the
 
the
föstudagur, september 19, 2003
Það lítur út fyrir að helgin verði ansi pökkuð hjá mér. Í kvöld byrjar landsfundur hjá ungum vinstri grænum með rölti um Alþingishúsið og eftir það um skemmtistaði. Planið hjá mér er líka að hitta skólakrakkana og horfa á IDOL og svo er víst frjálsíþróttapartý í kvöld.

Á morgun heldur landsfundurinn áfram með fundarsetu í þetta skipti frá 10 - 17. Ég fæ samt að skreppa í Ráðhúsið að tefla frá 14 - 15 en þar á að setja Evrópumet í fjöltefli kvenna. Maður þarf bara að fara að snúa sér að öðrum hlutum til að setja metin... Kl 17 ætlar svo gamli grunnskólaárgangurinn minn að hittast til að skoða gamla skólann okkar og kl 18 er uppskeruhátið fjölskyldunnar en hún er alltaf haldin þegar búið er að taka upp allar kartöflurnar úr kartöflugarðinum okkar. Um kvöldið ætla ungir vinstri grænir að borða á Tapas og svo er Reunionpartý grunnskólans.

Á sunnudaginn er planið að hitta frænku mína, fara á kaffihús með FG vinkonum og hitta og spjalla um kvöldið með fimleikavinkonunum.....

Ég var að spá hvort ég gæti ekki gert eitthvað fleira. Því miður er ekki hægt að fara á skíði upp á Snæfellsjökul en það verður að bíða betri tíma!!

Fyndið hvað allt lendir stundum á sömu helginni. Þessi helgi er ein af tveimur helgum ársins (hin var síðasta helgi) sem ég á frí. Þ.e.a.s er ekki að æfa, keppa, læra eða vera í kosningabaráttu. Ég hreinlega held að ég sé að fara hitta lang flesta sem ég hef hitt á lífsleiðinni, hér á Íslandi, um helgina. Geri aðrir betur!!!
posted by Thorey @ 15:39  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile