the
 
the
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Stökkæfingin gekk bara vel í gær. Leszek er reyndar með smá áhyggjur, honum finnst ég í of góðu formi núna..... Spurning hvort ég sé að toppa á vitlausum tíma!!! Nei bara gaman að hann sé með þessi comment, hann segir þau með glotti. Ég er bara ánægð með að þetta gangi svona vel. Ég færði mig á 10 skrefa atrennu og fór 4,10 og var mjög nálægt 4,20. Kannski fiskurinn sem hundurinn fékk hefði hjálpað mér yfir hefði ég fengið að borða hann....

En á seinni æfingunni í gær hljóp ég 6x30m með rafmagstíma (pælið frjálsíþróttanördar, það er uppsett rafmagstímatæki og tekur 2 mín að ræsa það) og ég tognaði eitthvað í hamnum :( Þetta er þó bara létt tognun og ætti ekki að taka langan tíma fyrir töframennina þarna að laga það.

Svo var ég tekin í dóp test í gær. Annað testið á 10 dögum. Það gekk nú ekkert myljandi vel. Fyrst gat ég pissað alveg feiki nógu en þá mældist eðlismassinn of lár. Ég reyndi aftur eftir æfingu og þá náði ég 70ml en það þarf að ná 75ml. Gerðum þá hlé og ég borðaði spínatkássuna með bræddum osti sem ég hafði pantað frá ítölskum veitingastað. En viti menn, brunaæfing í húsinu þurfti þá að hefjast!!! Á endanum hafðist þetta þó allt saman og dópfólkið gat haldið heim á leið eftir 6 tíma process!!
posted by Thorey @ 22:06  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile