the
 
the
föstudagur, nóvember 21, 2003
Hvað gerir Ísland svona spes??
Meðal annars þetta:

Ekið á kött á Sogavegi

Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt í kvöld að ekið hefði verið á kött á Sogavegi og þegar lögreglumenn komu á vettvang lá þar dautt hræ. Að sögn varðstjóra hafði greinilega verið ekið yfir dýrið. Hann sagði og nokkuð algengt að lögregla væri kvödd til þar sem ekið hefði verið á og yfir ketti og önnur dýr.

Ég kemst online eftir 2 daga Spánarferð og kíki á mbl.is. Ein af fyrirsögnunum neðst undir innlent var þetta: Ekið á kött á Sogavegi.....
Hverjum finnst þetta merkilegt?? Mér finnst svona fréttir alveg frábærar. Ég vildi alls ekki sjá þetta detta útúr blöðunum heima. Ef það er dauður köttur á götunni í útlöndum þá keyrir næsti bíll bara yfir líka.

Spánarferðin gekk bara vel. Hún lengdist reyndar um einn dag útaf því að tökuliðið vildi gera þetta í morgunsólinni en ekki um kvöld eins og áætlað var fyrst. Ég sló nú ekki hendinni á móti auka degi í sól og sumri á plaza hóteli og með þá fyrirskipun að ég mætti borða allt af minibarnum.... hvenær getur maður það án þess að fara á hausinn!!
posted by Thorey @ 22:47  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile