the
 
the
fimmtudagur, október 30, 2003
Æ hvað það er gott að koma heim...
skyr
vatn
rás 2
esjan
familían
félagar

Þýskaland hefur sína kosti líka:
æfingar
mozzarella ostur
tómatar
brauð
nutella
eplakaka
Köln

Ég er búin að vera heima í nokkra daga núna og hef haft það of gott. Vikan er búin að fara í sjúkraþjálfun og VISA. Ég er ný komin á samning hjá Visa ásamt handboltaliðinu og Erni sundkappa. Þetta kallast Team Visa og nær til 11 evrópulanda og 60 íþróttamanna. Þeir sem eru hluti af þessu dæmi eru íþróttamenn sem hafa ekki unnið til verðlauna á Ólympíuleikum en bundnar eru vonir við í Athens. Ekki leiðinlegt að vera einn af þeim :)

Síðustu helgi eyddi ég í Grikklandi. Ég fór á fund evrópsku íþróttamannanefndarinnar í Rethymno á Krít. Ég var mætt á föstudegi, eyddi laugardeginum á ströndinni og fór í 5 rétta snobb-matarboð um kvöldið. Sunnudagurinn fór svo í 5 tíma góðan fund. Í þetta skipti voru 5 af 6 íþróttamönnum viðstaddir sem er aðeins betri mæting en síðast. Rædd voru ýmis mál og það virðist vera að við getum komið að góðum notum. Þetta er rosalega skemmtilegt og er ég farin að hlakka til "vinnunnar" í sambandi við þetta.

Hvolparnir hennar Stássu eru orðnir algjörir grallarar. Maður getur eytt allt of miklum tíma ofan í hundakassanum..... þeir eru hrikalega krúttlegir!!
posted by Thorey @ 12:14  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile