þriðjudagur, október 21, 2003 |
|
Jibbíi ég er komin með netið.
Helgin var ágæt. Ég og Richi skelltum okkur í heimsókn til foreldra hans en þau búa í um tveggja tíma akstri héðan. Við vorum komin á laugardagskvöld og fórum seint á sunnudagskvöldi. Það var ekkert annað gert en að borða og slappa af. Þau búa í risastóru húsi sem er svona eins og hlaða í laginu. Stór hurð á endagafli og tveggja hæða. Önnur hæðin er ris með svenherbergjum og neðri hæðin stór stofa og eldhús. Svo eru tvö önnur lítil hús, eitt með bjórkút og bar og annað með vinnuherbergi, gestaherbergi og saunu. Þetta slott er 3km frá smábæ og því er algjör sveitasæla þarna.
Mér finnst eitt hérna frekar fyndið. Eins og þetta eru góðir íþróttamenn, með góða þjálfara og sjúkraþjálfara þá geta þeir verið svo vitlausir stundum í einföldustu hlutum í sambandi við sportið. T.d ákvað Richi allt í einu að nota bara eitt innlegg í skóinn af því að einu sinni var hann greindur með 3mm mun á fótunum. Þetta eru smíðuð innlegg og því ágætlega massív. Hann mætti á æfingu einn daginn hálf haltur útaf innlegginu í öðrum skónum... svo heyrðist alltaf svona tíst í skónum þegar hann steig í fótinn. Vitiði, ég grenjaði úr hlátri!!!!
Svo er ég stundum með fæðubótarefni sem ég drekk eftir æfingu. Próteindrykki og vítamín og svoleiðis. Ég fæ alltaf comment um að ég sé nú að dæla í mig dópi. Ég sé aldrei neinn með fæðubótarefni, er þetta sér íslenskt?
|
posted by Thorey @ 20:28 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home