miðvikudagur, ágúst 20, 2003 |
|
Þá er ég stödd í Frakklandi í fyrsta skipti á ævinni. Mér finnst hálf skrítið að vera hérna. Ég hef alltaf litið á Frakkland og París sem eitthvað draumaland og allt sem tengist því vera frekar fjarlægt mér. En viti menn, ég er mætt á svæðið. Við búum á háskóla campusinum og gistum í 150 ára gömlu húsi. Frekar fyndið. Rúmin eru pínu lítil og mjög lág (ég á rúm frá Svefn og Heilsu) en samt ekkert alltof óþægileg. Klósettið og sturtan eru fram á gangi og það er hreinlega eins og maður sé mættur heila öld aftur í tímann. Ég er mjög heppin því ég fíla allt gamalt mjög vel og er mjög hrifin af gömlum húsun. Karlpeningurinn í ferðinni er ekki alveg eins sáttur... en þeir láta sig hafa það.
Maturinn virðist ætla verða fínn en það hefur lítið reynt á það enn þar sem við vorum að koma. Hér er líka tölvuherbergi inn á eldgömlu bókasafni. Herbergið er langt, mjótt en mjög hátt til lofts og loftið er bogadregið með allskonar útskurði í. Mjög flott.
Egill og Mummi eru farnir að bíða eftir mér, skrifa meira seinna.
Au revoir! |
posted by Thorey @ 20:47 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home