the
 
the
miðvikudagur, mars 28, 2007
RSA
Er núna stödd í Suður Afríku í æfingabúðum. Hér er sól og sumar og frábært að vera. Æfingar hafa gengið ágætlega. Fór í sprautur í hásinina áður en ég fór og lagaðist helling en þó ekki nóg. Hef samt náð að æfa ágætlega en næ þó ekki að fylgja prógramminu að fullu. Vona bara að hásinin lagist sem fyrst.

Myndavélin er æðisleg! Hrikalega gaman að taka myndir með henni og ég mun setja inn nokkrar vonandi sem fyrst.
posted by Thorey @ 19:59   2 comments
föstudagur, mars 23, 2007
Stutt stopp í LEV
Íslandsför mín endaði í gær. Hún tókst bara ágætlega. Náði að koma mér á skrið í skólanum og jafna mig aðeins í hásinunum. Nú er ég bara að undirbúa mig fyrir Suður Afríku ferðina en ég fer á sunnudag. Fór í sprautur í dag og gekk það mjög vel. Fékk þó eitthvað vel af deyfilyfinu því fóturinn hreinlega sofnaði í um 2 tíma.

Er svo bara búin að vera að pakka og þvo í dag með smá myndavélakaupa pásu.. Fékk mér draumavélina, Canon eos 400D. Er að fara á svo framandi staði á næstunni að mig langaði að geta tekið flottar myndir. Suður Afríka, Osaka, Pekíng meðal annars. Svo hef ég alltaf haft gaman af ljósmyndun og ætla að fara að pæla meira í henni þegar ég klára B.s-inn núna í vor.

Setti smá klausu á thorey.net og einnig myndir frá mótinu í Bad Oyenhausen um daginn.
posted by Thorey @ 22:16   1 comments
sunnudagur, mars 18, 2007
ÞREFÖLDUN álvers
Nú styttist óðum í að kosið verður um stækkun álversins. Ég ætla rétt að vona að þið Hafnfirðingar séuð að kynna ykkur málið og veljið rétt. Ég er að sjálfsögðu harðlega á móti þessu og er það meðal annars vegna þessa:

-Álverið mun verða stærsta álver Evrópu - Mitt í mínum heimabæ
-Í hvaða átt á að byggja íbúðarhús til að stækka Fjörðinn í framtíðinni? Jú í álversátt og hver vill búa þar?
-Mengunin frá álverinu verður meiri en frá öllum bílum í landinu
-Reykháfar á stærð við Hallgrímskirkju munu rísa
-Rafmagnið sem er notað til álversins er meira en á öllu höfuðborgarsvæðinu
-Byggja á nýja spennustöð rétt við íbúðarland og leggja þar risastór rafmöstur
-Gera verður þrjár nýjar virkjanir í Þjórsá
-Og margt margt fleira

Á heimasíðu Sól í Straumi sem eru andstæðingar stækkun álversins birtist eftirfarandi:

Grænt bókhald Alcan 2005:
Losun 2005 tonn/ári
Flúoríð 111
Svifryk 150
Brennist 2.470
CO2 ígildi 283.178
Kerbrot 3.455

Áætluð losun e. stækkun tonn/ári skv. minnisblaði
Flúoríð 253
Svifryk 386
Brennist 3.450
CO2 ígildi 727.720
Kerbrot 8.878

Losunarmörk skv. Starfsleyfi Umhverfisstofnunnar til 2020
Flúoríð 253
Svifryk 552
Brennist 6.900
CO2 ígildi 805.460
Kerbrot 11.500

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni berst mengunin frá álverinu i Straumsvík 66 daga á ári yfir íbúabyggð í Hafnarfirði. Þá daga skiptir þessi mengunaraukning Hafnfirðinga máli, viðkvæmir geta fundið fyrir henni, sérstaklega börn en í bygðinni í nágrenni álversins verða bæði skóli, leikvellir, kirkja og sundlaug. Ég hef ekki trú á því að þessi mengun sé lífshættuleg fyrir Hafnfirðinga en öfugt við mengun af bíla- og flugumferð höfum við VAL núna um þessa mengunaraukningu. Sú fullyrðing að mengun aukist hlutfallslega lítið eða minnki á hvert áltonn við stækkun er fáránleg enda skiptir fjöldi áltonna almenning í Hafnarfirði engu máli. Það sem skiptir máli er mengunin sem kemur frá verksmiðjunni og hún mun aukast mjög mikið við stækkun. Verði hinsvegar ekki af stækkun og settur verður vothreinsibúnaður eða sambærileg tækni á verksmiðjuna má segja að mengunarmálin séu komin í ásættanlegt horft og við Hafnfirðingar getum haldið áfram að byggja upp okkar blómlega bæ, líka í nágrenni álversins.

---------

Ef af stækkun verður finnst mér hreinlega verið að eyðileggja einn fallegasta bæ landsins. Ég er stoltur Hafnfirðingur í dag og vil vera það um ókomna tíð. Hjálpið bænum okkar að þróast í rétta átt og kjósið á móti.
posted by Thorey @ 20:38   11 comments
laugardagur, mars 17, 2007
Ísland farsælda frón
Stödd á Íslandinu í góðu yfirlæti foreldra. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan var fjölskyldumatarboð í kvöld og í matinn var grillaður hryggur. Geggjað góður. Þegar kjötið var sett út á grill kom hrikalegt slagveður með roki og haglélum en það sést þó ekki alveg nógu vel á myndinni fyrir neðan. Karlinn stóð sig samt vel við grillið :)

Annars er ég bara búin að hafa það rosa gott. Hásinarnar eru mun betri og ég hef aðeins komist af stað í skólanum. Hef núna 5 daga í viðbót hér og eins gott að nýta þá vel.
posted by Thorey @ 23:00   2 comments
Fjölskyldumatarbod

Og tad vard geggjad grillvedur..
posted by Thorey @ 19:01   0 comments
sunnudagur, mars 11, 2007


posted by Thorey @ 13:01   1 comments
Köln

Sunnudagsbilturinn
posted by Thorey @ 12:31   0 comments
laugardagur, mars 10, 2007
4,25
Stökk 4,25 á 12 skrefunum, var bara sátt með það. Ég var að framkvæma nokkur stökk mjög tæknilega vel. Það sem ég var hinsvegar ekki sátt með var að hásinarnar versnuðu mikið. Þurfti að sleppa síðustu tilrauninni á 4,35 þar sem ég gat varla gengið. Ég verð bara að ná þessu drasli úr mér. Kem heim á mánudaginn með Kristni og Ölmu og ætla að fara í stíft nudd og hlaupa ekkert heldur bara lyfta á meðan.
Öxlin stóð sig með prýði þótt sum stökk hafi rifið vel í hana. Í dag er hún bara pínu aum en það jafnar sig strax á morgun. Mjög ánægð með það.

Verð heima til 23.mars en ég þarf að gera verkefni í skólanum og vinna upp gamlar skuldir þar. Hefur ekkert gengið neitt of vel að læra hérna í Leverkusen í vetur. Fer síðan þann 25.mars til Suður Afríku í 3.vikna æfingabúðir!! Það verður æði og enn meira æði ef hásinarnar verða komnar í lag.
posted by Thorey @ 08:05   10 comments
föstudagur, mars 09, 2007
Kristinn einkadriver

A leid til Bad Oyenhausen ad keppa!
posted by Thorey @ 11:44   2 comments
miðvikudagur, mars 07, 2007
Allt að gerast
Stökk í gær á 12 skrefum í göddum og gekk það bara frekar vel. Finnst ég vera að detta í rythmann á þeirri atrennu. Fíla mig mjög vel allavega, sterka í atrennunni og tæknin er að koma hægt og sígandi. Fór 4,20 og er það hæðin sem ég fer oftast á þessarri atrennu á æfingu. Mjög sátt með að verða komin á gamla venjulega staðinn. Nú er bara að verða betri en það. Keppi eins og ég segi á föstudaginn á mínu fyrsta móti í 18 mánuði!!!! Hlakka rosalega til en hef ekki hugmynd við hverju ég á að búast.

Var enda við með 12 manns í mat hjá mér... Bauð hópnum mínum heim til að fagna gullinu hans Dannys, bætingu Silke og vinnunni hans Leszeks. Bauð upp á bara létta rétti vegna fjölda og plássleysis. Gerði kjúklingasalat með spínati, gulrótum, sólþurrkuðum tómötum, mango og avocado. Gerði svo kartöflugratín með smjördeigi, blaðlauk, hvítlauk og ferskri steinselju. Einnig var ég með mozzarella pinna, þ.e brauðbita, mozzarella og tómata á pinna. Í eftirrétt voru muffins og hringkaka sem ein sem æfir með mér kom með. Fannst þetta heppnast bara mjög vel og fólk fór sátt heim.

Skelli hér myndum inn af hópnum mínum svo þið vitið sirka með hverjum ég er að æfa. Það vantar bara Lars en ég held að það hafi nú verið mynd af honum hérna ekki svo löngu síðan. Við erum semsagt 12 íþróttamenn og svo Leszek. Fínn hópur en eins og þið sjáið þá er meirihlutinn ansi ungur. Danny, Lars og ég hækkum meðalaldurinn töluvert.


Þjálfarinn minn Leszek Klima og dóttir hans Anja (er ekki að æfa)


Danny Ecker


Silke nær og Floé fjær.


Parið í hópnum, Björn Venghaus og Michaela


Christian og Toby


Hendrik, Michael og Danny


Toby og meðleigjandinn minn hann Sebastian
posted by Thorey @ 21:11   4 comments
mánudagur, mars 05, 2007
Danny fan club


posted by Thorey @ 13:42   0 comments
Rólegheit
Já Danny vann, ánægð með hann!! Björn klaufi að fara ekki hærra en bronsið er samt frábært.
Silke varð 5. og finnst mér það flott hjá henni. Hún á hærri hæðir inni og mun stökkva þær í sumar. Gaman að sjá Feofanovu í fyrsta sæti. Hún er líka orðin svo sæt :)

Já ég fór varla útúr húsi um helgina. Fór jú á æfingu og svo ryksugaði ég bílinn hennar Angi... sem b.t.w hefur líklega aldrei verið ryksugaður. Bara vibbi. Hún er svo dirty stelpan.

En já ég ryskugaði bílinn því í kvöld erum við Irina að fara á tónleika með sópran söngkonunni Montserrat Caballé. Mér finnst ekki gaman að fara fín og hvað þá bjóða öðrum í sínu fínasta pússi uppí grútskítugan bílinn. Svo koma líka Kristinn og Alma á fimmtudaginn :) ´

Ég hef bílinn hennar Angi núna á meðan hún er í ameríkunni. En svo fer ég að fá minn eigin bíl. Það er hægt að leigja bíl í ár í gegnum félagið mitt en það verður að vera þjóðverji. Einn vinur minn ætlar að leigja hann og svo fæ ég hann. Það verður ljúft að hafa loksins bíl....

En lyfta í dag, stökkva á morgun í göddum, lyfta á mið og drilla á fim því á föstudaginn ætla ég að keppa!! Ætla að testa mig á 12 skrefunum og skemmta mér í leiðinni. Býst að sjálfsögðu ekki við neinum árangri. Hlakka rosa til :)
posted by Thorey @ 09:19   2 comments
föstudagur, mars 02, 2007
Helgin
EM í frjálsum fer fram um helgina eins og þið vitið vonandi öll :) Óðinn, Sveinn Elías og Kári Steinn kepptu í morgun og var ég bara nokkuð ánægð með ræsinguna þeirra á stórmóti. Nú er bara fyrir þá að setja þetta í reynslubankann og læra af mótinu.
Bjössinn er svo á morgun og verður gaman að fylgjast með því.

Stöngin verður að sjálsögðu þó ein skemmtilegasta greinin og er allt opið bæði hjá körlum og konum. Isinbayeva og Pyrek eru hvorugar með svo hverjar það verða sem fara á pallinn er óútséð. Held með henni Silke minni þar. Hún komst 18 ára gömul í úrslit á ÓL 04 og á heimsmet unglinga innanhúss 4,48. Tók það af Isinbayevu.
Hjá körlunum líta hlutirnir rosalega vel út hjá þjóðverjunum. Ég vil sjá Björn Otto í fyrsta, Danny Ecker í öðru og Tim í þriðja. Björn hefur aldrei verið í toppbaráttu en hann hefur alltaf verið hálf hræddur við að stökkva. Hann hefur gripið frekar lágt alltaf en verið þvílíkt góður að fara afturábak og grætt á því. Hann skipti um þjálfara fyrir 1.5 ári og er hann loksins að herðast drengurinn og er það svona líka að skila sér. Hann hækkaði gripið en sveiflan afturábak hefur haldist og er hann búinn að fara 5,90 í vetur. Frábært hjá honum. Danny er ný giftur og orðinn faðir. Hann var meiddur í öxl (fór í aðgerð 03) og er búinn að vera í meiðslabaksi síðan. Náði samt 5.sæti á ÓL 04. Tim er Tim... kreisí karakter og fíla ég hann misvel. Búið að vera nokkuð mikið um rifrildi milli hans og annarra stökkvara í Þýskalandi. Hann ákvað að hætta í Stabhochsprungsteam og flytja til Munchen. Hann er mikill reynslubolti og seiglan hans er virðingarverð. Átti í raun ekki að vera sendur því Fabian Schultz var búinn að stökkva 5,83 en Tim bara 5,75 í vetur. Hann náði þó 3.sætinu á þýska meistaramótinu og fékk hann því farmiðann.

Helgin er aftur á móti mjög róleg hjá mér. Ég horfi á mótið bara í sófanum í þetta sinn. Irina ætlar að kíkja í heimsókn til mín og svo er bara lærdómur og æfingar að sjálfsögðu á dagskránni.
posted by Thorey @ 15:35   2 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile