the
 
the
föstudagur, ágúst 20, 2004
Griskt simanumer:
+30-6975-803843
posted by Thorey @ 10:34   48 comments
mánudagur, ágúst 16, 2004
ÉG ER TILBÚIN!!!!
Munið þið eftir laginu sem síminn notaði til að undirbúa fólk fyrir 7 stafa símanúmerin? Ok, hvað með það, ég er allavega tilbúin fyrir Aþenu. Ég er í mínu besta formi ever og er búin að gera allt sem ég mögulega get (og er leyfilegt ;)) til þess að standa mig vel í Aþenu. Æfingaprógrammið er að smella saman og sjálfstrausið er gott. Ég fór 4,40 á þessu æfingamóti í dag sem er persónulegt best á æfingu. Sama hvað gerist næsta laugardag þá er ekkert sem ég get gert eða hefði getað gert betur í undibúningnum. Nú halla ég mér bara aftur í stólnum og læt hlutina gerast.

Eins og ég sagði í gær mun ég líklega nota thorey.net mest þegar ég er í Aþenu. Bara verst að þar er ekki hægt að commenta (ekki eins og ég fái mikið af commentum yfir höfuð) en ef þið fáið commenta andann yfir ykkur getið þið bara sent mér póst með því að ýta á Hafðu samband flipann á thorey.net eða commentað hér á efstu fréttina.

Ég ætla að njóta lífsins næstu tvær vikur, hafið það líka gott dúllurnar mínar.

Ykkar Þórey
posted by Thorey @ 21:50   21 comments
sunnudagur, ágúst 15, 2004
TVEIR DAGAR Í AÞENU!!!
Timinn líður svo svakalega hratt og nú bara 6 dagar í undankeppnina. Mig dreymir Aþenu í hvert sinn sem ég sef núna. Mig dreymdi að Einar Karl hafi stokkið 2,30 og hefði komist á leikana, ég var eitt skiptið mætt í flugsund og svona mætti lengi halda áfram. Sundkrakkarnir eru með blogg og þið getið lesið það hér. Ég verð með mitt blogg kannski eitthvað áfram en þó líklega meira með thorey.net

Helgin var bara mjög fín, ég gerði heilan helling. Ég og 4 aðrar stelpur kíktum á ítalskan veitingastað í Köln á föstudagskvöld og þaðan kíktum við á einn bar þar sem við gátum hrisst á okkur rassinn og hrisst burt stressið í leiðinni.

Í gær fór ég ekki á æfingu fyrr en 18 þvi Floé og Mary Sauer (USA) voru með æfingamót sín milli. Floé hætti þó við að stökkva þar sem hún var með hálsbólgu eftir loftræstinguna í bíóinu sem hún fór í kvöldið áður en Mary fór 4,40. Strax á eftir fórum við á kokteilbar í íþróttagöllunum og fengum okkur mexíkanskt að borða. Við vorum nú eiginlega bara eins og hestar út úr kúm þarna. .

Í dag fór ég svo á Starbucks í Köln og hitti þar Mary. Hún er ansi hress og við náum vel saman, bara verst að hún býr í usa. Ég held bara að þetta sé viðburðarríkasta helgin mín hérna frá því ég flutti fyrir bráðum ári síðan. Þetta kom á fínum tíma til að fá hugann aðeins frá Aþenu.

posted by Thorey @ 18:23   3 comments
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Það er alveg greininlegt að það er gott veður á Íslandi þessa stundina. Það er ekki nokkur lifandi sála inn á msn....

Til gamans fyrir ykkur konur, tók ég saman það sem ég borða yfir síðustu 3 daga. Ég gerði þetta reyndar til að senda á Fríðu Rún næringarráðgjafa til að fá smá tipp frá henni en ákvað bara að skella þessu á netið til að leyfa ykkur að kíkja. Hér er þetta.
posted by Thorey @ 21:34   3 comments
Það er smá breyting á plani. Ég stekk bara eins og á venjulegri æfingu á morgun en á mánudaginn ætla ég að reyna að haga þessu eins og á mót en verð þá líklega bara ein. Ástæðan er sú að Floé vill "keppa" á laugardagskvöld en það passar bara ekki inn í æfingaplanið mitt plús það að ég var búin að skipuleggja feitt djamm þá (ekki alveg.... en náði ég þér?)

Eftir æfingu í dag ákvað ég að drífa mig niður í bæ og gera eitthvað. Ég byrjaði á kaffihúsi þar sem ég keypti mér þennan huge ís og keypti mér svo geisladiskinn Best of Clannad en ég er búin að vera að leita að honum í allt sumar en hvergi fundið hann svo ég er nokkuð sátt með árangur dagsins. Einnig keypti ég mér snúru til að tengja tölvuna við nýja HI-FI ið mitt þannig að nú get ég horft á DVD í góðu sándi :) OK, NÖRD

Já ég var ekki búin að segja ykkur frá HI-FI inu mínu. Þetta er magnari með útvarpi og sourround systemi (sem ég nota ekki þó núna) og DVD spilari frá YAMAHA en hátalarana keypti ég í gegnum netið frá Orbitsound og eru klikkað góðir.
posted by Thorey @ 19:46   1 comments
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Mamma og pabbi fóru útúr bænum í dag. Þau sendu mér svo sms:

27 stiga hiti á Hellisheiði! Fórum út til að finna!

