| 
                        
                          | sunnudagur, ágúst 24, 2003 |  
                          |  |  
                          | Þvílíkur léttir!!!!!!!!!  Ég er komin í úrslitin, jibbý jibbý jibbý.  Undankeppnin gekk betur en ég þorði að vona.  Ég ákvað að byrja í 4,25 en það er það hæsta sem ég hef byrjað í.  Var pínu stressuð..... en fór yfir í annarri.  Fór svo 4,35 í fyrstu og var þar með komin í úrslit.  Sumar stelpur ákváðu samt að stökkva á 4,40, sem var qualifying hæðin, en ég ákvað að spara kraftana. 
 Jón Arnar kemur í dag og félagar mínir úr Leverkusen liðinu koma líka.  Þó það sé fjörugt hérna nú þegar þá mun nú lifna enn meira yfir þorpinu þegar töffararnir mæta :)  Uppáhaldið mitt er samt Matt Shirvington, spretthlaupari frá Ástralíu.  Véddi er búinn að tala alltof lengi um að fixa okkur saman, eða síðan í Edmonton fyrir tveimur árum,  en ég held ég fari bara að ganga í málið sjálf....  hehe.
 
 Úrslitakeppnin byrjar á morgun kl 16:30 að íslenskum tíma.  Þar ætla ég að gera allt sem ég get til að standa mig vel.  Sjáum svo hvað það dugar!
 |  
                          | posted by Thorey @ 13:12   |  
                          |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home