jú 125. Ég reyndi að útskýra eftir minni bestu getu hvernig ég margfalda í huganum og 15x15 væri tilvalið að reikna sem 10x15 + 5x15 og fá þá réttu lausnina 225. Það sem ég er að reyna að segja hérna er vá hvað við erum heppin að fá okkar menntun. Að vera 38 ára og vita í rauninni ekki taktíkina á bakvið eitthvað jafn einfalt og einfaldan hugarreikning fannst mér satt að segja skrítið. Málið með Irinu, hún er fluggáfuð og dugleg kona en vantar bara grunnmenntun. Aldrei tók hún heldur bílpróf því svona mikinn "lúxus" eins og að geta keyrt bíl geta ekki margir í Rússlandi leyft sér.

Hún kann ekki að kveikja á tölvu, hvað þá hún viti hvað stafræn myndavél, tölvupóstur eða msn er. Hún kann ekki stakt orð í ensku en ég var einmitt að segja henni að skóli þýðir school...

Það sem manni finnst svo sjálfsagt, augljóst og einfalt getur verið þveröfugt hjá öðru fólki sem hefur einfaldlega ekki haft peninga til að leita sér þekkingarinnar. Að komast af hefur verið það eina á "to do" listanum.
posted by Thorey @ 19:25   1 comments
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
10 dagar

þangað til ég kem heim. Haustið er búið að vera fáránlega fljótt að líða og jólin bara á næsta leiti. Ætla bara að hafa þetta stutta færslu en ég er búin að vera hálf ofvirk í þessu blogg dóti. Alveg týpískt þegar maður á að vera að læra að skella eitt stykki færslu inn og vafra á milli annarra síða. Netið stelur manni stundum.

Langaði bara að segja ykkur hvað mér finnst Gling-Gló diskurinn með Björk og tríó Guðmundar Ingólfssonar mikil snilld. Klárlega einn af bestu íslensku diskunum sem ég hef hlustað á. Svo rúllar Paco-inn í spilaranum ásamt Johnny Cash, Emiliönu Torrini, Noruh Jones, Sigurrós og Incubus. Stefni einmitt á að fara á tónleika með Incubus í mars, það yrði bara geðveikt.

En já, hef það semsagt fínt og allt í standi. Ég frétti af einhverri smá snjókomu heima... hér er bara rok og rigning þessa dagana.

Bis später
posted by Thorey @ 19:27   2 comments
mánudagur, nóvember 20, 2006
3,70

Ráin hækkar alltaf örlítið en það gekk mjög vel að stökkva í dag þrátt fyrir að hafa ekki farið hærra. Náði einu algjöru draumastökki en hin voru svona í áttina. Ég stökk aftur af 8 skrefum og finn ég bara varla fyrir öxlinni orðið. Fer kannski að auka í 10 skref fljótlega. Persónulegt met af 10 skrefum er 4,10 síðan í fyrra.

Helgin var annars OFUR róleg. Meðleigjendur mínir voru báðir heima hjá foreldrum sínum þannig að róin var algjör hérna. Kveikti ekki einu sinni á sjónvarpinu heldur svaf bara og lærði, ásamt því að æfa. Ég veit ekki hvort þetta sé mjög sniðugt samt að gera gjörsamlega nánast ekki neitt því í morgun var ég eiginlega alveg jafn þreytt og á föstudaginn. Samt hálf notalegt að vera ekki í neinu stressi heldur reikna bara nokkur skemmtileg heildi...

Annars skal ég alveg játa að stundum pæli ég í hverskonar lífi ég er eiginlega að lifa. Lífið mitt snýst um að stökkva á einhverju priki. Mér finnst það nú eiginlega bara frekar fyndinn lífsháttur og í raun algjörlega tilgangslaus. Þarna er fólk úti að berjast fyrir næstu krónu í baukinn til að eiga ofan í sig og börnin á meðan ég er bara að hugsa um sjálfa mig og næstu æfingu, hvort ég eigi að taka 3 sett af klíni eða 4 sett.... Ég lifi í alveg ótrúlega vernduðu umhverfi og stunda þar að auki nudd og sjúkraþjálfun í gríð og erg. Eða jú, ég er þó atvinnuskapandi fyrir sjúkraþjálfarana... :)

Það er einmitt á svona undirbúningstímabili sem maður fær svona hugsanir. Tilgangur lífsins er bara að mæta á næstu æfingu og hanga þess á milli einn og yfirgefinn einhversstaðar í Þýskalandi fjarri fjölskyldu og vinum (og bráðum þrítug í þokkabót...). Á nánast ekki neitt og bý eins og unglingur. Hvað í andskotanum er ég að gera hérna???

Málið er að ég á alltaf svar við þessarri spurningu. Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri. Þvílík forréttindi sem ég hef að geta lifað í draumnum og njóta nánast hvers augnabliks. Eins og Sigrún Fjeldsted benti á um daginn á sínu bloggi þá eru bara alltof margir þarna úti sem þora ekki að stíga skrefið að draumnum sínum kannski af því þeim finnst hann tilgangslaus eða ekki gefa nógu mikið fyrir framtíðina. Ef það gefur manni sjálfum hamingju og skaðar engann í kring, er draumurinn þess virði.
Einnig veit ég að Silja er mikið í svona pælingum en við þrjár stöndum nánast í sömu sporum. Áður en ég fór á Ólympíuleikana síðustu sendi Silja mér bréf sem mér þykir alveg ótrúlega vænt um og hangir það hérna fyrir framan nefið á mér. Ætla að birta smá hluta úr því sem hún skrifaði á ensku en er eftir Ralph Maison:

If you can dream it, if you can imagine it, then you can be it, you can do it.
If its meaningful enough and you commit the energy of your passion, you will.
Many of the things you now take for granted were once considered impossible.
Many things now considered impossible you´ll one day take for granted.

Go ahead and dream,
go ahead and imagine.
Then get busy bringing those dreams to life.

You can do it, if you only will!!

Takk Silja mín, þykir vænt um þetta bréf :)
posted by Thorey @ 12:46   7 comments
laugardagur, nóvember 18, 2006
Óhollusta og níska

Er óhollt að:
- drekka 1 líter af vínberjasafa á dag?
- leggja sig í 2 klukkutíma á hverjum degi?
- borða 3 próteinbör á dag?
- borða pakka af kjúklingaskinku á dag?
- borða fyrst skál af múslí og svo steik klukkan þrjú um nótt?

Nei ég var ekki andvaka í gærnótt útaf þessum daglúrum mínum heldur ákvað ég að taka námið með stæl í gær og drekka nokkra kaffibolla svo lúrinn yrði nú ekki meiri en þessir 2 tímar mínir. Nema ég er nánast hætt að drekka kaffi og var því hjartslátturinn enn á fullu þegar ég vaknaði í morgun eftir 4 tíma svefn. Sem betur fer var vinkona mín í ansi góðum gír í gær og hringdi hún nokkrum sinnum í mig og stytti mér þar með nóttina um leið. En vá hvað ég hata að vera svona andvaka, svo mikil sóun á tíma.

Ég komst að niðurstöðu með eitt mál í gær. Já þjóðverjar eru nískir! Ég er loksins búin að sætta mig við þetta já svar. Ég er alltaf að gefa fólki tækifæri og vona að þetta og hitt sé nú ekki svona og hinsegin en jú, þjóðverjar eru bara hreint út nískir (ok kannski of mikil alhæfing en allavega margir). Skilaboðum er ekki svarað því það kostar jú einhver cent að senda eitt skilaboð, það er farið á klósettið þegar borga á matinn til að sleppa við að borga sjálfur, það er ekki farið á tónleika því það kostar, það er farið í bíó og horft á crappy mynd fyrir 4 evrur í stað þess að borga 6 evrur fyrir góða og njóta myndarinnar. Þetta eru bara pínu lítil dæmi en auðvitað finnst mér alveg fólk eiga að spara og fara vel með peningana sína en er þetta ekki bara hrein níska?? Finnst tvennt ólíkt að vera sparsamur eða nískur og hjá mörgum þjóðverjum fer þetta bara yfir línuna.

Svo hljóp ég aftur 2x5x200m í dag með 2 mín milli spretta og 6 min milli setta. Besti tíminn var núna 34,6 og enginn sprettur yfir 37,0. Meðaltíminn var 35,8s og púlsinn fór hæst í 175. Mjög sátt þar sem þetta er betra en síðustu viku :)
posted by Thorey @ 15:43   9 comments
föstudagur, nóvember 17, 2006
Heimför

Ég er búin að kaupa flugmiðann heim. Ég mun koma þann 1.des og fljúga út aftur þann 4.jan. Mér finnst ég koma allt of snemma heim og hefði svo viljað ná 3 góðum vikum hérna fyrir jól í desember en ég verð að koma heim og læra almennilega. Mæta í upprfjunarvikuna í skólanum og taka góða rispu við skólaborðið. Ég fæ prógramm frá Leszek og mun reyna mitt besta að fylgja því.
Það hefur gengið mjög vel að æfa hérna síðustu tvo mánuði. Bestu tveir mánuðir sem ég hef náð í uppbyggingu í 2 ár. En á móti kemur er að námið fær að finna fyrir því. Það hefur ekki gengið nógu vel finnst mér að læra því í hvert skipti sem ég sest niður og ætla að fara að læra gjörsamlega lokast á mér augnlokin og ég enda upp í rúmi steinsofandi. Svefninn sigar allt hjá mér þessa dagana, fyrir utan æfingarnar þó. Í gær var hvorki farið út í hitann né lesinn stafur í skólabókinni heldur endaði ég með að taka 2 tíma lúr uppí sófa...

Ég hlakka samt auðvitað til að koma heim en ég get ekki sagt ég hlakki til 3 vikna maraþon lesturs.. En vá hvað ég hlakka til þegar það verður búið og jólin á næsta leiti. Svo verða bara þrjú próf í vor og þá er það vonandi búið í bili hjá mér, þ.e.a.s ef maraþon lesturinn klikkar ekki.

En jæja, spark í rassinn!
posted by Thorey @ 17:14   7 comments
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Sumar?

Ég veit þið trúið þessu ekki en það er tuttugu stiga hiti hérna og sól. Í dag eru öll hitastigsmet í nóvember slegin!! Óheppin þið að heimsækja mig ekki ;)

Í gærkvöldi ákvað ég að láta verða að því. Já ég fór í Flamenco danstíma og á mánudaginn verður það Samba. Annars fer að styttast mjög í heimför og tekur því ekki að borga einhver mánaðargjöld svo ég mun bíða með það þar til eftir áramót. Prufutímann fær maður jú frítt.

Svo var ég að koma af stökkæfingu. Stökk af 8 skrefum í fyrsta skipti í dag og gekk bara alveg ágætlega. Plantaði og engin hræðsla en auðvitað vantar enn upp á tæknina. Hraðinn er fínn og öxlin heldur fáránlega vel, alveg hissa.. Fór 3,70 en stefni á 3,90 næst. Sjáum hvað gerist.
Eftir stökkæfinguna var ég í klukkutíma stabiliseringu (ótrúlega erfiðu smáæfingarnar) og svo verður hoppæfing seinnipartinn. Já það er sko fjölbreytni hér á bæ...

Tuttugu stig úti en skólabókin á borðinu...
hmmmm????

Síðan virkar ekki enn í Mozilla. Veit ekki hvað er í gangi, sorry.
posted by Thorey @ 13:21   7 comments
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Þýsk tónlist

Þjóðverjar geta búið til mjög góða tónlist. Söhne Mannheims er band sem ég hef hlustað mikið á síðastliðið ár en núna er Silbermond að koma mjög sterk inn. Algjörlega næsti geisladiskur á innkaupalistanum. Einnig kemur Xavier Naidoo með mjög góð lög.

Hér er texti lagsins "Das Beste" með Silbermond, þetta er alveg ótrúlega fallegt lag:

Ich habe einen Schatz gefunden,
und er trägt deinen Namen.
So wunderschön und wertvoll,
mit keinem Geld der Welt zu bezahlen.
Das Du schläfst neben mir ein,
ich könnt dich die ganze Nacht betrachten,
Beste sehn wie du schläfst,
hörn wie du atmest,
bis wir am morgen erwachen.
Du hast es wieder mal geschafft,
mir den Atem zu rauben,
wenn du neben mir liegst,
dann kann ich es kaum glauben,
dass jemand wie ich,
so was schönes wie dich verdient hat.

Du bist das Beste was mir je passiert ist,
es tut so gut wie du mich liebst!
Vergess den Rest der Welt,
wenn du bei mir bist!
Du bist das Beste was mir je passiert ist,
es tut so gut wie du mich liebst!
Ich sag’s dir viel zu selten,
es ist schön, dass es dich gibt!

Dein Lachen macht süchtig,
fast so als wär es nicht von dieser Erde.
Auch wenn deine Nähe Gift wär,
ich würd bei dir sein solange bis ich sterbe.
Dein Verlassen würde Welten zerstörn,
doch daran will ich nicht denken.
Viel zu schön ist es mit dir,
wenn wir uns gegenseitig Liebe schenken.
Betank mich mit Kraft,
nimm mir Zweifel von den Augen,
erzähl mir 1.000 Lügen,
ich würd sie dir alle glauben,
doch ein Zweifel bleibt,
dass ich jemand wie dich verdient hab!

Du bist das Beste was mir je passiert ist,
es tut so gut wie du mich liebst!
Vergess den Rest der Welt,
wenn du bei mir bist!
Du bist das Beste was mir je passiert ist,
es tut so gut wie du mich liebst!
Ich sag’s dir viel zu selten,
es ist schön, dass es dich gibt!

Wenn sich mein Leben überschlägt,
Das bist du die Ruhe und die Zuflucht,
weil alles was du mir gibst,
einfach so unendlich gut tut.
Wenn ich rastlos bin,
bist du die Reise ohne Ende,
deshalb leg ich meine kleine große Welt
in deine schützenden Hände! („Ahhaha“)
posted by Thorey @ 11:26   2 comments
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Nýtt lúkk

Jæja er þetta skárra?
Síðan virðist samt bara virka í Explorer en ekki í Mozilla.. ekki að fatta
posted by Thorey @ 17:55   7 comments
mánudagur, nóvember 13, 2006
Dagurinn í dag

var annar góður dagur. Stökk 3,60 á 6 skrefa atrennunni en stefni á að fara á 8 skref á næstu æfingu. Lyfti síðan hrikalega seinnipartinn. Þvílíkur munur á mér í dag og á föstudaginn. Mér tókst að endurnýja kraftana um helgina og Leszek skaut á mig í dag "Hast du bisschen trainiert heute...?" Sem þýðir ertu búin að æfa eitthvað í dag. Honum hefur þótt ég svona ofvirk.. hehe. Málið er að þótt hópurinn minn sé rosalega fínn, nýtt og gott fólk þá eru þau ekki nema tvítug og flest enn á því stigi að reyna að sleppa við hitt og þetta. Ég er frekar þannig að ég geri meira en sagt er og virka því ofvirk í raun í samanburði við letingjana... já þau eru hreinlega bara stundum löt. Það er aðeins einn af þeim sem er ekki þannig, Toby, fíla hann í botn og fer kannski að reyna að æfa bara meira með honum. Hann er frekar skondin típa í rauninni. Með hár niðrá axlir og þvílíkar krullur. Svo er hann um 2m á hæð og frekar grannur og hefur ekki mikla samhæfingu í líkamanum. Á fimleikaæfingum ligg ég hreinlega í krampahlátri að horfa á hann. Samt hefur þessi gaur stokkið 5,40. Rosalegt efni þar á ferð.

Ætla að fara að finna mér eitthvað að borða og setja svo lærugírinn.
posted by Thorey @ 18:11   3 comments
Hvað gerir þú við tímann?

Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum.

Ég get gefið þér góð ráð sagði Reykvíkingurinn. Ég er ráðgjafi með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá þarftu ekki lengur að búa hér heldur getur flutt suður.

Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn.

Svona 20-25 ár. En hvað svo? spurði fiskimaðurinn.

- Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með marga milljarða.

- Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo?

Reykvíkingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur frameftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum.!!!
posted by Thorey @ 12:00   2 comments
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Fyrir áhugasama

þá hljóp ég 2x5x200m í gær með 2 mín á milli spretta og 6 mín milli setta. Tímarnir voru frá 37 niðrí 35,12 en flestir í kringum 36,5. Púlsinn fór heldur ekki yfir 173 svo ég er bara mjög ánægð með mig... Allavega sátt þar sem ég er nú stangarstökkvari en enginn hlaupari..

Annars er held ég kominn tími á að ég fari að segja ykkur eitthvað sniðugt. Bloggið mitt er orðið fullt af sjálfsæfingamonti og enginn sem nennir að kommenta... :( En svona er líf mitt eiginlega bara þessa vikurnar. Snýst allt um næstu æfingu og næstu bætingu, hitti bara sama fólkið og ekkert nýtt í gangi svosum.

Verð þó að segja eitt hérna ... Árni J í 2.sæti, fólk er ekki í lagi!!
posted by Thorey @ 14:08   3 comments
laugardagur, nóvember 11, 2006
Skoðanakönnun

Er síðan mín orðin þreytt?? Kominn tími á nýtt lúkk?
posted by Thorey @ 12:34   11 comments
föstudagur, nóvember 10, 2006
Smá þreyta í gangi

Er á eyrunum eftir vikuna.... Æfði hrikalega vel og er þvílíkt sátt við vikuna. Fór þar að auki á handboltaleik á miðvikudagskvöld og sá Gummersbach rústa Kronau/Öringen. Svo gaman að sitja á pöllunum stoltur af "sínum" íslendingum niðrá gólfinu :)
Fór síðan á tónleika á jass dögum Leverkusen. Voru í raun tvennir tónleikar því fyrst spilaði Rafael Cortes með sínu bandi og svo enginn annar en Paco De Lucia ásamt sínu bandi. Þeir spila Flamenco tónlist og naut ég tónleikanna alveg í botn. Paco er nú meiri snillingurinn. Þótt ég hafi ekki mikið vit á gítarspilun þá fór það ekkert á milli mála hver var bestur. Kræst!!! Næst á dagskrá er að læra Flamenco dans....

Helgin verður róleg enda á eyrunum eins og ég sagði. Lyfti í dag og var nú mjög stolt þegar kastþjálfarinn fór að hrósa mér fyrir cleanið. Eggert, þetta er beint hrós til þín :)
Nú er bara ein æfing á morgun, lærdómur og tonn af svefni. Svo á ég fullan ísskáp af mat og þeir sem þekkja mig vita að það er nóg til að halda mér brosandi. Reyndar þurfti ég að skila MINI-inum í dag, frekar fúlt.
En öxlin er á réttri leið, hásinarnar góðar, þyngdin á leiðinni upp og ráin í leiðinni....

Góða helgi elskurnar
posted by Thorey @ 17:00   2 comments
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
On the road again

Átti geggjaðan dag, gekk hreinlega allt upp. Elska svona daga. Þessi dagur mun halda mér gangandi næstu vikuna :)

Ég fór semsagt á stökkæfingu í morgun og stökk af 6 skrefum 3,50. Leszek var hrikalega ánægður með mig og það gefur mér svo mikið boost og gleði líka þegar hann er ánægður. Þá veit maður jú að maður er á réttri leið. Fór svo og keypti í matinn, borðaði og leysti 3 stk heimadæmi í stærðfræðigreiningu sem ég skilaði by the way áður en ég fór á næstu æfingu. Þvílíka spíttið í gangi. Sem betur fer voru dæmin þessa vikuna frekar viðráðanleg svo degininum varð bjargað. Lærði auðvitað ekkert í Danmörku...
Síðan voru það seinniparts æfingarnar. Fyrst klukkutíma stabilisering sem eru ansi erfiðar smáæfingar og svo 2 tíma sprettæfing og persónulegt met slegið.

Ég segi nú bara, er til betri dagur????
Sofna sko með bros á vör í kvöld... snemma. Er gjörsamlega úrvinda.
posted by Thorey @ 18:56   5 comments
mánudagur, nóvember 06, 2006
SNILLDAR HELGI

Þá er ég komin aftur til Leverkusen eftir frábært helgarfrí í Árósum Danmörku. Hildur vinkona var að útskrifast sem sálfræðingur (já hvorki meira né minna takk fyrir!) og ég skellti mér til hennar til að halda upp á þetta með henni. Ég var komin til hennar seinnipart föstudags og var útskriftarveislan þá um kvöldið. Laugardeginum var eytt í búðarráp en að sjálfsögðu tók ég mína interval æfingu samt um morguninn. Um kvöldið var svo lokahóf Heklu sem er íslenskt fótboltafélag þarna í bænum og var matur og fínerí. Það var rosa gaman. Sunnudagurinn fór svo í leti, búðir og át og í dag kíkti ég svo á lyftingaræfingu þar í bæ en var mætt svo snemma að ég var búin áður en nokkur mætti. Þannig að þar fór hittingur minn við kastaravini mína. Ég varð að mæta svona snemma ef ég ætlaði að ná síðan fluginu. Sé þá félaga bara seinna.

Ég varð rosa skotin í Árósum. Þetta er mjög snyrtilegur bær með mikið af ungu fólki enda háskólabær. Eitthvað mikiða annað en greyið litla ljóta Leverkusenin. Ég skil þau hjón (Hildur og Hákon) vel að vilja búa þarna áfram og hafa jafnframt liðið rosalega vel þarna síðustu ár. Mér fannst kannski skrítnast að vera í búð og heyra aðra tala íslensku og enn skrítnara að vera í strætó og heyra íslenskuna. Heyri gjörsamlega aldrei íslensku hérna. Fór jú auðvitað á Gummersbach - Fram í síðustu viku og heyrði þar málið en annars aldrei. Talandi um handboltaleiki þá ég er bara að spá í að gerast grúppía. Nei vonandi verð ég ekki svo slæm en við Angi ætlum reyndar að kíkja á leik með Gummersbach í Köln Arena á miðvikudagskvöld. Þar verða um 20.000 manns á pöllunum og hörkustemmari. Mér hefur alltaf þótt rosalega gaman að handbolta og frekar fylgst með honum en fótbolta eða körfubolta. Ég hlakka því mikið til að fara á leikinn.

Jæja kominn háttatími. Stökkæfing kl hálf tíu í fyrramálið og ég ætla að stökkva af 6 skrefa atrennu!

Að lokum tvær ofur sætar myndir. Hildur er náttlega bara "Drop Dead Gorgeous" og þrátt fyrir það særðist enginn... :)





Hjónakornin Hildur og Hákon. Takk kærlega fyrir mig um helgina. Geggjað gaman að koma í heimsókn til ykkar. Þið eruð velkomin til mín hvenær sem er ;)

.... The power of looove, a force from above...
Hrikalega vorum við flottar í singstarinu Hildur!!
posted by Thorey @ 22:56   2 comments
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Ég ætlaði eiginlega að fara að koma með hálfgerðan vælupóst. Að skammast út í hitt og þetta og þar með suma af mínum so called friends. En varð hugsað til Ástu Lovísu í staðinn. Held ég peppi hana frekar upp.

Ég fékk eftirfarandi bréf í pósti, kíkti á heimasíðuna hennar og millifærði smá pening til hennar. Ég óska henni alls góðs í baráttunni.

Margt smátt gerir eitt stórt!

Opnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir unga konu, einstæða með þrjú börn á aldrinum 2-11 ára. Hún greindist með ólæknandi krabbamein í ristli og hefur það nú dreifst yfir í lifrina eftir brottnám ristilsins. Hún berst nú fyrir lífi sínu í lyfjameðferð á LSH þar sem reynt er að minnka útbreiðslu sjúkdómsins í von um að hægt verði að gera aðgerð sem myndi lengja líf hennar í ótiltekinn tíma. Að sjálfsögðu gerast kraftaverkin enn og við biðjum öll fyrir henni sem hana þekkjum og þætti okkur óendanlega vænt um, ef þið gætuð haft hana í bænum ykkar því vegir Guðs eru órannsakanlegir. Það eru vinir og vandamenn sem standa að þessari söfnun þar sem öll hennar orka fer nú í berjast við þennann óvæga sjúkdóm og það er bæði dýrt og erfitt...... þess vegna biðlum við til ykkar um að létta henni baráttuna því nóg er hún erfið en að þurfa að berjast við peningahliðina líka........... kærar þakkir og guð blessi ykkur öll........og við biðjum ykkur að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt...vinsamlegast áframsendið þessa hjálparbeiðni til allra sem þið getið........Vinir og vandamenn...

Söfnunarreikningur
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir
Banki: 0525-14-102510
kt: 090876-5469

Hægt er að skoða heimasíðuna hennar með að smella hér
posted by Thorey @ 13:36   3 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile