| 
  
    | 
                        
                          | sunnudagur, ágúst 17, 2003 |  
                          |  |  
                          | Hversu heimskir geta karlmenn verið????  Ég fór á æfingu upp í Kapla í gær um fimmleytið.  Ég var með hundana mína með, þær Kríu og Stássu.  Eftir smá hlaup ákvað ég að fara inn í lyftingaklefa en binda tíkurnar á blettinum fyrir utan þar sem ég gæti fylgst með þeim.  Stuttu eftir að ég byrja að lyfta sé ég að það er mikill leikur í þeim og þær flækja sig allar í bandinu og Kría nær að losa sig úr bandinu á endanum.  Ég ætla að stökkva út til að setja þær bara inn í bíl en viti menn, ég var læst inn í klefa.  Ég hafði lokað hurðinni á eftir mér og málið er að það er stundum ekki hægt að opna innan frá heldur verður að opna með lyklinum að utan.  Ég var símalaus!!!  Frábært.  Eftir aðeins um 5 mín sé ég tvo stráka fara upp á völl að skokka.  Ég byrja að garga á þá og lem í rúðuna til að þeir heyri í mér.  Stássa verður alveg brjáluð og byrjar að gelta og gaurarnir bara standa og snúa sér í hringi og skilja ekkert hvað ég er að pæla.  Svona var þetta í fo***ng hálftíma.  Að lokum var ég búin að berja svo mikið í rúðuna að hún brotnaði.  Loksins kom annar bíll sem sá mig berja í aðra rúðu og láta öllum illum látum.  Hann kveikti á perunni. |  
                          | posted by Thorey @ 22:15   |  
                          |  |  |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home