the
 
the
mánudagur, apríl 28, 2008
2. stökkæfing á 16 skrefum
Já skellti mér í fulla atrennu í dag en þó á flötum. Ætla nú ekki alveg að fara yfir um þótt ég sé mun betri í fótunum..
Gekk svona lala. Þetta var bara mjög týpísk önnur æfing þ.s atrennan er óörugg, stundum of nálægt og stundum of langt frá. Fýla mig þó vel og sterka sem er svosum ekki venjulegt fyrir aðra æfingu. Þannig að þetta var ekkert svo slæmt. Fór síðan í nudd á nýju vöðvahópana sem eiga að vera nuddaðir frá tilskipun læknisins og vá hvað ég var stíf þar! Var mjög ánægð að finna það því þá er eitthvað til að vinna í til að gera mig enn betri í skrokknum.

Er síðan bara búin að vera að skipuleggja mót og flug ofl í þeim dúr í dag. Er líklega komin á 2 mót hér í Þýskalandi sem Silke keppir á líka og þar af leiðandi verður Leszek þar einnig. Verð að reyna að elta þau sem mest.

Einnig er ég að reyna að sjóða saman dóti i heima ljósmyndastúdíó á netinu. Það er ekki hægt að kaupa tilbúinn pakka eins og heima svo ég verð að hafa mikið (allavega eitthvað) vit til að geta pantað þetta. Svo vitið þið bara að ég mun jú eiga þetta alla æfi og ef ykkur vantar myndatöku þá verður hægt að hóa í mig :)
posted by Thorey @ 14:40   2 comments
laugardagur, apríl 26, 2008
Læknir dagur 5 - lokadagur!
Síðasti dagurinn rann loks upp og gengu sprauturnar vel. Honum líst mun betur strax á hásinarnar og er ég einnig mun betri í bakinu. Svo tók læknirinn það fram að ég verði aldrei aftur ein... að ég muni fá tíma hjá honum hvenær sem ég þarf og vil. Hann verði alltaf til staðar til að hjálpa mér. Mætti halda að hann hafi lesið bloggið mitt :)

Ég verð að segja ykkur frá einu skondnu sem henti mig á fimmtudagskvöldið á leiðinni "heim" í U-lestinni. Ég sest og bíð eftir að mín lest komi en þá tylla sér tveir menn við hliðina á mér og fara að spjalla. Spurja mig hvaðan ég er og hvað ég sé að gera í Munchen. Lestin kom og þeir fara með. Einn var einu sinni mánuð á hálendi Íslands í tjaldi og hreifst af landinu (auðvitað). Svo kemur mitt stopp og þeir fara líka út þá. Fannst það nú einum of mikil tilviljun og þá viðurkenndu þeir að lestin hafi farið framhjá þeirra stoppistöð. Þeir hafi séð mig bíða eftir lestinni og URÐU bara að kynnast mér. Hrósuðu mér þvílíkt og buðu mér svo í drykk á einhverri knæpunni. Ég í íþróttagalla, með mjög þungan bakpoka og 2 verslunarpoka (já verslaði eftir að ég kvaddi ykkur síðast...) og alveg til í tuskið. NOT!!! (a la Borat) Þakkaði auðvitað bara pent fyrir mig og hjólaði í burtu.

Ég hef sjaldan verið jafn fegin að koma heim eins og í gær. Í Munchen var ég á ferðinni frá 8 eða 9 á morgnanna til 8 eða 9 á kvöldin. Svaf frekar illa allan tímann og fékk um 40 - 50 sprautur. Var því orðin vel þreytt í gær þegar ég kom heim eftir 6 tíma i lest. Fór bara beint upp í rúm og steinrotaðist. Ah eigið rúm er alltaf besti staðurinn!

Mér sýnist þetta allt hafa verið ómaksins og peninganna virði. Allavega get ég gengið um gólf án þess að líta út eins og níræð :)
posted by Thorey @ 08:37   2 comments
föstudagur, apríl 25, 2008


posted by Thorey @ 12:07   1 comments
fimmtudagur, apríl 24, 2008


posted by Thorey @ 14:38   1 comments
Læknir dagur 4
GLEÐILEGT SUMAR

Á æfingu í morgun hljóp ég 6 hraðaaukningar nánast verkjalaus! Oh ef þetta heldur svona áfram verður aftur gaman að æfa og keppa :) Hlakka svo til að geta æft á pyntinga...

Læknirinn var bara hress að venju. Eins og það er nú mikið að gera þá nær hann að halda ró sinni og gefur sér tíma fyrir alla. Enda langur biðtími en þess virði fyrir góða meðferð. Hann sprautaði aftur í kálfana og á morgun sprautar hann síðustu sprautunum í sinarnar og bakið. Fékk einnig vítamín high :)

Læknirinn er 65 ára gamall en lítur út fyrir að vera í mesta lagi 55 ára. Hann var nú held ég bara kominn á trúnó í dag þegar hann fór að tjá sig um hvað hann hefur verið heppinn í lífinu að starfa við það sem honum finnst skemmitlegast. Að hjálpa íþróttafólki og hitta íþróttafólk allsstaðar að úr heiminum. Stundum bíður hann til veislu fyrir sjúklingana sína og einu sinni voru íþróttamenn hjá honum frá 15 mismunandi þjóðernum. Svo líkar honum best við frjálsíþróttafólk því það heldur sér á jörðinni á meðan flestir fótboltamenn eru mjög hrokafullir. "Það eru peningarnir", segir hann. Og já ég er sammála honum.

Svo kjaftaði hann því í mig að ameríska stelpan í stönginni, Jennifer Stuczynky, hafi verið hjá honum. Við stangarstökkvarar þjáumst víst flest af því sama (af þeim sem þjást af einhverju) en ég veit að Anna Rogowska og Tim Lobinger voru einnig með þetta sama. Svo bætti hann við "Alveg róleg, þú verður eins og ný!"

Með þessum orðum fór ég sátt útí ösina í miðbæ Munchenar. Ég er búin að eyða um 35 stundum hér í miðbænum og þekki mig orðið því nokkuð vel. Hvar hvaða kaffihús er eða hvaða búð. Hef rölt inn og út um gluggann en ekki keypt einn einasta hlut. Er bara ekki í neinu verslunarstuði... En ekki sést til sólar í dag eins og spáð var heldur er hér enn einn rigningardagurinn.

En jæja, kveð hér Starbucks í bili og skelli mér í nokkra röntgengeisla.
posted by Thorey @ 14:11   3 comments
miðvikudagur, apríl 23, 2008
Læknir dagur 3
Jæja svaf þvílíkt vel í nótt enda rotuð eftir daginn. Byrjaði daginn í dag með æfingu kl 8:30. Mjög hressandi að komast aðeins á æfingu og ég skokkaði meira að segja nokkra hringi nánast verkjalaus í sinunum. Stíf þó í kálfunum eftir sprauturnar en það er alveg eðlilegt. Gat svo lyft án nokkurra fótavandamála :) Af æfingu fór ég í þessa Diagnostik klinik og lét taka mynd af bakinu á mér. Ég er nú hvorki meira né minna með 2 brjósklos! Ekki samt fá sjokk því hvorugt tilfellið er slæmt en þó nóg til að pirra mig. Hann segist geta lagað eitthvað með sprautum og fékk ég slatta af þeim í dag. Ég tek aftur fram að hann notar BARA náttúruleg efni, notar ALDREI Cortison og er harðlega á móti því. Ég fæ Actovegin (sem er kálfablóð - mínus rauðblóðkorn ofl), Traumell (sem er maurasýra) og Diskuskomposer sem er eitthvað efni sem þurrkar upp eitthvað og bla bla man ekki alveg. Allavega hljómaði þetta allt mjög traustvekjandi. Einnig fékk ég minn skammt í sinarnar. Ég vildi svo óska að íslensku læknarnar færu að opna augun fyrir öðru en Cortisoni. Heima er það eina efnið sem er sprautað.
Einnig fékk ég svo öll vítamínin í æð.
Síðast á læknadagsskránni var það röntgengeislameðferðin og svo skellti ég mér í smá dekur á naglastofu og snyrtistofu... :)

Sit núna á Starbucks en Katha, stelpan sem ég gisti hjá, er ekki með nógu gott net. Dettur sjálf alltaf offline og ég kemst ekki online í tölvunni minni. Eyði því mörgum tímum á kaffihúsi þessa dagana. Finnst það ekki leiðinlegt.

Veðrið hér í Munchen hefur ekki verið neitt spes. Skýjað og gengið á með rigningu en á morgun líta bjartari dagar við með sól og um 15-16 stiga hita :)
posted by Thorey @ 16:59   1 comments
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Laeknir dagur 2
Eg gisti herna i Munchen hja stelpu sem aefdi einu sinni i Levekusen nema hvad hun er bara med eitt rum. Eg sef thar med uppi hja henni.. Eg er nu ekki alveg ad fyla thad og svaf nanast ekkert i nott. En ju, loksins kom dagur og eg byrjadi a ad fara i röntgen geislamedferd. Tha er beindur röntgengeisli a sitthvora sinina i 1,5 min. Thadan for eg svo beint til laeknisins en thad tyddi to ekki thad ad eg vaeri ad fara ad komast ad eitthvad bradlega. 12.20 var timinn minn og eg komst ad kl 17.20! Fekk fullt ad sprautum i kalfana en hann segir mig med kroniskan stifleika i utanverdum stora kalfavodvanum (man ekki hvad hann heitir...). Thad er eitthvad sem kemur vegna thess sem er ad i bakinu og veldur sidan hasinaverknum. Fer i fyrramalid i segulomun a stofu sem serhaefir sig i ad diagnosta (algjörlega stolid ur mer retta ordid) sjuklinga. Verdur ahugavert ad heyra hvad their segja um bakid sem hefur verid ad hrja mig i ein 17ar.

Jaeja aetla ad taka thvi rolega herna i kvold og vona ad eg sofi eitthvad i nott.
posted by Thorey @ 18:01   1 comments
A tysku delikatess husi

Lèt to schnitzelid eiga sig en hlakka til eplakökunnar med vanillusosunni..
posted by Thorey @ 12:17   0 comments
mánudagur, apríl 21, 2008
Úff hvar á ég að byrja...
Jú ég fór til Munchen í dag. Lagði af stað kl 09 og var komin í miðbæ Munchenar um kl 14. Bögglaðist þá með töskuna af lestarstöðinni og til læknisins. Þar var mér tilkynnt að biðtíminn væri það mikill að ég ætti bara að fara aftur og koma kl 16:30. Ég gerði það og þá hófst þvílíka biðin. Fékk þó röntgen á baki (já bakið!) og ómskoðun á sinarnar frá aðstoðarfólki læknisins. Kl um 19:45 er loksins komið af mér og það lá við að ég væri með upplitunarhjartslátt. Á meðan ég beið heyrði ég nefninlega alltaf símann hringja og einu sinni var það sjálfur Frans Beckenbauer sem var á línunni. Þetta er semsagt læknir Bayern Munchen fótboltaliðsins.
Allavega, læknirinn beit ekki og mér leist bara nokkuð vel á hann við fyrstu sýn. Virðist ekki bara vera frægur af því hann var heppinn heldur frægur því hann er góður. Hann skoðaði mig alla og vel alla vöðva í fótunum á mér. Fannst ég stíf á stöðum sem sjúkraþjálfarar hafa ekki látið sér dreyma um að nudda og vill láta taka segulómunarmynd af bakinu. Hann heldur að þaðan má þetta vesen allt rekja. Ég fékk síðan sprautur í sitthvora sinina og um 12-13 sprautur í bakið. Þá tók við vítamínsprautun en ég fékk zink, c vítamín, b12 vítamín og magnesíum. Eins skrítnasta tilfinning sem ég hef upplifað þegar magnesíuminu var sprautað í mig. Hjúkkan tilkynnti mér það að mér mundi hitna í líkamanum við hana og ég bara já já ekkert mál. En þá kom kikkið! Ég gjörsamlega LOGAÐI! Og það í ÖLLUM líkamanum. Ég hreinlega hélt að ég hefði pissað á mig vegna hitans í klofinu... Við sprungum svo úr hlátri þegar ég þurfti að tékka á því. En auðvitað var það nú ekki. Mjög furðuleg upplifun. Eftir þetta alltsaman fékk ég svo bindi utan um sinarnar með tjöru smyrsli í. Já tjöru eða malbiki. Ammoniumeitthvaðsulfat hét það allavega. Á að virka mjög bólgueyðandi.

Semsagt niðurstaða læknisins var:
Hullan um sinarnar mjög þröng og því nær sinin ekki að fljóta þar eins og hún á að gera. Einnig voru staðbundnar bólgur í þeirri vinstri og sú hægri var í verri bólgufasa en sú vinstri. Aðeins þykk. Bakið vill hann skoða betur eins og ég sagði og verður það gert við fyrsta tækifæri. Einnig fæ ég á morgun röntgengeislun beint á sinarnar. (Hef heyrt að konur eigi ekki að fara i þessa meðferð vegna hættu á að líkur á barnseignum minnki en hjúkkurnar þarna sögðust passa vel upp á að geislarnir fari ekkert annað en þangað sem þeir eiga að fara.) Einnig á ég að hitta lækninn á hverjum degi sem ég er hérna.

Með honum vinnur sjúkraþjálfari og kíróprakter. Finnst ég loksins komin á stað sem líkaminn er meðhöndlaður frá öllum áttum og sjónarhornum. Allsstaðar hefur verið einblínt á sinarnar en ekki horft á líkamann sem heild.
posted by Thorey @ 19:26   1 comments


posted by Thorey @ 13:44   0 comments
laugardagur, apríl 19, 2008
1. æfing á 16 skrefum
Ég stökk í fyrsta sinn í 8 mánuði á fullri atrennu í dag. Var reyndar bara í flötu skónum, eins og vanalega, en gekk það samt bara fínt. Fyrsta æfingin er alltaf eitthvað sem þarf að sigrast á því manni finnst atrennan endalaust löng (...35m...). Maður þarf að þora að skella stönginni í stokkinn. Ég var bara á mjúkri stöng og með gúmmisnúru fyrir rá. Það er mikill léttir skal ég segja ykkur að vera búin að ljúka þessu skrefi af.

Ég fékk smá boost í morgun þegar ég opnaði pósthólfið mitt og sá að ég var komin inn á Super Grand Prix mót í Doha þann 9.maí. Vésteinn, umboðsmaður minn, sendi mér tilkynninguna og ég varð auðvitað hoppandi kát yfir að vera komin inn á alvöru mót á ný. Nú verð ég bara að spíta í lófana, bíta á jaxlinn og stökkva síðan vel þarna til að koma mér í gang fyrir sumarið. Einnig verður þessi Dr. Müller Wohlfart, margumtalaði, að lækna mig!

Þvílíkur léttir yfir mér allri í dag. Ég held ég taki meira að segja bara til :) Ef ég er döpur þá er drasl hjá mér og ef ég er kát þá er hreint... Óreiðan inní mér sést semsagt alltaf utan á mér.
posted by Thorey @ 12:32   4 comments
föstudagur, apríl 18, 2008
Nýr dagur, ný byrjun
Ég er vel fegin að dagurinn í gær er liðinn. Það hreinlega sprakk á dekkinu og varadekkinu á sama tíma. Fannst ég bara allt í einu svo ein að ströggla með þessar hásinar og einnig svekkt að vera heilbrigð manneskja að berjast fyrir heilsunni.. Finnst það hálf tinlgangslaust og það fer mikil orka í það. Hvað þá þegar þetta er ár eftir ár. Ég vil helst eiga þessa orku í baráttu seinna meir á lífsleiðinni ef eitthvað virkilega bjátar á þá. En jú ælti ég haldi ekki bara áfram að taka einn dag fyrir í einu og hugsa "á morgun verð ég betri". Dríf mig svo til læknisins í Munchen á mánudaginn og vona það besta. Allavega er hann mjög dýr, meðferðin verður um 150.000kr, svo hann hlýtur að geta eitthvað.

Önnur ástæða fyrir þessu öllu saman hjá mér núna er að í æfingabúðunum var jú auðvelt að geta gleymt raunveruleikanum með fullt af fólki í kringum sig og með Gumma hjá mér en núna er ég ein allar stundir með hugsunum mínum svo það er auðveldara að verða dapur. Talandi um æfingabúðirnar þá get ég sagt ykkur týpíska aukahlutasögu af mér. Það fer sjúkraþjálfari með hópnum sem er borgaður af liðinu mínu. Nema, ég fæ tvær meðferðir á tveimur vikum. Hann sagði annars alltaf við mig að þessi og hinn væri meiddur og þyrfti meðferð og hann hefði ekki tíma fyrir mig. Og ég sem varla gat skokkað! Varð bara pirruð og mjög þreytt á að geta ekki verið metin jafn mikilvæg og hinir.

En jæja nóg af klagi og væli :)

Í dag er það lyftingar á efri líkama og fimleikaþrek svo er það stökkæfing á morgun. Læt ykkur vita hvernig það fer.

Eigið góðan dag og takk aftur fyrir kommentin hér að neðan.
posted by Thorey @ 07:29   4 comments
fimmtudagur, apríl 17, 2008
Fótanudd
Ég keyrði á þriðjudagskvöldið í 2 tíma til foreldra Richi og Silke Spiegelburg og gisti þar um nóttina. Ég ákvað að fara kvöldið áður því tíminn hjá fótanuddaranum var kl 09 og að keyra á hraðbrautum Þýskalands í gegnum iðnaðarborgirnar gengur engan veginn á þessum tíma dags. Fótanuddarinn var fínn, hann allavega sagði eitthvað nýtt. Hann segir þetta allt koma úr bakinu. Nuddaði punkta í fætinum sem tengjast bakinu og vá hvað það var vont! Var um 25 min hjá honum og keyrði svo aftur heim í 2 tíma.

Næst á furðulegu dagsskránni er það læknisheimsókn til München (600km í burtu frá Leverkusen!) og ég verð þar alla vikuna. Læknirinn vill hitta mig líklega 3x og ég gisti hjá einni stelpu sem æfði einu sinni hérna í Leverkusen.

Og ég segi bara, úff hvað maður leggur á sig fyrir þessar fætur. Satt að segja efast ég stundum um hvort þetta sé þess virði, hvort ég ætti ekki bara að pakka saman og gleyma þessu öllu saman. Svo skil ég í rauninni ekki að ég skuli ekki bara vera búin að því. Hvað heldur mér gangandi?
Jú í fyrsta lagi trúin á sjálfa mig og sú vitund að ég get stokkið hærra en nokkru sinni. Í öðru lagi hugsunin um hvað það er gaman að vera heil og keppa og brosa af gleði yfir árangri. Í þriðja lagi þrjóskan. Ég hef hugsað síðan ég var í fimleikum að ég myndi aldrei hætta vegna meiðsla heldur af sjálfsdáðum.

Mig langar samt mikið til að gefa þrjóskuna eftir akkúrat núna.

Ég hef talið mér það að blogga ekki þegar ég er neikvæð en jú dagarnir eru auðvitað upp og niður hjá mér eins og mörgum öðrum í þessum heimi. Skapið mitt fer eftir verkjum í líkamanum. Ef ég er mjúk og hásinarnar betri er stutt í brosið en þá daga sem þær eru verri langar mig helst ekkert fram úr rúminu. Vinnan mín er jú líkaminn og þegar hann fer ekki í gang er lítið hægt að gera. Ég hef reyndar verið betri síðustu daga og er því ástandið allt með betra móti. Ég ætla samt að gefa ykkur smá innsýn inní hvernig þetta er allt hérna hjá mér í Leverkusen.

Ég bý ein (af eigin ósk) og æfi að lang mestu ein. Ég geri mitt eigið prógramm því ég get ekki fylgt prógrammi frá þjálfaranum vegna meiðslanna. Ég er súkkulaðikleina hérna af því að ég er ekki þýsk. Ég er því alltaf neðst í goggunarröðinni sem þýðir einfaldlega það að ég skipti hérna engan máli. Ég valdi sjálf að flytja hingað og æfa og tel ég það hafa verið rétta ákvörðun. Aðstaðan er meiriháttar og Leszek hentar mér einfaldlega vel sem tækniþjálfari. Héðan er líka auðvelt að fara á mót þ.e þegar ástandið er það gott að ég geti keppt.

Það sem ég er að reyna að koma að með þessum orðum er að mig vantar móralskan stuðning að heiman. Hvar er fólkið sem á að peppa mann upp? Hverjir flokkast undir þann hóp? Ég spyr því ég satt að segja veit ekki svarið. Ég er í einstaklingsíþróttagrein og þýðir það að peppið eigi að koma bara frá fjölskyldu og nokkrum góðum vinum (takk þið góða fólk)? Það vantar svo þetta mannlega inní þetta allt. Það að fá klapp á bakið þegar illa gengur er alveg jafn nauðsynlegt (eða mikilvægara!) og þegar vel gengur.

En jæja, það var kannski bara kominn tími til að ég kvarti aðeins.
posted by Thorey @ 07:12   8 comments
mánudagur, apríl 14, 2008
Kúvending á degi!
Þegar ég vaknaði í morgun var ég að fara að láta taka úr mér tvo endajaxla og láta gera við eina skemmda tönn.
Ég átti fyrst skoðunartíma hjá endajaxlasérfræðingnum. Hann sagði mér að jaxlarnir í efri gómi litu vel út (lét taka úr neðri gómi í fyrra) og þeir gætu ekki verið að valda neinum verkjum í hásinunum eins og sjúkraþjálfari hérna er að halda fram. Niðurstaðan var samt sú að taka þá bara til að vera viss og til að vera laus við þá en þó seinna í dag, eftir að væri búið að gera við eina tönn. Ok ég fer til venjulega tannlæknisins, hann lítur uppí mig og segir bara að það sé engin skemmd tönn þarna og ég væri með alveg þvílíkt flottar tennur. Spurði mig svo við hvað ég væri að vinna. Ég sagðist bara vera íþróttakona. Hann kinkar kolli og segist sjá það á tönnunum. Það sést víst á tönnunum við hvað fólk vinnur því það borðar eftir því (smá mont..). En jæja, Þá bættist þriðji tannlæknirinn við og við ræddum endajaxlana enn á ný. Sá sagði mér að láta alls ekki taka þá, allt liti mjög vel út og þetta svæði væri akupunktur punktur og ætti því ekki hreyfa við einhverju af óþarfa. Svo kíkti þessi tiltekni tannlæknir á lappalengdina á mér og sagði aðra vera lengri (sem er jú rétt). Þá tók hann sig til og beygði mig og teygði, mældi svo aftur og þá voru þeir jafnir... Svo kenndi hann mér æfingar til að halda þeim jafn löngum. Og já ég er enn að tala um tannlækninn!
Niðurstaðan varð semsagt, engin skemmd tönn, ég fæ að halda endajöxlunum og slepp við óþarfa verki og eymsli í munninum (var reyndar búin að undirbúa mig með alveg þvílkri eplapönnuköku með kanil og sykri í hádeginu í dag..).

Dagurinn semsagt búinn að vera allur hinn besti og í þokkabót eru sinarnar mun skárri í dag. Svo furðulegt hvernig þetta virkar. Stundum alveg að kálast og stundum í lagi. Næst á furðulegu dagskránni er fótanuddsérfræðingur (2 tímar að keyra aðra leið!) sem nuddar iljarnar til að tékka hvort eitthvað sé í ólagi í líkamanum. Sá hinn sami bjargaði einum manni frá dauða einu sinni. Þessi maður var með sýkingu í líkamanum en læknarnir fundu ekki hvaðan hún kom. Hann átti bara nokkra daga eftir ólifaða þegar hann fer til nuddarans og hann finnur að það er eitthvað í ólagí í munninum. Maðurinn fer til tannlæknis og þá finnst tönn í ólagi og þegar þeir fjarlægðu hana lá við að liði yfir fólkið þarna af stybbu og ógeði sem vall uppúr holunni. Manninum var bjargað.

Jæja ætla að fara að taka til og halda uppá munninn minn með einhverju gómsætu :)
posted by Thorey @ 14:50   2 comments
föstudagur, apríl 11, 2008
RSA
Af thorey.net:

Þá er þessi æfingabúðatörn á enda og þótt það sé gott að vera í sólinni þá er líka alltaf gott að koma "heim".Æfingabúðatörnin byjaði á Tenerife. Þar var ég með Gumma og Fjörmenningum i 10 daga. Síðan fórum við Gummi með mínum hóp héðan frá Leverkusen til Suður Afríku í 2 vikur. Fyrri vikan var sól og steikjandi hiti uppá hvern einasta dag, þá rigndi einn dag og svo var sól og miðlungs steik afganginn af tímanum.

Æfingar gengu alveg ágætlega. Ég reyndi að spara lappirnar aðeins fyrri vikuna í hlaupum en þ.s það virtist ekki vera að virka fór ég að negla á það og stökk jafnvel tvisvar sinnum. Það er einmitt það ótrúlega með þetta hásinavandamál mitt að þótt ég hvíli stöngina í 2 mánuði er nánast eins og ég taki hana upp aftur þar sem frá var horfið. Þar held ég að lyftingarnar (tók 75kg 3x í klíni frá gólfi og frá hnjám, einnig 50kg 2x í snörun sem er allt PB. Fer að maxa núna og fækka þá endurtekningunum) skipti miklu máli. Ég hef lyft mikið og styrkst og er styrkur lykillinn hjá mér til að geta hlaupið. Ég er einhvern veginn þannig gerð að ef ég missi úr smá lyftingar eru lappirnar orðnar að ekki neinu og þær gutlast þá útum allt í hlaupinu. En ég finn mig sterka í atrennunni núna þrátt fyrir engin hlaup allan þennan tíma. Planið er semsagt núna að æfa á þetta og leita að fleiri lausnum meðfram því. Kannt þú kannski hókus pókus?

Ég reyndi að nýta sundlaugina (líklega bara kalt vatn notað - fólk er að synda í blautbúningum!) eitthvað og gekk það vel í hitanum fyrri vikuna. Kaldasta daginn, en þá voru bara 20°, hélt ég að ég væri orðinn svo mikill jaxl að ég gæti alveg synt þá líka. Synti jú 1000m skrið án þess að stoppa en kólnaði með hverri ferð. Þegar ég kláraði var ég komin með hroðalegan kuldahausverk og illt í eyrun. Ekki lagaðist það þegar ég fór uppúr því þá tók við skjálfti í klukkutíma með miðstöðina í botni í bílnum. Ég hlýt að hafa ofkælst, ég sver allavega að mér hefur aldrei orðið jafn kalt á æfinni. Ég lét þetta gott heita af sundferðum.

Tíminn sem við áttum utan æfinga var nýttur í botn. Hann fór í góða leti, hrikalega góðan mat (besta sushi í heimi finnst hér) og einu sinni fórum við Gummi útfyrir hinn heðbundna veg (keyra frá hóteli - kaupa í matinn - æfing) og fórum að Waterfront þ.s við hlustuðum á tónlist en útum allt voru tónlistarmenn með allskonar hljóðfæri eða sína eigin rödd og danskúnstir. Við enduðum á jazzbar sem var með ágætu live bandi en ekkert meira en það. Við vorum nú bara fegin að skríða aftur undir sæng eftir afrakstur dagsins.

Ferðin var í heild frábær þótt hásinaruglið hafi skyggt töluvert á. Þetta var mín fimmta Suður Afríku ferð og mjög líklega sú síðasta. Ég væri nú reyndar alveg til í að fjárfesta í eitt stykki húsi þarna og búa þarna part úr ári. Stellenbosch og umhverfið þar í kring er einfaldlega einn af fallegustu stöðum sem ég hef komið á.

Ég tók í þetta skiptið ekki mikið af myndum. Ég fékk myndirnar hans Leszeks og jú svo tók ég eitthvað líka sjálf. Þið getið skoðað þær hér.
posted by Thorey @ 22:03   3 comments
miðvikudagur, apríl 09, 2008
Styttist í heimferð og blogg
Bara rétt að láta vita af mér svo þið gleymið mér ekki..
Tíminn hér í Suður Afríku er á enda og bara ein æfing eftir. Stökk í morgun á 12 skrefum og gekk það bara fínt, stefni á að fara helst næst í 16 skrefin og venja mig á að stökkva bara á þeim. Sinarnar eru vægast sagt slæmar en með því að bíta á jaxlinn kemst ég í gegnum æfingarnar. Kem með myndir og ferðasögu vonandi á föstudaginn en allan morgundaginn verðum við á ferðalagi. Vöknum kl 03 förum í loftið kl 06 og lendum í Düsseldorf kl 20! Úff..
Hef ekkert bloggað hér þ.s við erum ekki með net á hótelinu og það er of orkufrekt að vera að leita að neti þegar maður vill helst liggja í afslöppun uppí rúmi á milli æfinga.
posted by Thorey @ 13:05   0 comments
mánudagur, apríl 07, 2008


posted by Thorey @ 09:22   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile