| 
                        
                          | þriðjudagur, ágúst 26, 2003 |  
                          |  |  
                          | Jæja ég komst í úrslitin en ekki mikið meira!  Ég ákvað að byrja í 4,35 því ég ætlaði mér að stökkva hátt.  Það er oft erfitt að byrja lágt og stökkva á margar hæðir heldur betra að byrja hærra og reyna að stökkva á sem fæstar hæðir.  Ég trúði því að ég gæti farið hátt í þessari keppni því formið hefur sjaldan verið betra.  Annað hvort spilar maður þetta save og fer sína 4,45 kannski og fá 8-10.sæti eða tekur áhættuna á að komast kannski 4,60 og blanda sér þar með í toppbaráttuna.  Ég var of nálægt í öllum stökkunum sem þýðir að það er mjög erfitt að takast á loft. C´est la vie!!
 Þórey
 |  
                          | posted by Thorey @ 09:48   |  
                          |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home