þriðjudagur, september 09, 2003 |
|
Ég er búin að vera í algjöru bloggfríi en það reyndar óvart. Ég hef ekkert komist í að blogga, búið að vera brjálað að gera eða bara hreinlega ekkert komist í tölvu.
Ég var að lenda úr viku ferðalagi um hálfan hnöttinn.... næstum því. Á mánudag fyrir viku flaug ég til Köben, tók lest til Gautaborgar, keppti þar, fór 4,40 og vann, tók lest með félaga mínum til Ludvika, var þar í tvær nætur, tók lest til Stokkhólms og var þar í eina nótt. Ég ætlaði að vera rosa sniðug að taka svo bara Ryanair til Berlínar sem kostar 3000kr en nei, auðvitað fór ég á vitlausan flugvöll og missti þar með af vélinni. Þurfti þá að kaupa annan miða á 50.000kr. Frábært!! Komst þó á endanum til Potsdam, sem er bær fyrir utan Berlín og keppti þar. Fór aftur 4,40 og vann. Ég var bara frekar ánægð með mig að vinna þýsku gellurnar en önnur þeirra varð önnur í París. Frá Berlín fékk ég far með pro-jump liðinu til Leverkusen og gisti þar eina nótt. Áðan flaug ég svo til London og tók icelandexpress heim.
Ég er mjög sátt með árangurinn í ferðinni. Þetta var síðasta keppnisferð ársins og því á léttari nótunum. Ég var t.d bara búin að taka eina æfingu síðan eftir úrslitakeppnina á HM og ekkert verið að hugsa um mataræði, svefn eða skó sem ég er í hverju sinni (skiptir allt máli). Gott að vita að 4,40 er ekkert mál lengur en ég er ekki sátt með að hafa ekki náð neinum toppi á tímabilinu. Það hefur allt mallað í gegn á svipuðum nótum. Meðalstökkhæðin er samt lang hæst þetta tímabil og er það mjög jákvætt.
Nú tekur við þriggja vikna HVÍLD!!! Góða nótt. |
posted by Thorey @ 00:45 |
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home