| 
  
    | 
                        
                          | miðvikudagur, ágúst 06, 2003 |  
                          |  |  
                          | Ég er búin að vera í Leverkusen núna í viku og er að bráðna í þessum hita.  Það er búið að vera 35 stiga hiti allan tímann.  Það er samt alveg ótrúlegt hvað maður venst þessu. Ég kem heim annaðkvöld og keppi í Bikar um helgina á Laugardalsvellinum í rigningu og hliðarvindi :) Æði.  Þið sem hafið ekkert annað að gera en að blotna og frjósa úr kulda á íþróttavelli, endilega látið sjá ykkur.  Ég er núna ein í íbúðinni hans Richi (æfingafélagi sem ég fæ að gista hjá hérna) en hann er farinn til Berlínar að keppa.  Auðvitað byrjaði ég á því að kaupa mér eitthvað sjúklega óhollt en þetta er hollasti náungi sem ég hef hitt.  Hann er verri en verstu stelpur.  Það er allt organic, keypt í sérstökum matvörubúðum, kolvetnasnautt og aldrei neitt óhollt á boðstólum.  Í rúman mánuð er ég því búin að vera í ströngu óhollustu fráhaldi eða hvað það heitir.
 Nú verð ég heima fram að 20.ágúst en þá er förinni heitið á HM.  Eftir þá ferð verð ég heima í um tvær vikur en flyt svo til Leverkusen og mun ekki einu sinni koma heim um jólin.  Nú verður tekin törn í að hitta fólk í síðasta sinn í langan tíma... gaman gaman....bæði og
 |  
                          | posted by Thorey @ 14:47   |  
                          |  |  |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home