Það eru svona smá fréttir sem fá mann til að brosa út í heiminn á erfiðum degi. Algjörar dúllur :)
posted by Thorey @ 18:46   0 comments
Noh bara læti í frjálsíþróttaheiminum. Skrítið hvað svona spjallrásir geta hleypt illu blóði í fólk. Það er ekki hægt að ræða neitt málefnalega og allir taka gagnrýni beint inn á sig persónulega. Hrikalegur andskoti. Verst að einn besti rökfærslumaðurinn okkar ætlar að hætta af því að allir verða svo fúlir og sárir. Ég og einn ákveðinn aðili vorum einmitt að ræða þetta um miðjan júlí hvernig Íslendingar verða alltaf sárir. Þetta er svo lítið og fámennt land að allir eiga að hjálpa hver öðrum. Það leiðir til þess að það er aldrei hægt að vinna neitt á faglegum nótum heldur verður allt að persónulegum greiðum eða að persónulegri gagnrýni.

Nú er bara vika þar til ég fer til Aþenu og loka undirbúningurinn í gangi. Á fimmtudag ætlum við Floe að halda svona mini mini Ól. Við ætlum að hafa smá mót okkar að milli kl 19 um kvöldið en það er sami tími og undankeppnin verður í Aþenu.
posted by Thorey @ 12:32   0 comments
laugardagur, ágúst 07, 2004
Er eðlilegt að leggja sig um miðjan dag í 5 tíma???
posted by Thorey @ 15:13   4 comments
föstudagur, ágúst 06, 2004
Fyrri degi Bikarmótisins var að ljúka og leiðir FH með 2 stigum. Morgundagurinn verður greininlega spennandi en það verður gaman að sjá hvernig Írisi muni ganga í stönginni fyrir mig.

Ég keppi ekkert fram að Ólympíuleikunum. Mótinu mínu í Póllandi var aflýst en það er svosum allt í lagi enda finnst mér ég vera búin að keppa nóg og þurfi bara smá ferðahvíld og góðar æfingar. Hlaupaformið er allt að koma til. Ég stökk í gær á æfingu á fullri atrennu og ég var að byrja á sama stað og í móti. Það er mjög óvenjulegt, vanalega er maður alltaf aðeins nær á æfingu. Tæknin mætti þó vera betri og ég vinn í henni í næstu viku.

Strákarnir voru að stökkva í Zurich og eru úrslitin hér
posted by Thorey @ 20:49   0 comments
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Mótið var nú ekkert sérstakt. Það var mótvindur og því mikið af tilraunum sem fóru í að hætta við. En Toby Stevenson USA vann með 5,82, annar var Lars með 72 og svo Richi með 62. Restin felldi annaðhvort byrjunarhæð eða fóru frekar lágt.

Það er einhver hitabylgja hérna núna. Búið að vera um 30 stiga hiti í nokkra daga. Ég fíla það í botn. Um daginn lá ég út í garði í sólbaði ásamt nágranna "ömmu" minni og allt í einu byrtist hún með borð og lagði það við sólbekkinn minn. Svo var mér bara þjónað með kaffi og muffin sem maðurinn hennar hafði bakað. Hún var sjálf að bíða eftir að sonur hennar kæmi til að sækja þvottinn sem hún var að þvo fyrir hann....... einhver spilling þarna á ferð!!

Og svo fæ ég næturgest í nótt. Jillian Swartz USA verður hérna á svefnsófanum. Sem betur fer verður hún bara eina nótt. Ég er ekki að meika næturgesti svona stuttu fyrir stórmót, ég vil bara fá frið. Ekki bætir það að hún er ein að aðal keppinautum mínum, hefur stokkið 4,60 og við sláumst um sæti í Monaco í september. Topp átta fá að fara. Annars gera strákarnir bara grín af okkur stelpunum því við tökum því svo persónulega ef einhver vinnur mann en strákarnir eru allir meiri félagar en við stelpurnar. Við Jillian hljótum þó að geta skemmt okkur ágætlega.
posted by Thorey @ 11:58   0 comments
sunnudagur, ágúst 01, 2004
Kannski ég bæti úr leti gærdagsins snöggvast. Ég kom til baka frá London í gær. Törnin því búin í bili. Þetta er búið að vera allsvakalegt, sjö mót í 5 löndum á einum mánuði en ég náði þó ágætum árangri. Nú tekur við hvíld í dag, ótrúlegt! Ég ætla reyndar að skreppa á völlinn því það er frekar stórt mót hérna í Leverkusen. Strákarnir keppa í stönginni og fleiri skemmtilegar greinar í gangi. Það er verið að halda upp á 100 ára afmæli félagsins um þessar mundir og í gærkvöldi fór ég í einhverja matarveislu og borðaði á mig gat. Hrikalega góður maturinn.

Ég læt ykkur vita hvernig strákarnir stökkva.
posted by Thorey @ 09:48   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile