the
 
the
sunnudagur, ágúst 03, 2008
Smá laumuskot
Langar bara að deila því með ykkur örstutt að stökkæfingin í dag gekk loksins VEL. Ég stökk á 12 skrefum í gaddaskokkskónum mínum og fór 4,30. Hæsta sem ég hef farið á æfingu í 3 ár held ég... og það á stuttri atrennu. Þetta staðfestir tilfinninguna mína um að formið sé loksins að detta inn og hver veit nema ég nái að toppa mót síðustu 3ja ára í Pekíng.
posted by Thorey @ 16:53  

13 Comments:

At 8:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt! Frábært að heyra!

 
At 10:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin til Peking.Og þú blómstrar þar.Kveðja

 
At 11:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilegar hamingjuóskir með að hafa farið yfir þessa hæð Þórey - hlakka svakalega til að fylgjast með þér keppa og sjá þig gera okkur íslendinga stolt :D og endilega láttu okkur vita þegar þú veist hvaða dag þú keppir og klukkan hvað :D
keppniskveðjur þórdís

 
At 3:28 f.h., Blogger Unknown said...

Glæsilegt Þórey! Engin spurning að þetta smellur í Peking! Sé þig í Japan skvís!

 
At 9:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

FRÁBÆRT...

Ohhh Þórey ég er svo spennt að sjá þig gera gott í Peking!

Love you girrrrllll

 
At 10:54 f.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Ég er nákvæmlega ekkert hissa á þessum fréttum. Er búin að hafa það á tilfinningunni lengi að þessir Ólympíuleikar verði þínir og að allt sem er búið að vera að hrjá þig smelli saman á réttum tíma!
Hlakka mikið til að horfa á þig og verð að tapa mér úr stolti!

Upp með þig! ;)

 
At 10:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kúl maður :) Snilld að heyra þetta. Gangi þér allt í haginn og bið að heilsa Gumma.
Kv. Helga Margrét

 
At 11:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

FRÁBÆRT!!!!

 
At 6:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

gangi þér rosalega vel úti í Peking. Njóttu þess að upplifa þennan draum og veit að þú átt eftir að standa þig eins og hetja.

Litla prinsessan mín (sem er víst frænka þín) sendir líka stuðningskveðjur..

kveðja úr grindavíkinni
tóta, orri og litla prinsessan

 
At 6:38 f.h., Blogger Thorey said...

Þakka ykkur kærlega fyrir kveðjurnar. Ég mun gera mitt allra besta og ég veit að ég mun skemmta mér inná vellinum. Hlakka orðið til að stökkva.

Gaman að heyra með prinsessuna Tóta. Innilega til hamingju með hana.

 
At 4:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta verður flott í Peking, toppurinn á sumrinu og jafnvel toppurinn á ferlinum. Sjáum þig þarna úti og við öskrum hátt.

Bjössi og Gunnhildur

 
At 10:20 e.h., Blogger Elísabet Birgisdóttir said...

Glæsilegt Þórey mín. Við hugsum sko til þín héðan frá Ástralíu....gott líka að vita af þér aðeins nær manni en aðrir, hehe:) Við munum sko fylgjast með og ég veit að þú átt eftir að standa þig og við verðum alltaf stolt af þér:)

Knús frá Ástralíu og baráttukveðjur
Elísabet, Himmi og Tómas

 
At 11:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér ofsalega vel Þórey. Þú stendur þig alltaf vel. Er voða spennt að fylgjast með þér.
Kveðja Sólveig og co

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile