the
 
the
föstudagur, september 12, 2003
Ég er búin að vera í fríi í viku og er strax að deyja úr hreyfingarleysi. Ég dreif mig út í morgun og skokkaði í kringum Ástjörnina. Þetta er 20-25 mín hringur og þvílíkt hressandi. Síðast spölurinn er upp langa bratta brekku svo ég er ansi þreytt þegar ég kem heim..... en vá hvað mér líður vel!

Eins og flestir vita þá dó Anna Lindh í gær af stungusárum sem hún hlaut. Anna var mikill fylgismaður evrunnar og maður hlýtur að spurja sig hvort hún hafið goldið þess með lífinu. Ég var þarna fyrir viku og sá alveg þvílíkt hatur á milli fylgjenda og andstæðinga evrunnar. Á hverju götuhorni var einhver að dreifa áróðursneplum eða fólk í hópum með "Ja" eða "Nej" merki í barminum eða á spjöldum. Sorglegast finnst mér þó að lesa um öfgahópa sem fagna dauða hennar. Hvernig er hægt að fagna dauða saklausrar manneskju af því að hún er ekki sammála skoðunum þínum? Er pólitík að breytast í ofbeldi og hatur milli manna? Stundum skilur maður ekki neitt í neinu........
posted by Thorey @ 12:15  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile