the
 
the
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Jæja þá er ég komin af hundavakt. Já ég sagði hundavakt. Hjónin á bænum skruppu frá í kvöld í tvo klukkutíma og ég var beðin um að passa hundinn, "He thinks it´s so boring to be alone" Haldið það sé nú spilling. Fiskurinn minn góði sem ég kom með að heiman var eldaður í hádeginu. Það þurfti að skilja eftir smá bita handa HUNDINUM!! "Oh, he really likes fish" segir bannsetta kerlinginn....... og hann var eldaður í fati í ofni í rjóma- og hvítvínssósu!!!

Ég fór á blakleik í gærkvöldi. Ég hef nú aldrei gert það áður svo þetta var svona nýtt uplevelse. Ég skemmti mér bara mjög vel þrátt fyrir að liðið mitt tapaði 3-0. Það kom til mín maður frá félaginu (Bayer Leverkusen) og spurði: "Are you Thorey" og ég svaraði "I´m one eighty one"....... aðeins að misskilja

Eftir blakleik var kíkt í stadtmitte (ég er orðin svakaleg í þýskunni...) Köln en ég hef ekki farið þangað áður. Við vorum bara allnokkur úr hópnum mínum sem fórum á röltið. Þvílíkur mannfjöldi, það var eins og 17.júní á Íslandi og þau sögðu að þetta væri svona öll fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Að lokum fórum við á stærðarinnar diskó og mér tókst að dansa mig til dauða eins og alltaf þegar ég kíki á næturlífið.
posted by Thorey @ 22:57  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile