laugardagur, september 27, 2003 |
|
Loksins, loksins fann ég netbúllu. Frænka mín er ekki sú nútímalegasta og tekur ekki í mál að fara að fá sér einhverja bannsetta tímadrápsvél inn á heimilið. Ég er semsagt komin til France eftir frekar ævintýralegt ferðalag. Eins og flestir vita, vonandi, þá er ég að flytja til Þýskalands og var því með ágætan pakka af farangri með mér. Ég tók Flugleiði út til London og náði að væla mig útúr yfirviktinni ennnnnn frá London til Clermont flaug ég með Ryanair (borgaði 1500 fyrir flugmiðann) en þeir leyfa aðeins 15 kg í tékk inn farangur og 7 kg í handfarangur. Allt er mælt mjög nákvæmlega, meira að segja handfarangurstaskan. Fyrst ákvað ég að fela eina tösku hjá einhverjum hjónum sem sátu þarna í hægðum sínum. Tékkaði inn stóru töskuna sem var 20kg og borgaði yfirvikt. Þá ætlaði ég að fara með risastóran göngugarpapakpoka, flugfreyjutösku (sem hjónin geymdu) og svörtu hliðartöskuna í gegnum gegnumlýsinguna. Þar var ég stoppuð og sagt að ég yrði að tékka meira inn, það væri bara ekki fræðilegur möguleiki að ég fengi að fara með þetta um borð. OK, fór semsagt aftur í röðina en náði að hengja mig á einhverjar vinkonur sem voru með lítinn farangur. Sagðist vera að fara í skóla í ár og væri þess vegna með svona mikinn farangur. Ég sagðist líka vera búin að borga heil ósköp í yfirvikt og þær yrðu bara að hjálpa mér. Þær voru nú farnar að vorkenna mér og ákváðu að tékka inn fyrir mig göngugarpabakpokann. Ég þakkaði pent fyrir og gerði aðra tilraun við að fara í gegnum hliðið, nú með 15kg flugfreyjutösku með tölvu og bókum í og svörtu hliðartöskuna. Bretakerlingarnar ætluðu að stoppa mig aftur en ég gargaði bara "this is the third fucking time". Ég æddi frá þeim og reyndi í öðru hliði en þá kom karl sem kerlingarnar sendu á mig en hann sá að það átti að fara að boarda og ég yrði bara að fara með þetta. Semsagt að lokum komst ég um borð og lenti í Clermont :)
Það má geta þess að ég var komin á Stansted kl 15 og fór í gegnum hliðið um 18:30!!
Ég er nú farin að kvíða pínulítið fyrir ferðinni til Leverkusen en ég þarf að tékka tvisvar inn hjá lágfargjaldaflugfélagi. Fyrst í Lyon hjá easyjet og svo í Londan hjá germanwings. |
posted by Thorey @ 15:00 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home