the
 
the
sunnudagur, ágúst 03, 2008
Viðtal í 24 stundum - Leiðrétting
Í gær birtist viðtal við Rögnu, Ragnheiði og mig útaf Ólympíuleikunum. Þar stóð að við værum allar bindisdismenn á áfengi og tóbak en í mínu tilfelli er það ekki rétt. Jú hörð bindisdismanneskja er ég á tóbak en áfengi drekk ég mjög í hófi en smakka þó. Rauðvín með steik er nánast möst.. Einnig fæ ég mér alveg bjór stundum. Í gær fékk ég mér t.d einn Kölsch (0,2l) með matnum á veitingastað sem við Gummi vorum á.

Einnig vil ég taka fram að ég hugsa EKKI á hverri æfingu að mig langi til að hætta! Skil ekki alveg hvar fréttakonan fann þá setningu hjá mér. Held ég hafi frekar sagt að auðvitað komi það fyrir að maður hugsi það en aldrei af alvöru. Mér finnst það einfaldlega of mikil forréttindi að vera íþróttamaður að ég vil ekki hætta. Það er nú líklega þessvegna sem ég er enn að og ekki löngu hætt. Ég kvíði mjög fyrir nýjum kafla í vinnu í haust. Sitja allan daginn inni á skrifstofu! Úff.

Ég er búin að vera lengi að í íþróttum og að hætta er eitthvað sem ég get varla hugsað mér. Ég mun þessvegna aldrei hætta alveg þótt það komi auðvitað að því að ég nái lágmörkum á stórmót ekki lengur. Fyrst og fremst vantar líkamanum mínum smá hvíld eftir þetta keppnistímabil og mun ég gefa honum það.

En nú er stórt verkefni framundan og ekki tími til að tala um að hætta eða hætta ekki. Nú verður bara algjör fókus næstu vikur. Síðasta stökkæfingin með þjálfaranum mínum, Leszek, er á eftir og svo flýg ég á mánudag. Í Japan mun ég þó ná tveimur stökkæfingum með Gumma fyrir undankeppnina. Eftir æfingu í dag ætla ég að þvo þvott og byrja að pakka.

Ég held ég ætti að nota thorey.net á meðan ég er úti en mér finnst bara leiðinlegra að nota þá síðu af því að það er ekki hægt að kommenta. Þætti voðalega gaman að fá komment eða email frá ykkur. Gætuð alveg kommentað hér þótt þið séuð að lesa frétt á thorey.net. Einnig er emailið mitt thorey@thorey.net

Það er bannað að flytja fréttir af einhverjum öðrum en sjálfum sér á bloggsíðum þegar ÓL stendur yfir. Þessvegna mun ég bara tala um sjálfa mig þegar ég er úti. Þið vitið þá allavega afhverju ég er svona sjálfhverf..

Jæja hafið það sem allra best og við heyrumst næst í Japan.
posted by Thorey @ 06:49  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile