the
 
the
laugardagur, mars 29, 2008


posted by Thorey @ 15:53   1 comments
þriðjudagur, mars 25, 2008
Utsynid ur glugganum minum

Ja tad snjoar tvilikt!
posted by Thorey @ 16:31   0 comments
Tenerife
10 dagar á Tenerife (fyrir norð austan í Toscal Longuera) liðu mjög hratt. Veðrið var alveg ágætt en þó stundum aðeins of kalt fyrir kuldaskræfu eins og mig. Sólin hefði mátt skýna meira en náði þó aðeins að sleikja okkur. Það var sama lappavesen á mér eins og vanalega og reyndi ég því að gera gott úr ferðinni með því að nýta hana í hvíld og endurhæfingu fyrir suður afríku æfingabúðirnar. Ég leigði mér því bíl í 4 daga og skoðaði mig aðeins um. Við Gummi fórum upp á Pico de Teide, ég keyrði svo nánast hringinn i kringum eyjuna og stoppaði í Santa Cruz og á Playe de les Americas þar sem túristaparadísin er. Síðasta bílaleigudaginn fórum við í "menningarferð" til Garachico og prófuðum ýmis kaffihús þar. Um kvöldið var svo farið í steik með Sigga og Sólveigu niðrí Puerto de la Cruz og vildi ég vera "on the save side" og leggja í bílastæðahúsi. Þegar við ætluðum að keyra heim var bílastæðahúsið bara lok lok og læs en því lokaði kl 21:15! Sem mér finnst nú fáránlega snemmt. En ok, taxi tekinn heim en vandamálið var að ég átti að skila bílnum fyrir kl 08 daginn eftir. Húsið opnaði þó ekki fyrr en kl 09 og þar sem bílaleigan var þýsk sat ég þokkalega í súpunni. Gellan kom alveg brjáluð daginn eftir og vildi að ég sýndi sér nákvæmlega hvar bílastæðahúsið væri. Kl var 08 og ég ný risin úr rekkju, linsulaus og morgunandfúl. En jú ég fór með henni og eftir smá rúnt og skammir af hennar hálfu (þjóðverjar eru voða duglegir að skamma mann eins og maður sé 9 ára) fundum við húsið og allri gátu farið sælir heim.

Siggi var duglegur að stinga í mig nálum og náði hann hásininni á ágætt skrið. Bólgan minnkaði en við minnsta álag á ný virtist hún versna. Ég gat þó lyft vel og haldið mér ágætlega við í hinum ýmsu æfingum. Kastaði líka spjóti, kringlu og kúlu og naut þess að vera á vellinum með hinum Íslendingunum.

Við Gummi flugum á Páskadag aftur til Þýskalands og höfum við haft núna 2 daga til að slaka á og þvo þvott. Á morgun fljúgum við svo til Suður Afríku þar sem ég verð heil og æfi vel.

Myndir inn á thorey.net
posted by Thorey @ 14:25   2 comments
sunnudagur, mars 23, 2008
A leid til Leverkusen

Ta eru aefingabudir 1 a enda og tökum vid smá stopp i tyskalandi nuna.
posted by Thorey @ 10:05   1 comments
föstudagur, mars 21, 2008
China dinner


posted by Thorey @ 21:26   0 comments
miðvikudagur, mars 19, 2008
Life is beautiful

Godar fréttir, ég er miklu betri i sininni! Verd fljotlega haett i turistaleik. Fae nálar og nudd hja Sigga og tad er tvilikt ad virka. Njotid dagsins!
posted by Thorey @ 11:37   1 comments
þriðjudagur, mars 18, 2008
Netleysi
Ég kemst voða lítið á netið hérna og hef því ekkert sett inn hvorki hér né á thorey.net. Það er ekkert net á hótelinu þar sem við erum en ég er núna á einhverju nágranna hóteli sem ég gat smyglað mér á netið á.

Hér er annars mjög gott að vera og fínt veður til æfinga og aðstaðan ágæt. Við fáum 3 máltíðir á dag svo maður léttist allavega ekki hérna (sem er gott). Ég get þó því miður ekki æft eins mikið og ég hefði viljað þ.s það settist einhver skítur í aðra hásinina. Ég tognaði í kálfanum fyrir um mánuði en þegar það lagaðist er eins og bólgan hafi hreiðrað um sig í sininni. Ég verð því bara að gefa þessu nokkra daga og stefna á að vera alveg heil í Suður Afríku og æfa þar meira. Ég tek því túristann bara á þetta og skoða mig aðeins um.

Á sunnudaginn keyrðum við Gummi upp á eldfjallið Teide sem er hæsta fjall spánar, 3710m hátt. Hægt var að komast í 3550m fyrst á bíl og svo með kláfi. Vegna snjós var ekki hægt að fara alla leið upp. Maður fann mikið fyrir þunna loftinu og þreyttist á rölti um útsýnispallinum þarna uppi. Mjög skrítin tilfinning að upplifa það.

En jæja, ætlaði bara aðeins að láta vita af mér. Ég bíð því aðeins með thorey.net og myndirnar og kem með betri ferðasögu þegar ég kemst betur á netið. Ég hef tekið nóg af myndum allavega svo þær munu koma inn.

Bið að heilsa ykkur í bili.
Þórey á Tenerife :)
posted by Thorey @ 09:43   1 comments
laugardagur, mars 15, 2008
Adal parid

Hr Siggi nuddari og fru
posted by Thorey @ 21:25   0 comments
Steikarkvöld..

Flott vedur, flott adstada, flottar skvisur
posted by Thorey @ 21:08   0 comments
miðvikudagur, mars 12, 2008
Asics og Össur

Þessa fínu skó hér að ofan voru sérstaklega búnir til fyrir mig svo ég geti stokkið með göddum. Skórnir eru svokallaðir racer-ar sem t.d maraþon hlauparar nota. Hjá Össur lét ég svo taka gaddaskóasóla af gömlum gaddaskóm og setja þá undir þessa. Mér finnst þeir alveg þvílíkt flottir og ég er spennt að prófa þá almennilega.

En næst á dagsskrá hjá mér er Tenerife á morgun. Æfingabúðir 1 hefjast á morgun og ég er farin að hlakka mikið til að fara að æfa í hitanum. Ég verð 10 daga á Tenerife, 3 daga í Leverkusen og svo 2 vikur í Suður Afríku. Ég mun nota thorey.net meðan ég er í æfingabúðunum og vera dugleg að setja þar inn myndir. Einnig mun ég verða dugleg að setja fréttir þar inn.

Við Gummi fórum að sjá Blue Man Group síðastliðið laugardagskvöld og fannst okkur þetta bara ágætt, ekket meira en það. Ég bjóst við bara tónlist þ.e allskonar mismunandi slagverkum en ekki tónlist sem er hálfpartinn afsökuð með misheppnuðu gríni og látbragðsleik. Þetta var mjög flott þegar þeir spiluðu en ég hafði hreinlega á tilfinningunni að þeim þætti tónlistin ekki nóg til að skemmta fólkinu og blönduðu því allskonar bulli við sýninguna. Margt af þessu bulli var svosum ádeila á ýmislegt en það var bara ekki að gera sig fyrir mig. Semsagt 2,5 stjörnur af 5.

Ég fór í litun á augabrúnunum í gær og gellan vildi plokka líka (hér er þetta bara gert á hárgreiðslustofu og þú borgar um 500 kall og vanalega plokka ég sjálf heima). Tekur hún fram tvinna, setur víbríng á hann og svo bara eins og með sláttuvél yfir augabrýrnar. Jiminn, þær eru langt í frá að vera líkar eftir þetta og að auki gjörsamlega vantar stykki í miðja aðra augabrúnina. Sexy...
posted by Thorey @ 07:23   1 comments
fimmtudagur, mars 06, 2008
myndir
Jæja þá hef ég tekið nokkrar myndir inni í höllinni minni. Ég gleymdi reyndar einu mikilvægu herbergi sem er bara notað fyrir smáæfingar. Þangað kemur kona og tekur fólk í klst í smáæfingaprógramm og notar hún bönd, bolta, jafnvægisbretti ofl. Tek bara mynd á símann minn næst þegar ég hitti hana. Myndirnar af höllinni eru hér

Annars er allt fínt að frétta. Við Gummi höfum það gott, dugleg að æfa og jú borða. Við erum í einhverjum voða heilsupælingum og borðum mikið gras. Ég endurtek borðum, ekki reykjum..

Fórum meðal annars í sund í dag og Gummi var jafn hneikslaður og ég á sundstíl þjóðverja. Ég spurði fyrir um sundkennslu í skólum og er hún ekki nema í 1 ár! Við erum svo heppin að hafa sundlaug á hverju horni heima og langflestir eru vel syntir.

En jæja blue mans group á laugardaginn ásamt túristaleik í Oberhausen. Veðrið mætti þó vera betra en það er frekar kalt og rigningarlegt þessa dagana.
posted by Thorey @ 18:37   6 comments
laugardagur, mars 01, 2008
Helgin
Það er allt að komast á rétt ról hjá mér aftur. Fæturnir nánast grónir og æfingar að detta í góðan rythma. Ég var að fatta að ég hef ekki tekið neinar almennilegar myndir af aðstöðunni minni hérna til að sýna ykkur svo á næstu dögum mun ég redda þeim setja þær hér inn.

Gumma karlinn ætla ég bara að senda með lestinni... Já spurning um að keyra í 7 tíma allt í allt í ekki svo þægilegum bíl eða láta hann dúsa í 3 tíma og 18 mínútur í lest þá fannst mér það seinna skynsamlegra (og jú ódýrara). Vona að hann fyrirgefi mér..
Hann semsagt kemur á morgun og ég hlakka mjög mikið til :)

Dagurinn í dag fer þá bara í að undirbúa komu hans, tiltekt og fataflokkun því ekki eins og það sé eitthvað pláss í skápunum hjá mér. Kannski ég skelli mér í IKEA og fjárfesti í einhverju lífsónauðsynlegu. Það er alltaf svo gaman.

Annars var brjálað veður í nótt. Ég hef aldrei vitað annað eins hérna. Ég meira að segja vaknaði við það, komst upp í töluna 16 í eldingum (skíthrædd að hugsa um skíðaferðalagið fræga í 8.bekk þegar ég fékk eldinguna í hausinn....) en sofnaði loks vært. En vindurinn var slíkur að húsið hristist og eldingarnar voru hérna við mig og því allt bara blátt. Ég beið eiginlega eftir því að tréð fyrir framan eldhúsgluggann (stikagreni sem er miklu hærra en húsið mitt sem er þó 3ja hæða) mundi skella á húsinu. Svo hitti ég Angi á æfingu áðan og það sem hún lenti í í nótt var hreinlega fáránlegt. Kl um 03 var hún að keyra á hraðbrautinni heim og 300m fyrir framan exitinn hennar verður slys og allt stoppar. Löggan lokar veginum og hún húkir í bílnum sem verður að lokum rafmagnslaus. Út fer Angi að spurja fólk í næstu bílum hvort það sé með startkapla en nei enginn var með þá (og rigningin úti var ekkert eðlileg!) Loksins koma einhverjir gaurar og hjálpa henni að ýta í gang. Ofan á allt er hún að drepast úr pissuspreng en þarf að bíða í um 2 tíma þar til löggan hleypti umferðinni í öfuga átt á hraðbrautinni þ.e hún þurfti að snúa við og með einhverjum krókaleiðum keyra heim. Vá pirr en ég held við þökkum nú samt bara fyrir að það var ekki hún sem lenti í þessu slysi.
posted by Thorey @ 14:07   1 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile