fimmtudagur, nóvember 06, 2003 |
|
Þvílíkur dagur.
Byrjaði á fótamælingu fyrir innleggjum í Stoðtækni svo fór ég á stangarstökksæfingu og beint í dekur í Baðhúsinu. Ég fór í handsnyrtingu, andlitsbað og heilnudd. Ég hef aldrei á ævinni farið í handsnyrtingu né andlitsbað en var að fíla hvorutveggja bara vel. Ég vann svona dekurdag þegar ég tók þátt í "lokasprettinum" í Íslandi í bítið daginn fyrir kosningadaginn. Segjið svo að ég hafi ekki grætt eitthvað á þessari kosningabaráttu...
Kannski svona dekur verði bara að árlegum viðburði.
Þá er maður bara að hverfa af klakanum í enn eitt skiptið. Það er svo fyndið, í hvert sinn sem ég kem þarf maður að hitta alla vinina og það er enginn smá process. Fimleikavinkonur, frjálsíþróttavinkonur, frænkur, fg-vinkonur (2 mismunandi hópar) og fleiri stakir félagar. Ég þyrfti eiginlega að reyna að sameina þessa hópa svo maður hafi tíma til t.d að kaupa sér flugmiða til út aftur. Ég var að fatta í dag að ég ætti eftir að kaupa miðann út en ég "fer" á mánudaginn.
En ég dýrka vini mína og það er bara einfaldlega of gaman að hitta þá, maður reddar einum flugmiða..... |
posted by Thorey @ 20:15 |
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home