the
 
the
laugardagur, apríl 29, 2006
Meiri afmæli

Til hamingju Bryndís mín með 28 ára afmælið. Það styttist í að prófin mín klárist og eitt það fyrsta sem ég mun gera er að bruna til ykkar. Get ekki beðið!! Vona að dagurinn þinn verði góður.

Ég er byrjuð að mæta í Laugar á morgnanna. Koma upp smá grunnþoli áður en ég get byrjað að skokkað og byjað að æfa í frjálsíþróttahöllinni. Fínt að fara þarna í Laugar, tvær tegundir af hjólum og svo er fínt teygjuhorn fyrir mig með allskonar smátólum til að nota við grunnstyrktarþjálfun. Ég hef varla hreyft mig núna í mánuð og líkaminn finnur vel fyrir því. Og jú hausinn líka...

En þotin semsagt í Laugar núna og svo verður það Vr-2 til miðnættis. Stálvirkin fá að njóta sín í dag.

P.s Kíkið á bakþanka Guðmundar Steingrímssonar í dag. Þessi maður er bara snillingur. Ég hreinlega bíð spennt eftir laugardagsfréttablöðunum til að lesa pistlana hans.
posted by Thorey @ 10:06   2 comments
fimmtudagur, apríl 27, 2006
1. mánaða

Öxlin mín er eins mánaða í dag! Ég óska henni innilega til hamingju með það :) Hausinn á mér verður alltaf glaðari og glaðari eftir því sem hún eldist. Ég held allavega að hann hafi tekið rétta ákvörðun með að velja aðgerð og er ég því mjög ánægð með hann...

Annars ganga hlutirnir bara vel og eiginlega framar mínum vonum. Mér finnst alveg ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir mánuði lifði ég á Parkodin Forte og samt að drepast og núna mánuði síðar er ég næstum því farin að geta sett hárið í tagl... Ég get lyft hendinni að munnninum og því borðað án vandræða en ekki alveg komin upp í höfuðhæð. Verkirnir eru miklu miklu minni og bara ef ég hreyfi mig vitlaust finn ég til.

Þessa dagana sit ég bara á bókasafninu í VR-2 og reyni að læra fyrir þessi blessuðu próf. Klára 15.maí og get ekki beðið. Þá á ég bara 5 próf eftir sem ég klára á næsta ári. Eftir prófin ætla ég að reyna að kíkja til Þýskalands og heilsa upp á félagana þar og taka góðar æfingabúðir til að koma mér af stað í æfingunum. Ég get nefninlega akkurat byrjað að skokka eftir síðasta prófið. Þá verða liðnar 6 vikur frá aðgerð.

Back to Holz aufgabe... Er í trévirkis pælingum í dag. Njótið góða veðursins fyrir mig...
posted by Thorey @ 10:31   4 comments
fimmtudagur, apríl 20, 2006
GLEÐILEGT SUMAR!!!

Loksins er sumarið komið og skólaseta fer að taka enda. Ég hlakka rosalega til sumarsins sem verður öðruvísi í ár en mjög mörg síðustu sumur. Ég ætla að vinna á Hönnun, ferðast um Ísland, fara í giftingu til Katyline, kíkja líklega til útlanda í frí og njóta sólarinnar. Ég hlakka samt mest til þess þegar öxlin mín verður komin í lag og ég get farið að æfa á fullu uppúr júlí.

Eigið þið gott sumar öllsömul!
posted by Thorey @ 15:00   7 comments
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Vá þvílíka ævintýrið!!!

Ég er komin heim eftir of stutta og fatlaða ferð en samt frábæra. Ég hefði svo viljað geta farið á hundasleða, vélsleða ofan í 20m djúpan helli en það bíður betri tíma. Ég gerði margt annað jafn skemmtilegt. Ég tók þó ekkert of mikið af myndum en læt hér nokkrar fljóta með frá Longyearbyen.

Fyrsta myndin er frá flugvellinum en þetta var nú bara eins og að koma á Ísafjörð um hávetur.



Næsta mynd er bærinn þar sem ég var. Búa um 2000 manns þarna að ég held og aðal farartækið er snjósleði.



Þetta er svo aðal göngugatan með búð og pósthúsi. Mér tókst að versla. Keypti rosalega góð moonboots frá Timberland á aðeins 6000kr! Var bara nokkuð sátt að þramma upp á hótel í jöklaskónum.



Þetta er svo hótelið sem ég bjó á. Spitsbergen hotel. Flottasta hótelið í bænum að sjálfsögðu :)



Að lokum er hér loftmynd sem ég náði eftir flugtak.

posted by Thorey @ 19:14   5 comments
laugardagur, apríl 15, 2006
Ferðin hefst

Þá legg ég í hann á morgun til Svalbarða á annarri hendinni.. Fatlinn mun að sjálfsögðu fljóta með og ég mun láta fara mjög hægt um mig þrátt fyrir að vera á Svalbarða enda að fara bara í hálfgerða prinsessuferð. Ég ætla að vera ofurdugleg að taka myndir svo þegar liður á vikuna megið þið búast við nokkrum hérna. Ég ætla ekki með tölvuna með mér en kemst kannski í tölvu þarna svo ég læt ykkur vita hvernig veðrið er :)

Já vikan tók óvænta stefnu hjá mér. Hélt ég yrði bara í vr-2 alla páskana en það heldur betur breyttist. Ég vona þó að prófin reddist.. úpps ekki alveg so sjor.

Öxlin er annars á góðri leið. Verkirnir orðin mun minni en þó er allra verst að klæða mig í og úr. Algjör horror eiginlega bara. Og svo er hræðilega vont að skrifa svo skólasetan fer ekki vel í mig. Fínt að fara bara til Svalbarða í staðin :)

Það er einhver voða fínn skóli þarna á Svalbarða sem ég ætla að kíkja á og jú bókasafn. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um Svalbarða bendi ég á þessa síðu.
posted by Thorey @ 23:03   4 comments
miðvikudagur, apríl 12, 2006
Stór dagur

Vá allt að gerast í dag!!!!! Í fyrsta lagi þá fékk ég vinnu á verkfræðistofuninni Hönnun í sumar og svo keypti ég mér flugmiða til Svalbarða!! Fer á sunnudag og kem aftur á miðvikudaginn. Gaman að kíkja svona í kuldann aðeins. Orðin leið á hitanum hérna....
Fyrir þá sem ekki vita þá er svalbarði eyjan hjá Grænlandi, fyrir ofan Noreg.... Kíkið hér
posted by Thorey @ 18:35   7 comments
laugardagur, apríl 08, 2006
Þakka kærlega fyrir mig

Ég hef óendanlega mörgu fólki að þakka fyrir það sem fyrir mig hefur verið gert síðustu vikur og mánuði. Yndislegt að finna traust og velviljun frá fólki þegar á móti blæs. T.d þakka ég:

ÍSÍ



sem borgaði aðgerðina í Mílanó!! Takk!!!!!!!!

FH

sem borgaði líka hluta i henni. Takk!!



TOYOTA



sem lánaði mér þennan:



en kagginn er sjálfskiptur svo fatlafólið geti keyrt. Svo er hann með leðursætum og öllu fíneríi. Haldið þið maður sé nú gella á þessum!!!
Takk!!

Svo vil ég auðvitað þakka mömmu og pabba fyrir service-ið og þolinmæðina sem ég hef fengið svona einhennt

Takk Ágúst Kárason fyrir að koma mér til eins færasta axlarskurðlæknis Evrópu og takk sjúkraþjálfararnir mínir sem vilja allt fyrir mig gera.

Takk fjölskylda og vinir sem tékka reglulega á stöðunni, gott að vita af fólki sem hugsar til manns.

Þið eruð öll æði og ég er sko heppnust sð hafa svona frábært fólk í kringum mig!!

posted by Thorey @ 12:44   7 comments
sunnudagur, apríl 02, 2006
Ferðin

Þá er ég komin heim sem betur fer. Ferðalagið hafðist á endanum en kúlið var alveg horfið á síðustu metrunum. Alveg búin á því einfaldlega. En aðgerðin gekk vel eins og áður sagði og það er fyrir öllu.

Byrjaði ferðalagið í leverkusen og hitti þar vini mína og sótti smá dót. Frekar erfitt að kveðja strax aftur en sé þau þó fljótlega og þá með 2 heilar axlir :)



ég, tim, alina og angi


með rússnesku vinlonu minni henni Irinu. Algjört yndi

Fór svo til Mílanóá þriðjudag og eyddi miðvikudeginum í borginni. Nóg að skoða þar ´bæði byggingar og búðir.


Dómkirkjan í viðgerð

Aðgerðin var svo á fiimtudag og heimför á föstudag. Og ástandið er svona.......:

posted by Thorey @ 12:56   13 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile