the
 
the
fimmtudagur, október 30, 2003
Æ hvað það er gott að koma heim...
skyr
vatn
rás 2
esjan
familían
félagar

Þýskaland hefur sína kosti líka:
æfingar
mozzarella ostur
tómatar
brauð
nutella
eplakaka
Köln

Ég er búin að vera heima í nokkra daga núna og hef haft það of gott. Vikan er búin að fara í sjúkraþjálfun og VISA. Ég er ný komin á samning hjá Visa ásamt handboltaliðinu og Erni sundkappa. Þetta kallast Team Visa og nær til 11 evrópulanda og 60 íþróttamanna. Þeir sem eru hluti af þessu dæmi eru íþróttamenn sem hafa ekki unnið til verðlauna á Ólympíuleikum en bundnar eru vonir við í Athens. Ekki leiðinlegt að vera einn af þeim :)

Síðustu helgi eyddi ég í Grikklandi. Ég fór á fund evrópsku íþróttamannanefndarinnar í Rethymno á Krít. Ég var mætt á föstudegi, eyddi laugardeginum á ströndinni og fór í 5 rétta snobb-matarboð um kvöldið. Sunnudagurinn fór svo í 5 tíma góðan fund. Í þetta skipti voru 5 af 6 íþróttamönnum viðstaddir sem er aðeins betri mæting en síðast. Rædd voru ýmis mál og það virðist vera að við getum komið að góðum notum. Þetta er rosalega skemmtilegt og er ég farin að hlakka til "vinnunnar" í sambandi við þetta.

Hvolparnir hennar Stássu eru orðnir algjörir grallarar. Maður getur eytt allt of miklum tíma ofan í hundakassanum..... þeir eru hrikalega krúttlegir!!
posted by Thorey @ 12:14   0 comments
þriðjudagur, október 21, 2003
Jibbíi ég er komin með netið.
Helgin var ágæt. Ég og Richi skelltum okkur í heimsókn til foreldra hans en þau búa í um tveggja tíma akstri héðan. Við vorum komin á laugardagskvöld og fórum seint á sunnudagskvöldi. Það var ekkert annað gert en að borða og slappa af. Þau búa í risastóru húsi sem er svona eins og hlaða í laginu. Stór hurð á endagafli og tveggja hæða. Önnur hæðin er ris með svenherbergjum og neðri hæðin stór stofa og eldhús. Svo eru tvö önnur lítil hús, eitt með bjórkút og bar og annað með vinnuherbergi, gestaherbergi og saunu. Þetta slott er 3km frá smábæ og því er algjör sveitasæla þarna.

Mér finnst eitt hérna frekar fyndið. Eins og þetta eru góðir íþróttamenn, með góða þjálfara og sjúkraþjálfara þá geta þeir verið svo vitlausir stundum í einföldustu hlutum í sambandi við sportið. T.d ákvað Richi allt í einu að nota bara eitt innlegg í skóinn af því að einu sinni var hann greindur með 3mm mun á fótunum. Þetta eru smíðuð innlegg og því ágætlega massív. Hann mætti á æfingu einn daginn hálf haltur útaf innlegginu í öðrum skónum... svo heyrðist alltaf svona tíst í skónum þegar hann steig í fótinn. Vitiði, ég grenjaði úr hlátri!!!!
Svo er ég stundum með fæðubótarefni sem ég drekk eftir æfingu. Próteindrykki og vítamín og svoleiðis. Ég fæ alltaf comment um að ég sé nú að dæla í mig dópi. Ég sé aldrei neinn með fæðubótarefni, er þetta sér íslenskt?
posted by Thorey @ 20:28   0 comments
fimmtudagur, október 16, 2003
Sael og blessud.
Rosalega er madur lamadur an internetsins. Eg er ad reyna ad bjarga thessu internetleysi en eg aetla ad reyna ad fa ser linu inn i husid thar sem eg by.

Eg for og skodadi ibud i morgun sem mer leist ansi vel a. Eg fengi hana i januar sem myndi passa mer mjog vel thar sem eg er tha ad koma fra Sudur Afriku. Thad er miklu odyrara ad gista hja thessum hjonum og vaeri thvi peningasoun ad fara ad leigja nuna og svo staedi hun aud i ruman manud. Mer likar lika alveg agaetlega vid thessi hjon en eg held ad eg se dottirin sem thau aldrei eignudust.... hehe. Allavega er konan serstaklega anaegd ad hafa mig en hun sagdi i gaer ad stundum vaei hun dalitid einmanna eftir ad mamma hennar do. Svo finnst henni frabaert ad hafa stelpu i husinu en thau eiga tvo syni sem fluttu ad heiman fyrir 7 arum. Eg saud mer egg ofan a braud um daginn og Gudrun rak upp stor augu og sagdi ad eg vaeri alveg rosalega sjalfstaed.... Madur tharf ekki ad reyna mikid a sig til ad ganga i augun a henni. Svo erum alveg hrikalega hissa a thvi ad eg thvoi thvottinn minn sjalf... Eg er stundum vid thad ad minna hana a thad ad eg er 26 ara gomul, ekki 19 eins og hun helt!!! Agaett ad vera sma barnalegur i utliti.. er thaggi???

Helgin leid hratt og bara aftur komin helgi. A laugardaginn hittust allir stangarstokkvararnir, thjalfarar og born a veitingastad thar sem vid horfdum a landsleikinn. Eurosport var tharna med myndavel thvi thad er verid ad gera thatt um Tim Lobinger.. "The road to Athens 2004" Thetta er thattur sem er einu sinni i viku og verdur fylgst med honum af og til. Einnig er fylgst med fleiri ithrottamonnum um allan heim. Sidastlidid thridjudagskvold var thetta svo synt en thid sem erud med Eurosport hefdud att ad geta sed thetta. Thad er ekki a hverjum degi sem manni sest bregda fyrir a Eurosport, allt i lagi ad vera pinu montinn......

Kikti lika i bio. Sa The Pirates of the Caribbean og maeli eg eindregid med henni. Johnny Depp fer gjorsamlega a kostum.

Aefing eftir korter,
Thorey
posted by Thorey @ 13:44   1 comments
föstudagur, október 10, 2003
Stassa, ein tikin theirra mommu og pabba var ad eignast 5 hvolpa i gaer. Hun fekk 3 hunda og 2 tikur. Thetta gekk bara eins og i sogu en reyndar var Kria vist eitthvad brjalud og vildi bara eiga hvolpana. Ef thid erud ad spa i ad fa ykkur hund tha maeli eg ad sjalfsogdu med einum saetum islenskum hvolpi.....

Silja Hrund og Kristjan voru ad kaupa ser ibud i Gardastraeti og vil eg bara oska theim innilega til hamingju med slottid. Eg kiki i caffe mocha sem fyrst!!

Aetla nu ad fara "heim" og elda susaetan kjukling handa gomlu hjonunum. Konan, Gudrun, er reyndar med meditation namskeid i kvold og eg verd ad hafa mjog haegt um mig. Eg veit nu varla hvad thetta fyrirbaeri er, en hun baud mer ad vera med sem eg afthakkadi bara pent. Kannski eg profi seinna. Hun er vist med thetta a hverjum fostudegi.
posted by Thorey @ 17:03   1 comments
miðvikudagur, október 08, 2003
Tha er eg flutt til hjona sem hafa gert dalitid af thvi ad taka inn folk af gotunni... Thetta er mjog fint. Eg er med herbergi a efstu haedinni og er alveg ser thar. Eldhusid nota eg samt med theim. Thau eru mjog almennileg og tala baedi ensku, otrulegt en satt ja. Eg er reyndar byrjud ad lesa i "Thyska fyrir thig" en eg veit ad thetta er uppahaldsbok margra ur menntaskolanum. Eg tok reyndar fronsku og kann thvi ekki staf i thyksunni. I gaer laerdi eg reyndar mjog gagnlegt ord: Kukuksuhr.

Aefingarnar sem vid erum latin taka eru alveg otrulega godar. Thad er annar thjalfari, Thomas, sem ser um uppbyggingar programmid en Leszek ser um taeknina. Thomas segir ad eg thurfi as styrkja a mer afturendann...... rassinn og haminn, en eins og thid vitid tha er thessu hluti ekkert alltof massivur......

Maturinn kallar (aeft tvisvar a dag naestum alla daga vikunnar og thvi mikid bordad)
posted by Thorey @ 12:46   0 comments
sunnudagur, október 05, 2003
Best ad koma einhverju i verk i dag. Eg maetti til Thyskalands a midvikudag og byrjadi ad aefa strax a fimmtudeginum. Eg helt ad eg aetti ekki ad byrja fyrr en a morgun en jaeja thad var nu svosum kominn timi til ad hreyfa a ser rasskinnarnar. En eftir ad eg byrjadi ad aefa hef eg bara ekki getad hreyft legg ne lid fyrir hardsperrum. Ekki eru thaer neitt as skana, en eg verd ad vidurkenna ad thad er storkostleg tilfynning ad geta ekki risid upp ur ruminu fyrir hardsperrum..... a fridegi.
Eg orkadi thad tho i fyrradag ad fa mer thyskt gemsanumer og nyjan gemsa, thannig ad eg er med baedi numerin i gangi til ad byrja med.
Ibudareftirlysingin heldur afram en eg er ekki enn komin med ibud. Eg fae liklega ad gista hja foreldrum eins thjalfarans thar til eg finn ibud en eg flyt thangad liklega a morgun.

Eg hef verid ad velta thvi fyrir mer hversu mikid eg eigi ad reyna ad fitta mikid inn i samfelagid herna. A eg ad fara ad haga mer a annan hatt en eg geri og breyta minum stil eda a eg ad vera bara eg? Hvorutveggja hefur galla og kosti. Ef eg fer ad fitta inn tha filar umhverfid mig betur og eg verd ekki sifellt ad verja mig gagnvart kritik en tha er eg lika ad missa hluta af sjalfstaedi minu og hluta af thvi sem einkennir mig. Eg lendi i thessu med Richi a hverjum degi. I gaer forum vid i Wallmart beint eftir aefingu. Thegar hann ser hvada sko eg aetla i segir hann" Eg vona ad thu aetlir nu ekki i thessu i Wallmart" Eg var bara eitt stort "HA?" Tha voru skornir alltof mikid social...... their voru of gipsi legir, eins og eg vaeri eitthvad fataek...... Thetta eru svona pasteliu sandalar sem allar stelpur a Islandi voru i, i sumar. Eg aetladi ad skella mer i tha vid ithrottagalla til ad fara i matvorubud!!!! "Folk mun horfa a thig"....... audvitad for eg bara i skonum en eg for virkilega ad hugsa hvort eg aetti kannski ad hlusta a hann og reyna ad fitta inn. Eg held ad thjodverjar seu alveg rosalega throngsynt folk en eg mun liklega komast ad thvi a naestu manudum.
posted by Thorey @ 13:17   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile