| 
                        
                          | fimmtudagur, ágúst 21, 2003 |  
                          |  |  
                          | Dagurinn hefur verið alveg ágætur.  Fór á æfingu í morgun og gekk bara vel.  Spurning um að koma smá "inside information" að hérna.  Mike Powell var á æfingu að þjálfa einn langstökkvara og missti hann út úr sér við Mumma að hann er að spá í að koma með come back á næsta ári.  Karlinn er bara orðinn alveg asskoti feitur en sagðist samt hafa stokkið 7,88 á þessu ári.  Hann talaði um að hann ætlaði að grenna sig og ef hann stekkur 8,30 fljótlega á næsta ári, ætlar hann að stefna á Ólympíuleikana.  Þessi gaur er algjör náttúru gormur og yrði gaman að sjá hann aftur á brautinni. 
 Mummi er staddur á tæknifundinum núna og innan skamms fæ ég að sjá start listana og hæðirnar sem verða á laugardaginn...... spennan magnast....
 |  
                          | posted by Thorey @ 17:22   |  
                          |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home