| 
                        
                          | miðvikudagur, nóvember 12, 2003 |  
                          |  |  
                          | Þá er ég komin til Lifrarkássu (höf: Katyline).  Æfingarnar eru komnar á fullt og gengur bara mjög vel.  Ég þarf reyndar að skreppa til Sevilla í næstu viku en þó bara í sólarhring.  Visa er þar með myndatökur af liðinu sínu Team Visa.  Það verður því líklega bara fjör þarna en í þessu liði eru 60 manns. 
 Á Kastrup var mér runnin reiðin yfir verðinu á kassettutækinu í fríhöfninni í Leifstöð.   Ég keypti sama tæki þar, nema það var 500kr dýrara....... frekar pirrandi.  Ég er semsagt farin að hlusta á þýskukennslu og vona bara að ég geti farið að babbla eitthvað sem fyrst.
 
 Ég ætla að fara rúnt með kameruna mína á æfingasvæðinu á morgun svo það koma bráðum nýjar myndir inn á www.thorey.net.
 |  
                          | posted by Thorey @ 21:06   |  
                          |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home