| 
  
    | 
                        
                          | mánudagur, september 22, 2003 |  
                          |  |  
                          | Ég er hálf fegin að helgin skuli vera búin.  Ég skemmti mér samt bara ótrúlega vel.  Reunionið heppnaðist bara ansi vel og kom mér á óvart hvað það var auðvelt að hitta bekkinn aftur.  Eins og ein sagði þá var bara eins og við hefðum sést síðast í gær en reyndar hef ég ekki séð þessa krakka í 10 ár. 
 Eftir reunionið fór ég á Hverfisbarinn til að hitta Sigrúnu Dögg.  Samræðurnar sem maður lendir stundum í eru frekar skondnar.  Ég lenti í hörkurifrildi við einn gæja sem vildi endilega ræða pólitík en ég var ekki alveg jafn til í það sérstaklega þar sem þetta var eitt af fáum skiptum sem ég er í fríi og skelli mér á Hverfis.  En hann þrjóskaðist við og sagði að ég væri búin að gefa það út að ég væri komin í pólitík og yrði því að vilja ræða hana hvar og hvenær sem er....  "allt í lagi herra xD, hvað viltu ræða"  Hann var nú ekki aldeilis sammála mér í því að það væri dýrt fyrir foreldra að senda börnin sín í íþróttir eða í tónlistarskóla og skyldi ekkert í þessu væli hjá þeim sem hefðu ekki efni á því...... er hægt að ræða við svona menn????  Svo var hann rosalega ánægður með þessa stéttskiptingu sem er að verða meiri og meiri í þjóðfélaginu og saðgi að hún væri að því góða.  Ég sagði félaganum að hypja sig, ég væri í fríi og nennti ekki að ræða við hann!  Hvað hefðuð þið gert?
 |  
                          | posted by Thorey @ 10:48   |  
                          |  |  |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home