the
 
the
sunnudagur, júlí 20, 2003
Ég keppti í Cuxhaven í gær og gekk það bara ágætlega. Ég stökk 4,43 í fyrstu tilraun og var sorglega nálægt 4,53. Ég var alveg brjáluð þegar ég felldi!!! Ráin var aðeins of langt frá. Svona er stöngin og þetta líka gerir hana skemmtilega. Maður þarf ekki bara að hugsa um að gera rétta tækni heldur þarf að allt að passa eins og atrenna og fjarlægðin á ránni frá stokknum. Þetta kemur allt!

Ég er komin aftur til Leverkusen núna og mun vera hér fram á föstudag en þá kem ég heim til að keppa á meistaramótinu. Ég veit ekki enn hvað ég stoppa lengi en líklega þó til 2.ágústs. Þann 3.ágúst keppi ég svo í Thessaloniki í Grikklandi. Svo veit ég bara ekki planið eftir það.

Ég er farin að hlakka til haustsins, að flytja til Leverkusen og fara að æfa á frábærum stað með frábæru fólki. Það er búið að ákveða æfingabúðir um jólin í Suður- Afríku en það verður farið til Cape Town þann 17. des og tll baka til Lev þann 18.jan. Maður ætti nú að komast í gott form á þeim tíma.

Bið að heilsa í bili
Þórey
posted by Thorey @ 16:04  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile