the
 
the
laugardagur, desember 23, 2006

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Með kærri þökk fyrir lesturinn á árinu sem er að líða.
Ykkar Þórey Edda
posted by Thorey @ 13:20   4 comments
þriðjudagur, desember 19, 2006
2 dagar í jólafrí

Vá hvað ég get ekki beðið eftir því að fara að geta gert eitthvað annað en að læra á milli æfinga. Tók reyndar smá kærluleysi á þetta um helgina og skellti mér í bíó á Mýrina. Fannst hún bara frekar vel gerð og flott mynd. Mjög nákvæmlega gerð eftir bókinni fannst mér og þau léku þetta bara mjög vel.

Prófið á laugardaginn gekk bara rosalega vel. Er samt pínu hrædd um að prófið á fimmtudaginn muni ganga jafn illa og hitt gekk vel. Ekki alveg að fara að brillera í þessari blessuðu stærðfræðigreiningu. En jæja þetta styttist samt allt á endanum hjá mér hægt og rólega og útskrift nálgast.

Ég er að spá hvort ég eigi að fara útí það að skrifa jólakort eftir próf eða bara sleppa því þetta árið. Finnst maður samt verða að skrifa jólakort því mér finnst svo rosalega gaman að fá jólakort sjálf. Hrædd um að ef ég skrifa ekki, fái ég engin kort á næsta ári..
Ég hef nú heila 2 daga til að undirbúa jólin þetta árið, margt hægt að gera á þeim tíma..
posted by Thorey @ 14:45   3 comments
föstudagur, desember 15, 2006
Tími á blogg

Jæja kvefið er á undanhaldi og æfingar komnar á ágætis skrið að nýju. Búin að stökkva þrisvar hérna heima með hjálp Kidda og hefur það gengið vel. Ég er einnig búin að vera á fullu í sjúkraþjálfun með bakið og nárann og þvílíkur munur á mér. Ég hvíldi nú líka þarna fyrstu dagana heima og gaf þér mér hrikalega mikið, stundum er minna meira. Öxlin hjaðnaði eftir átökin úti og hlutirnir eru held ég bara að fara að smella.
Hitti líka Ágúst lækni áðan og hann var alveg hissa á ástandinu. Fannst það gott. "Þú ert bara orðin mössuð"... sagði hann mjög hissa. :)

Prófundirbúningur gengur allt í lagi. Ég fer í próf á morgun og svo á fimmtudaginn og þá er ég komin í jólafrí. Það besta við prófin þetta árið er að þau hafa nánast engin áhrif á æfingarnar. Mæti orðið í Ásgarð með Bjögga og Lindu úr Breiðablik stundum á morgnanna og það er nú meiri snilldin. Ásgarður er mjög vel geymt leyndarmál. Svo rólegt þarna og maður borgar sig bara í sund og fær að fara í tækin og svo pottinn á eftir. Það lang besta við þetta að það er varla hræðu að sjá. Svo rólegt og yfirvegað.

Vildi bara láta vita af mér..
posted by Thorey @ 14:47   2 comments
þriðjudagur, desember 05, 2006
Vegleg móttaka..

Já landinn tók vel á móti mér. Hálsbólga beið við hliðið þegar flugvélin lenti og Kvef heimsótti mig svo í gær. Rosa stuð og hressleiki á bænum vegna þessa.
Sem betur fer er hvíldarvika í æfingum því með þennan fjölda heimsókna hefur maður náttúrlega ekki tíma til að fara á æfingu....

Kláraði loksins síðustu verkefnin úr skólanum í dag og nú hefst bara próflesturinn. Er nú bara að fara í tvö próf svo ég mun líklega lifa þetta af.

Það er gúrkutíð hjá mér svo ég bið ykkur bara um að segja mér eitthvað sniðugt.... Hress? Í prófum? Jólaundirbúningur byrjaður? Jólagjafastúss? Farin að undirbúa gamlárskvöld? Á leið til útlanda? Í útlöndum um jólin? Koma svo...
posted by Thorey @ 17:55   6 comments
laugardagur, desember 02, 2006
2. hluti framhaldssögunnar "Ég og mín 50 kíló"

Við lögðum af stað í mini opel corsunni hennar Angi en hún skutlaði okkur út á lestarstöð. Okkur tókst að bröltast áfallalaust í þetta skiptið (í fyrra datt taskan útúr lestinni á leiðinni án þess að ég tæki eftir því..) á flugvölinn en þá hitnaði léttilega í kolunum. Fékk þessa fínu ræðu frá einni þýsku gribbunni um að svona má maður ekki ferðast og blablabla eins og ég væri 10 ára að fara í fyrsta skipti í flug. Hún hreinlega skammaði mig bara. Ég svaraði nú bara rólega að jæja fyrst ég þyrfti að borga þá ætlaði ég frekar bara að finna einhvern til að tékka inn með. "Einhvern ókunnugan" spyr hún. Ég "já". "Nei það er alveg bannað" fékk ég að heyra í þessum skemmtilega þýska gribbutón. "Ok jæja, þá bíð ég eftir einum sem ég þekki og tékka inn með honum!!!" Það voru voða fáir að fljúga heim en loksins kom einhver sem viritist vera íslendingur og ég stökk auðvitað beint á hann. Hann var auðvitað til í tuskið og saman flutum við vandræðalaust í gegn..... með pínu glott í andlitinu :)

Hmm ég reyndar villtist svo aðeins á flugvellinum en ég er bara búin að fara þetta svona trilljón sinnum. Ekki spurja hvernig ég fór að því. Endaði í baggage claim-inu en jú fann hliðið að lokum og náði vélinni...

Og vá hvað það er gott að vera komin heim!! Ég bjóst nú ekki alveg við svona miklum jákvæðum tilfinningum. Ah rúmið mitt er náttúrlega bara það besta og bara einhvern veginn að finna lyktina heima. Svo notalegt eitthvað. Fara svo í gufu og spjalla við foreldra og ömmu og svona hlutir. Bara æði. Var nú ekkert lengi í burtu og leiddist ekkert svo ég er pínu undrandi á sjálfri mér hérna. Vanalega komið heim með trega og viljað fara fljótt aftur út en nei ekki sko núna.

Ætla að taka sundæfingu á morgun. Hluti af endurhæfingarprógramminu mínu hérna. Bara komin á hæli já... Gufa, sund, sjúkraþjálfun, fer svo í litun á morgun og klippingu á mánudaginn... og svo lestur. Fínt líf!
posted by Thorey @ 00:47   4 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile