the
 
the
þriðjudagur, maí 31, 2005
Endalaust læknastúss

Tannlæknir í gær og sprautlæknir í dag... Nú meira ástandið á mér. Tannlæknirinn skipti nú bara um fyllingu því gamla góða silfrið er víst ekkert gott lengur. Bara eituefni og sullerí. Í dag hitti ég svo hann Jens vin minn og hann gaf mér nokkur skot í bakið og alveg við hásinina. Úff ég held að aldurinn sé fainn að segja til sín. Bak, hásin, öxl og hamstingur.....

Ég fékk að keyra alveg hrikalega góðan kagga í dag. Tim þurfti skutl upp á flugvöll svo ég tók það að mér og keyrði svo bílinn í dag. Þetta er SEAT sem er 150 hestöfl og 6 gíra. Hann kemst upp í 260!! Ég var sko mesta pæjan í Leverkusen í dag...

Á morgun flýg ég til Barcelona og keyri svo þaðan til Andorra þar sem ég keppi á Smáþjóðaleikunum á fimmtudag. Á föstudag fer ég svo til Sevilla og keppi þar á Grand Prix móti á laugardag. Kem svo fersk til Leverkusen á sunnudag.

Góða helgi englarnir mínir
posted by Thorey @ 20:16   5 comments
mánudagur, maí 30, 2005
Hmmmm veit ekki:

posted by Thorey @ 21:02   5 comments
Fékk eftirfarandi sent í emaili frá UNIFEM, mæli með því að þið mætið stelpur:

Kvennaþing

Boðað er til kvennaþings 4. júní að Hallveigarstöðum kl 11:00-14:00 í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá Íslands.

Með núverandi endurskoðun stjórnarskrárinnar gefst íslenskum konum í fyrsta sinn tækifæri til að hafa bein áhrif á stjórnarskrá landsins. Það er vel við hæfi að konur hefji upp raust sína nú þegar minnst er 90 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Að mörgu er að huga við endurskoðun stjórnarskrár ef tekið er mið af jafnréttissjónarmiðum. Málefnum kynjanna er ekki hægt að skipa á þröngan bás, þau snerta samfélagið allt og nú er tími til kominn að stjórnarskráin endurspegli það.

Erindi hefur þegar verið sent stjórnarskrárnefnd þar sem óskað er eftir þátttöku fulltrúa kvenna á ráðstefnu um stjórnarskrána þann 11. júní næstkomandi og má finna erindið á slóðinni: http://stjornarskra.is/erindi.

Á kvennaþinginu verður skerpt á þeim áherslum sem fram koma í erindinu og vonandi ná konur á Íslandi að fylkja sér um ákveðnar tillögur og setja mark sitt á stjórnarskrá lýðveldisins.

Við óskum hér með eftir þáttöku sem flestra samtaka og áhugasamra kvenna í kvennaþinginu á laugardaginn. Vinsamlegast látið boðið berast.

Við höfum tækifæri til breytinga – GRÍPUM ÞAÐ!

F.h. undirbúningsnefndar,

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi

Drífa Snædal, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins

posted by Thorey @ 18:22   0 comments
sunnudagur, maí 29, 2005
Takmarki dagsins náð

Í fyrsta lagi á hann pápi minn afmæli í dag en hann er nú orðinn 55 ára. Til hamingju með afmælið!!

Ég stökk á nýju stöngunum í dag í fyrsta skipti og fór 4,30. Þar með var tilgangi dagsins náð. Þetta var nú samt algjör þrautarraun því það var 35 stiga hiti og glampandi sól og mótið fór fram á heitasta tíma. Var mætt kl 12 og við lögðum af stað heim kl 18 svo maður var orðinn ansi sveittur!! Ég drakk um 4 lítra á þessum tíma og var svo tekin í dóptest og gat ekki pissað. Ég held það segji nú bara allt um ástandið. Ég var svo komin heim kl 22 og vá hvað það var gott að komast í sturtu og skola af sér öllum þessum svita...... úffff

Er byrjuð á Die Blechtrommel eða Blikktromman eftir Günter Grass. Ég ákvað að skella mér í þýskar bókmenntir en þessi bók er ein sú frægasta eftir þýskan höfund.
posted by Thorey @ 21:32   1 comments
föstudagur, maí 27, 2005
Hitabylgja

Það er 35 stiga hiti í dag!!!! Ég er að kafna úr hita. 2 síðustu dagar voru líka heitir, um 30 stig og það er spáð svona áfram.
Næsta mót er á sunnudaginn í Weissach í Þýskalandi. Þetta er lítill bær rétt hjá Stuttgart. Markmiðið fyrir mótið er að prófa nýjar stangir sem ég fékk i vikunni og stökkva 4,30m. Ég fékk 5 stangir í vikunni sendar frá Ameríku og var ein í tvennu lagi og önnur með smá höggi í. Sú stöng er stöng sem ég þarf að prófa í mótinu og athuga hvort hún sé í lagi... ojoj pínu hrædd. Leszek reyndi að prófa hana aðeins fyrir mig í gær en hann er nú ekkert of fimur karlinn ennþá svo þetta var svo hálffurðulegt test. Ég verð bara að vona að stöngin haldi!!
Hinar eru svo í lagi og eru einnig stífari en þessi. Þetta ættu að vera góðar keppnisstangir en þær eru aðeins styttri en ég hef notað síðustu 4 árin. Þessar er 4,45m en hinar eru 4,60m á lengd.
posted by Thorey @ 15:19   2 comments
þriðjudagur, maí 24, 2005
Plötuð uppúr skónum....

Ég var að uppgötva ebay. Ákveð nú að kíkja og gá hvort eitthvað fáist með Custo Barcelona merkinu sem mér finnst svo flott. Jújú hellingur alveg og ég voða ánægð með sjálfa mig að ná í kjól á aðeins 4000kr og bol á 1500kr. Þegar ég er svo að borga í gegnum netið sé ég nafnið á seljandanum. Hún hét Xinyu Tang. Þið vinir mínir sem fóruð í útskriftarferðina síðasta sumar vitið hvað það þýðir....
Vá alveg sko svekkelsi mánaðarins (fyrir utan 4,10 í fyrradag ;)...)

Ég stökk í dag á fullri atrennu og á stóru stöngunum. Það gekk bara fínt. Eiginlega bara alveg týpísk fyrsta æfing sem er bara jákvætt. Stekk svo aftur á fimmtudaginn og keppi svo á sunnudaginn í Weissach hér í Þýskalandi.
posted by Thorey @ 20:38   6 comments
sunnudagur, maí 22, 2005
Hversu ömó var þetta eiginlega?

Já ég stökk heila 4,10 í dag!! Ég fór í fyrsta skipti á keppnisstangirnar og á keppnisatrennu í dag síðan í september. Mér hreinlega leið eins og ég hefði ekki stokkið stangarstökk í aldir þótt ég sé búin að vera að stökkva rosalega vel á stuttri atrennu. Ég var þó að hlaupa mjög vel og var frekar hröð en koma alltof nálægt í uppstökkið. Einu sinni var ég svo nálægt að ég missti takið á stönginni... ÆÐI já!
En jæja, ég held ég þurfi bara 2-3 æfingar á fullri atrennu og þá kemur þetta. Ég hef einfaldlega ekki getað stokkið á fullri atrennu útaf bakinu. Ég er búin að vera að drepast í bakninu síðan í febrúar og loks á fimmtudaginn gafst ég upp og hringdi í lækninn. "Sprauta mig, bitte" Fór þangað á föstudag og á laugardagsmorgun og þvílíkur munur. Fyrsti dagurinn í dag sem ég er án verkja. Ég get reimað skóna án þess að vera að drepast á eftir, ég get beygt mig eftir stönginni minni án þess að drepast og ég get stokkið!!!
Vá hvað ég ætla að nota þessar sprautur (homopata sprautur) meira!!

Annars mest lítið að frétta nema það voru kosningar í sýslunni minni en ég misst að mestu af þeim. Hrikalegt. Sjónvarpið okkar bilaði fyrir 2 vikum.. ekki gott. Verðum að fara að fjárfesta í nýju. Ég heyrði þó í útvarpinu og Grænir bættu við sig fylgi og voru rétt undir 14%
CDU eða Kristlegir Demókratar unnu með 45%
posted by Thorey @ 20:39   6 comments
þriðjudagur, maí 17, 2005
Siðprýði fallegra stúlkna

3ja og síðasta bókin í bili í bókaseríunni. Oh, þær eru svo frábærar þessar bækur. Mér finnst svo frábært hvað þær eru eitthvað jákvæðar. Vandamál kemur upp og maður hugsar: "Nei, nú fer allt til andskotans" en það fer allt svo vel. Samt er þetta svo öðruvísi en amerísk þvæla í sjónvarpinu. Æ bara voðalega fallegar bækur og koma manni í gott skap. Svo jákvæðar eitthvað.

Ég var aldrei búin að segja ykkur frá næturgestinum okkar hér í þessu WG (wohngehmeinschaft). Angela fékk email um daginn frá þjálfara í Nebraska (hún var þar eitt ár á skólastyrk) sem sagði að það væri strákur sem vantaði gistingu í Evrópu. Angi bara já já ekkert mál hann getur verið hérna. Ok gaurinn mætir. Kolsvartur þrístökkvari frá Grenada í Karabíska hafinu. Hann er 26 ára og stekkur best 17,30 sem er rosa góður árangur. Hann er í sínum fyrsta keppnisleiðangri um Evrópu og er því ekki alveg með á nótunum.
Hann semsagt kemur á laugardagskvöld og klukkutíma seinna segist Angi þurfa að fara því henni væri boðið í grillveislu. Hún skildi greyið semsagt eftir matarlausann en hann var að koma frá Doha. Þar sem ég hafði komið fyrr þennan sama dag tilbaka frá Doha hafði ég náð að fara að kaupa í matinn handa sjálfri mér og eldað mér hakk og pasta sem ég ætlaði svo að borða afganginn af daginn eftir. Ok en ég varð nú að redda stráklingnum og hitaði því upp handa honum afganginn. Hún kemur svo heim um miðnætti og skellir sér bara undir sæng hjá félaganum sem svaf að sjálfsögðu í rúminu hennar því ekki var hún búin að skipuleggja neinn svefnstað. Hún þurfti nú aðeins að hugsa sig samt um hvað hún ætti nú að gera en komst að þeirri niðurstöðu að hún gæti alveg sofið þarna við hliðina á honum. Þau deila því nú rúmi og virðist það ekki vera neitt vandamál. (Tek fram að það er ekkert í gangi á milli þeirra þótt þau deili rúmi en mér finnst þetta bara pínu fyndið)
Til allarar furðu gengur þetta sambýli vel hjá okkur nú fjórum en þó veit ekkert okkar hvenær sá fjórði ætlar að pakka niður í töskuna sína.
posted by Thorey @ 20:57   3 comments
laugardagur, maí 14, 2005
Myndir frá Doha hér
posted by Thorey @ 19:12   1 comments
Tár gíraffans

Þá er fyrstu bókinni lokið og var hún hreint út sagt frábær. Ég mæli tvímælalaust með þeirri bók. Nú er bara að sjá hvernig næsta bók í seríunni verður, Tár gíraffans.

Qatar

Qatar var fínt. Í þetta skiptið kíktum við aðeins útaf hótelinu svo það var gaman að fá að sjá loksins borgina, Doha. Við fórum fyrst í eitthvað shopping mall sem einn karlinn vildi að við færum endilega í. Það var þó bara nákvæmlega eins og shopping mall eru í útum allan heim en mér fannst þó mjög sérstakt að vera að skoða föt og máta og við hliðina á mér var kona í svörtum kufli að raða fötum á arminn. Stelpur við erum svo heppnar að vera ekki fæddar inn i þennan heim sem þær lifa. Þó er Qatar, Bahrain og Sameinuðu furstadæmin mun opnari lönd heldur en t.d Sádi Arabía. Þar hafa konur ekki vegabréf og meiga aldrei fara úr húsi án þess að vera í fylgd með föður sínum, eldri bróður eða frænda. Þarna í verslunarmiðstöðinni sá maður þó nokkrar svartklæddar konur sem höfðu farið saman að kaupa sér föt. Já föt til þess að vera í heima fyrir framan karlinn. En mér finnst mjög gaman að skoða handtöskurnar þeirra og skóna en þetta er það eina sem er persónulegt við þær. Maður sér alveg týpurnar. Sumar glysgjarnar, þ.e hafa mjög gaman að því að skreyta sig og eru þær þá jafnvel búnar að sauma munstur í sjalið sem er yfir höf'ðinu eða jafnvel á kuflinn sjálfan.

Eftir ferðina okkar í mollið fórum við á meiri traditional stað. Mér leið þó hálf undarlega þar því aðeins ein og ein kona var á ferli. Nánast eingöngu karlmenn og auðvitað var starað á okkur eins og við værum geimverur. Þetta var hverfi sem var fullt af búðum með allskonar gullvörum, hringum o.þ.h. Við gengum um og skoðuðum en keyptum ekkert. Þrátt fyrir að heita gullhverfið þá var þetta nú frekar eins og fátækrahverfi miðað við öll nýju húsin, glæsibyggingarnar, sem ég hafði séð út um allt.

Ég set myndir frá ferðinni inn á thorey.net og segi ykkur hvenær það er til. Líklega í kvöld

En jæja þá af mótinu:

Ég stökk 4,20 og lenti í 2.sæti. Ég var hrikalega nálægt 4,35 og er bara frekar fúl yfir því að hafa ekki drullast yfir. Ég var bara að stökkva með æfingastöngum og á styttri atrennu svo 4,35 hefði verið mjög fínt. Mér finnst 4,20 vera hálf þreytandi tala og ég er löngu komin með leið á henni. En jæja það sem skiptir máli var að ég var að fíla mig bara alveg ágætlega og ég virðist vera loksins að fara að jafna mig á þessum veikindum sem ég nældi mér í heima.
posted by Thorey @ 14:06   3 comments
þriðjudagur, maí 10, 2005
Kvenspæjarastofa númer eitt

Ég var að byrja á þessari bók og hún lofar mjög góðu. Þvílík unanðstilfinning að opna bók aðra en skólabók. Ég held ég sé orðin alltof gömul fyrir þetta skólarugl, greinilega ekki með neitt úthald lengur allavega....

Ég bætti við myndum af Alinu vinkonu minni á thorey.net. Ef þið vilji sjá gelluna þá getið þið ýtt hér

Takk fyrir kommentin stelpur og Silja ég hringi í kvöld :)
posted by Thorey @ 15:14   7 comments
mánudagur, maí 09, 2005
JIBBBBÍ

Það hafðist og ég held ég nái þessu. Vona það allavega. Ég verð samt að segja að mér fannst prófið bara frekar erfitt. Kennarinn kom með allar erfiðustu útfærslurnar á dæmunum. Frekar fúlt og þá tekur þetta auðvitað óratíma sem leiddi til þess að ég sleppti alveg einu dæmi :(
En vá þvílíkur skandall ef ég færi að falla í léttasta stærðfræðikúrs verkfræðinnar!! Nei kemur ekki til greina!!

Nú tekur við stuttur svefn og svo æfing. Kannski ég taki svo til hérna hjá mér í kvöld... kominn löngu tími til.....
posted by Thorey @ 15:22   4 comments
Úff ég er enn vakandi en klukkan er að verða 03. Er eitthvað alltof hugsi. Ég er að fara yfir veturinn sem var frekar erfiður fyrir mig þetta árið, klára þó prófin á morgun en keppnistímabil að hefjast. Ég fer í mína fyrstu fer á miðvikudaginn!! Mér finnst ég ekki alveg strax tilbúin í næsta hasar. Ég er þó búin að ákveða að hefja tímabilið rólega. Stökkva bara eins og á æfingu, þ.e á æfingaatrennu á æfingastöngum. Því er ég ekki að fara að búast við neinum stórkostlegum árangri fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð.

En jæja, ég ætla að reyna að sofna. Hvað gerið þið annars þegar þið eruð andvaka?
posted by Thorey @ 00:49   1 comments
sunnudagur, maí 08, 2005
Hvað var ég að pæla?

Vá ég var að koma heim úr kaffihúsaferð með Alinu og vinkonum hennar og ég drakk double expresso og cappuccino.... úff mér er óglatt!! Ég er í algjöru koffínsjokki hérna, titra og ég hreinlega held ég fari og æli bráðum. Ég hef ekki drukkið kaffi í smá tíma og var orðin pínu þyrst...

Annars er þetta frekar fyndinn vinkonu hópur. Allt svona wannabe celebrities. Ein varð önnur í þýska idolinu, ein var söngkona í No Angels, ein er að syngja á veitingastað og í veislum og ein er að leika í þýskri sápu í sjónvarpinu.
Eitthvað pínu sorglegar... ég væri nú samt alveg til í eitt stykki söngrödd eins og þær fá að príða!

Jeij síðasta prófið er á morgun. Lík og böl er í fyrramálið og svo bara sommerferien! Allavega úr skólanum. Vá hvað ég hlakka til að geta horft á bíómyndir, lesið bækur, gert ekki neitt og fleira í þeim dúr án þess að vera að deyja úr samviskubiti.
posted by Thorey @ 19:30   0 comments
miðvikudagur, maí 04, 2005
Nú jæja fyrst það virkar þá er ágætt að fara að segja nokkur orð:

Ég er stödd á Íslandinu góða og hef það bara fínt.... núorðið..
Ég er búin að gubba ansi hraustlega, hósta, snýta mér, skyrpa hori og annað skemmtilegt. Samt búin að taka 2 próf og taka upp auglýsingu. Það fer svo að styttast í útferð aftur en ég fer á föstudaginn, fer svo í próf gegnum netið í lík og töl á mánudaginn og svo bara fyrsta mót helgina eftir það!! Jiminn eini, þetta er allt að skella á!!!

Ég verð aðeins að fá að kvarta undan ykkur Íslendingarnir mínir. Ég þoli ekki hvernig þið keyrið. Ég held það ætti bara að senda ykkur öll aftur í ökuskólann!!! Kannski það þurfi líka aðeins að breyta þar áherslunum, ég veit það svosum ekki en ég hreinlega skil ekki aksturlagið hérna. Það er hreinlega með öllum ólikindum......

Allavega, þá finnst mér margir hverjir keyra bara eins og bavíanar. Gjörsamlega bara hugsað um sig og sína eigin dollu. "ÉG ætla þangað og þú kæri minn skalt sko bara láta MIG í fríði því hér kem ÉG!!" Vá hvað þetta er attitudið í umferðinni. Dæmi:

-Ég að taka hægirbeygju frá aðkomu minni að hringtorgi, er á ytri hring. Gaur kemur á innri hring og svínar fyrir mig. Þ.e skiptir af innri hring yfir á ytri hring þegar hann fer út úr hringtorginu. AAAARRRRGGGG

-Ég er á vinstri akrein að taka framúr á hægri akrein og ætla svo strax aftur yfir á hægri nema þá er gaurinn fyrir aftan ekki að nenna að bíða í 2 sek á meðan ég skipti tilbaka og fer á hægri á undan mér og brunar framúr mér þar. "Aðeins að slaka vinur!"

-Ég er að taka framúr á vinstri og lendi fyrir aftan lullara á þeirri akrein. Að hann fatti að skipta... nei aldrei. Hann Á sko þessa akrein núna.

-Ég er á aðrein og er á leið út á akbrautina. Hægri akrein full en sú vinstri er laus. Ég gef stefnuljós og skipti yfir hægt og rólega. BÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍB heyrist fyrir aftan mig. "Ok vinur, passaðu þig nú á því að víkja alveg örugglega EKKI fyrir mér!!!!"

-Íslendingar gefa nánast aldrei stefnuljós!! Hvað er það?? Er svona erfitt að pína ljósið eða?

Vá hvað ég get nefnt endalaust af dæmum. En ég skal segja ykkur það dúllurnar mínar að það væri sko bara keyrt á ykkur í Þýskalandi, vísvitandi. Og þú yrðir í órétti.
posted by Thorey @ 23:51   6 comments
Halló góðir hálsar. Virkar þetta dót enn?
posted by Thorey @ 23:48   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile