the
 
the
mánudagur, nóvember 17, 2003
Helgin var bara frekar pökkuð hjá mér. Á föstudaginn kíkti ég til Bonn sem er í klukkutíma suður frá Lev. Þar rölti ég um en hitti svo Richi og fjölskylduna hans en bróðir hans var að útskrifast úr háskólanum þarna. Ég og Richi fórum svo í heimsókn til Lars (æfir með okkur) en hann býr í Köln.

Á laugardagskvöldið fórum við nokkur úr hópnum til Essen í eitthvað íþróttapartý. Þetta var rosalega stórt partý og svona hálfgert gala. Þetta var haldið í stórri höll sem kallast Grugahallen en þarna fara fram margir handboltaleikir. Þarna voru um 1500 manns að borða og að skemmta sér við performance frá mörgum frægum þýskum tónlistarmönnum. Ég skemmti mér mjög vel og borðaði að sjálfsögðu á mig gat.

Í gær fórum ég og Richi í gufu og sund. Þegar ég kem út úr búningsklefanum og inn í sauna svæðið missi ég hreinlega augun. Það voru allir allsberir!! Ég flýtti mér inn í eina gufuna en viti menn, allir bara á bossanum. Ég ákvað að fara bara út í laug. Eftir að ég fékk nóg af lauginni gerði ég aðra sauna tilraun í þetta sinn í engum sundbol en með handklæðið, sem hefði alveg mátt vera stærra, vafið utan um mig. Þannig fór ég inn í aðra gufu þar sem setið var í hring í kringum ofninn. Hugsið ykkur, allir naktir og sitja í hring. OJ. Ég fékk nú eitthvað komment frá einum þjóðverjanum að ég yrði að nota handklæðið undir fæturnar á mér svo svitinn færi ekki um allt. Ég sagði bara ja ja en hreyfði ekki handklæðið. Á endanum gafst ég upp og togaði Richi með mér heim.
posted by Thorey @ 09:40  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile