miðvikudagur, nóvember 28, 2007 |
Gummi á Viktor |
Á fimmtudagskvöldið gefst ykkur annað tækifæri til að hlusta á snillinginn minn. Kl 23 á Kaffi Viktor spilar Gummi ásamt bassaleikara, saxofonleikara, píanóleikara og trommara. Þeir spila jazz og fönk. Örugglega mjög töff.
Ég er að koma heim á föstudaginn og verð allavega í viku, kannski jafnvel fram yfir áramót. Ég þarf að fara í myndatöku á vegum FRÍ og það gæti verið að ég nýti ferðina bara í jólafríið. Sjáum til. Hlakka allavega til að sjá ykkur. |
posted by Thorey @ 14:12 |
|
|
sunnudagur, nóvember 25, 2007 |
Frábær helgi |
Ég er búin að hafa það hrikalega gott um helgina heima hjá Angi. Borðaði líklega meira þessa klukkustundir þar heldur en samtals alla vikuna. Súpa og önd á föstudagskvöldinu, súpa, pasta, schnitzel og pitsa á laugardeginum og súpa, kjúklingasalat og ís í dag eru bara sá sýnishorn.. Úff Við byrjuðum þó á æfingu á laugardagsmorgninum eins sést á efstu myndinni. Síðan röltum við um bæ Weinheim (mynd 2) og fórum svo uppí kastala í fjallshlíðinni og sáum yfir allan bæinn. Laugardagskvöldið fór í sjónvarpsgláp en Danny og Lars sem æfa með mér voru að keppa í dýfingum fræga fólksins. Þetta er rosa stór keppni og er sjónvarpað beint frá Ólympíu sundhöllinni í Munchen. Þeir kepptu í tvíkeppni (syncroniced) en lentu bara í 2.sæti. Þeir hafa unnið þetta 2x. Dagurinn dag var svo bara át. Angi og ég fórum á ekta þýskan veitingastað með ömmu hennar og það var bara gamalt fólk þarna inni (amman vildi fara þangað). Unga fólkið fer greinilega frekar á ítölsku, asísku eða aðra veitingastaði. Þið sjáið á einni myndinni stemninguna í salnum. Neðsta myndin er svo af fjölskyldunnni. Þau komast næst því að vera mín eigin fjölskylda hér í Þýskalandi.
Familie Dies, vielen dank für alles! |
posted by Thorey @ 20:20 |
|
|
laugardagur, nóvember 24, 2007 |
Allt ad verda vitlaust... |
Buschbaum vill skipta um kyn og heimsoknum a siduna mina fjölgar um mörg thusund.. Spurning um ad nota taekifaerid og koma med eitthvad hrikalegt statement, eda bara halda afram minni rolegu bloggdagbok. Ju eg er nörd, eg nota gleraugu, eg er i staerdfraediklubbi, klaradi 199 einingar ur framhaldskola og eg stekk a stöng. Eg kys vinstri graena, er umhverfisunnandi og grenja alltaf i brudkaupum. Og ykkur finnst Yvonne ahugaverd ;) Na ja, get svosum skilid ykkur vel. Ma kannski geta thess ad af 11 thyskum stangarstökksstelpum sem hafa möguleika a ad komast i landslidid eru 5 samkynhneigdar. Eg er tho gagnkynhneigd ef thid vorud ad paela i thvi.
Allavega, eg er stödd hja foreldrum Angi i Weinheim og thad ma nu sannarlega kalla thetta endurhaefingarbudir. Hollur matur i hvert mal i bodi husmodurinnar, afslöppun og bara klukkustundaraefing i dag. Rolega vikan er ad byrja og eg fer ad gera meiri vaentingar til stökkaefinganna. Likaminn er enn heill thott hann motmaeli nu stundum. |
posted by Thorey @ 13:50 |
|
|
fimmtudagur, nóvember 22, 2007 |
karlmaður eða kvenmaður? |
Yvonne Buschbaum hefur ákveðið að hætta í stönginni og verða karlmaður. Ég er í rauninni ekki hissa á þessari ákvörðun því alveg frá því ég fyrst man eftir henni (fyrir um 8 árum) hefur hún litið út eins og strákur, reyndar með kvenlegan líkama en mjög strákslegt andlit. Hún talar alltaf um "þið kvenfólkið.." og svo notar hún karlmannssnyrtivörur. Hún er einfaldlega eitt af þeim tilvikum sem sál fæðist í röngum líkama. Þetta er í rauninni mjög sorglegt og líklega miklar þjáningar sem hún hefur átt að stríða við hingað til. Yvonne var skemmtilegur andstæðingur og ég á eftir að sakna hennar af brautinni.
Ég stökk í dag og langar eiginlega bara ekkert að tala um það. Gengur finnst mér ekki nógu vel. Er þreytt og öxlin var að pirra mig. Ég get ekki beðið eftir rólegu vikunni...
Að allt öðru. Gummi minn er að fara að spila í kvöld á Kaffi Viktor með samspilinu sínu úr skólanum. Þetta er fyrsta opinbera framkoman þeirra og ég mæli með því að þið farið og kíkið á snillinginn :) |
posted by Thorey @ 13:25 |
|
|
mánudagur, nóvember 19, 2007 |
3.daga strandsólbað |
Hver væri ekki til í það núna? Oh ... Stökk í dag og gekk bara svipað eins og síðast. Fór þó 4m og 4,10 án nokkurra vandræða en ég verð fljótt svo flöt að ég tekst ekki meira á loft. Týpísk þreytueinkenni og ég væri alveg til í 3.daga uppfrískun.. Þarf bara að taka þessa viku í nefið og svo kemur létt vika og smá hvíld. Svo styttist í jólin og heimkomu :) Hvernig fíliði næturvaktina? Ég sé þættina á Youtube og finnst þeir algjör snilld. Hrikalega ánægð að hafa fundið þá þar. "Þegi þú Ólafur!" Ég fékk frekar skemmtilegt símtal kl 9 í gærmorgun þegar Leszek hringdi og spurði hvort ég vildi koma á pönnukökuhúsið í hádeginu. Hann er nú ekki vanur að stinga uppá einhverju (aldrei) með okkur íþróttamönnunum. Þannig að Silke, hann, Anja dóttir hans og ég fórum að borða þessar hrikalegu pönnukökur með kjúklingi í karrý eða súrsætum kjúkling. Í eftirrétt var svo pönnukaka með möndlum, rúsínum, ís, rjóma og eplamús. Við fórum algjörlega afvelta út. |
posted by Thorey @ 12:15 |
|
|
laugardagur, nóvember 17, 2007 |
Æfingavikan á enda |
Jæja þá er 25 tíma æfingavikan á enda og satt að segja er sunnudagurinn á morgun kærkomin hvíld. Ég æfi þó aðeins öðruvísi en áður eða ég tek bara tvær erfiðar vikur í einu í stað þriggja. Síðan kemur róleg vika. Allt gert til að halda mér heilli og svo er auðvitað regla númer eitt að hlusta á viðvaranir frá líkamanum. Hann lætur vita ef honum er misboðið. Á milli æfinga er svo sauna, bað með matarsóda, nudd, laser, golfkúlunudd og kæling.
Ég komst að einu í dag, ég er lofthrædd. Já stangarstökkvarinn er lofthræddur og þetta er í fyrsta sinn sem ég viðurkenni það... Við vorum að klifra í kaðli í dag en efst uppi (sem er þakið í frjálsíþróttahöllinni) áttum við að sleppa kaðlinum og láta okkur detta á bakið í stangarstökksdýnuna. Ég hefði getað skælt af hræðslu... Algjör auli, sleppti ekki fyrr en ég var búin að klifra hálfa leið niður aftur. Þetta er náttúrlega bara skandall.
Annars var ég að pæla með eitt. Ég er núna búin að vera með sama þjálfarann í 4 ár og ég held að flest ykkar hafið ekki hugmynd um hvað hann heitir. Þyrfti eiginlega að búa til skoðanakönnun hér til hliðar og athuga hversu margir vita það.
En jæja það er leti hér á bæ eins og vanalega. Ég hreinlega fer ekki útúr húsi nema til að fara á æfingu. Ætlaði að reyna að kíkja einn hring í bænum hér í Leverkusen en nei ekki glæta að ég nenni út. Ég er svosum ekki búðum hæf með þetta flotta hrúður á og í nefinu. Ofaná allt saman er ég að fá þessa líka fínu frunsu. Eins gott að ég er ekki heima á Íslandi núna heldur bara týnd í Þýskalandinu... það kemur sér oft vel. |
posted by Thorey @ 15:58 |
|
|
fimmtudagur, nóvember 15, 2007 |
Ekki enn dauð úr öllum æðum.. |
Æfingin var ekkert super, en vó hvað var ég að pæla á mánudaginn. Gat stokkið í hverju aðhlaupi núna en er þó ekki sátt með vinnsluna hjá mér á stönginni. Er með rosa gott plant en svo bara fer ég í sumarfrí á stönginni. Þarf að vinna betur í að klára stökkið í gegn. Fór mína 4,10 enn einu sinni en átti þó nokkur ágætis stökk á 4,20. Þetta kemur hægt og rólega. Hækkaði gripið aðeins meira í dag og er það alltaf skref í rétta átt.
Seinnipartinn var síðan hoppæfing ásamt klukkutíma stöðuæfingum. Það merkilega við þá æfingu er að ég hef ekki farið í gegnum svona hoppæfingu síðan árið 2005!! Já stór sigur í dag og fæturnir eru bara eins og nýjir :)
Smá viðvörun til ykkar íþróttafólks. Þið sem kaupið/notið Kinesiotape passið að á límhliðinni séu óbrotnar sin/cos bylgjur. Það má ekki koma strik í gegn og munstrið á heldur ekki að vera öðruvísi en bylgjur. Það eru víst margar eftirlíkingar í gangi og keypti ég meðal annars tape sem er með þverstrikum í og engum bylgjum. Vildi bara láta ykkur vita því ég hafði sjálf aldrei pælt í þessu fyrr en sjúkraþjálfari hérna sagði mér frá þessu.
Það er hreinlega ekkert annað en mínar eigin íþróttir í fréttum. Er föst í eigin æfingapælingum og plönum. Pæli lítið í öðru þessa dagana, svo þið verðið bara að lifa með því í nokkrar vikur :) |
posted by Thorey @ 19:29 |
|
|
miðvikudagur, nóvember 14, 2007 |
Súpa í feisið |
Já titillinn lýgur ekki. Ég fékk hvorki meira né minna en frussandi 90°grænmetissúpu beint í feisið í dag. Er með grænmetisæði þessa dagana og sauð ég grænmeti í dag til að gera súpu. Setti hana svo í mixerinn nema það að ég er búin að týna lokinu á hann og var bara með undirskál sem ég hélt við. Það gekk ekki betur en þetta: blaðra á nefið og rauðflekkótt andlit. Sexy.
Að öðru leiti er allt gott að frétta. Búin að æfa eins og brjálæðingur á mánudag og þriðjudag en svo reyndar bara ein æfing í dag. Fór í gær á völlinn kl 9.30 og var komin heim kl 19.30. Inní því voru 2 æfingar, sjúkraþjálfun og læknisheimsókn. Læknirinn kemur á völlinn á þriðjudögum og ákvað ég að fá mér nokkrar hressingasprautur í bakið. Þið haldið eflaust að ég sé orðin kresí í sprautunum en þannig er mál með vexti að mitt árlega bakvandamál er í gangi núna. Hef engar áhyggjur af þessu enda læknast það vandamál alltaf með þessum tilteknum sprautum. Fæ þetta alltaf þegar ég er að stökkva þreytt á haustin.
Já og stökkæfing á morgun. Kvíði nú reyndar pínu fyrir henni, ég er skert á sál eftir súpuskvettuna og þreytt eftir ofuræfingarnar í vikunni. En sjáum til hvað gamla konan hristir fram úr erminni á morgun.. |
posted by Thorey @ 19:38 |
|
|
mánudagur, nóvember 12, 2007 |
|
Ah gekk ekki alveg nógu vel. Stökk 4,10 og var bara á felgunni eftir það. Kiknaði allaf í hnénu og náði ekki uppstökki. Vetraræfingarnar sitja meira í mér en ég var að vona. Stökk ekki í göddum en tók nokkrar hraðaraukningar og uppstökkæfingar í þeim og fann ekkert til! Ákvað að láta það duga til að byrja með, verð að vera skynsöm. Stekk næst á fimmtudaginn og verð þá kannski aðeins lengur i göddunum.
Lyftingar seinni partinn svo ég ætla að fara að leggjast með tærnar uppí loft... |
posted by Thorey @ 12:08 |
|
|
sunnudagur, nóvember 11, 2007 |
Kalt... og löt |
Sjæse hvað ég er ekkert búin að gera um helgina. Tja, jæja ég fór í áhugaleikhús á föstudagskvöldið með Angi og eftirá borðuðum við pizzu með miklum hvítlauk... namm. Gær var bara æfing og sauna og svo heim í leti... og er búin að vera heima í leti síðan. Er að reyna að sannfæra sjálfa mig um að fara á körfuboltaleikinn í dag en ég veit ekki hvort ég komi mér útúr húsi. Sjáum til. Í þessari leti minni tókst mér þó að setja myndir í header og profile hér á blogginu. Hinar duttu út því þær voru á HÍ svæðinu mínu en eins og þið vitið er ég hætt (í bili allavega) þar. Svo föndraði ég nokkur jólakort.. Ég er svo ekki týpan í að föndra jólakort. Hef aldrei gert það áður og mun líklega aldrei gera það aftur, ekki alveg það skemmtilegasta að mínu mati. Ætlaði að taka jólakortin þetta árið alveg með trompi, þ.s ég hef haft lítinn tíma til að skrifa þau áður, og föndra öll, en vó, nei takk. En ég hef lært að meta föndruðu kortin ykkar sem þið hafið sent mér í gegnum árin..
12 skrefa stökkæfing í fyrramálið og ég er að gæla við að kíkja í gaddana. Nú eru 5 vikur frá Cortison sprautunum og ég er enn í lagi. Ég er samt mjög hrædd gaddaskóna því ég vil að sjálfsögðu haldast heil og þeir hafa verið algjört eitur á lappirnar á mér hingað til. |
posted by Thorey @ 13:15 |
|
|
fimmtudagur, nóvember 08, 2007 |
Stökkæfing, jaZZ og hrein föt |
Stökkin hjá mér eru öll að koma til og er ég komin á 12 skrefa atrennu. Fyrir mig er þetta frekar snemmt, þ.e í byrjun nóv að vera komin á 12 skrefin. Það er vanalega mjög erfitt að stökkva á þessu tímabili útaf miklu álagi. Þrátt fyrir álag hefur mér tekist að halda mér nokkuð ferskri þar til reyndar í þessari viku. Ég fór þá bara eitt skref afturábak í álaginu, sleppti mánudagsstökkæfingunni tók minni sprettæfingu og negldi svo á það í dag. Fór 4,10 á 10 skrefum og átti nokkur góð stökk á 4,20 á 12 skrefum en fór þó ekki yfir. Ég er þó ekki í gaddaskóm. Mun auka álagið aftur í næstu viku og þá er bara að sjá hvernig stökkin þróast. Ég er nú líka bara helvíti hröð miðað við nóvember, griphæð meiri og hásinar í lagi :)
Kíkti á jazz tónleika í gær með stelpu sem er ný flutt hingað frá Írlandi. Hástökkvari. Líst vel á hana og aldrei að vita nema maður sé kominn með nýjan félagsskap. Það var allavega gaman í gær og tónleikarnir voru fínir.
Haldiði að mín hafi ekki bara þvegið þvott í gær! Fyrsta skipti síðan ég fór út = 3 vikur. Hrúgan var orðin ansi stór en það fyndna var að skúffurnar og skáparnir voru enn fullir... B.t.w þvottavélin er bara æði :) |
posted by Thorey @ 12:46 |
|
|
mánudagur, nóvember 05, 2007 |
|
Helgin var fín, kíkti meira að segja aðeins útá lífið. Fór með 2 stelpum á einhvern dans klúbb í Köln og dönsuðum við þar eins og vitleysingar. Það er mjööög langt síðan ég gerði það síðast og líklega mjög langt þangað til ég mun gera það aftur. Ég hreinlega held að ég hafi ekki farið og dansaði síðan í júní... Síðasta ár hefur líka farið að mestu leyti í hásinasparnað. Það eru jass dagar núna í Leverkusen og er ég eiginlega bara miklu frekar til í að kíkja á skemmtilega tónleika heldur en að djamma. Stefni einmitt á það núna í vikunni.
Ég er mikið að spá þessa dagana hvort ég eigi að eyða auka tímanum mínum í eitthvað hobby eða bara njóta þess að gera ekki neitt og hafa tíma til að horfa uppí loftið og hlusta á tónlist. Finnst það reyndar algjört æði. Var þó að spá í að fara í saumakúrs, prjónakúrs, þýskukúrs, sænskukúrs, kínverskukúrs, yogakúrs, danskúrs, matreiðslukúrs og ljósmyndakúrs. Þetta er eitthvað sem mig hefur langað til að gera síðustu 4 árin en ekki leyft mér útaf skólanum. Held ég verði nú samt að velja eitthvað úr enda ekki 30 tímar í sólarhringnum. Svo verð ég að hafa tíma til að taka mínar 9 æfingar í viku, elda og letingjast.
Keypti super þvottavél á föstudaginn frá AEG með öllum mögulegum tökkum á 48.000. Heyri að svona tæki kosti um 80-90 þús á íslandi. Vá hvað þá eftir að vera gaman hjá mér að þvo næsta árið :)
Litla frænkan (dóttir Alberts bróðurs) var skírð um helgina nafninu Elísa Rún. Finnst það alveg rosalega fallegt. Til hamingju með nafnið :)
En jæja ég er komin með internet heim svo þið verðið endilega að vera dugleg að tala við mig á skype eða á msn. Finnst ég stundum pínu einmanna hérna enda orðin rosalega vön þröngri búsetu með fullt af fólki. Finnst nú samt æði að búa hérna ein og ég nýt þess í botn.
Eru myndirnar hér til hliðar og að ofan dottnar út?? |
posted by Thorey @ 19:49 |
|
|
laugardagur, nóvember 03, 2007 |
Allt við það sama hér.. |
Fór á 10 skref á fimmtudaginn og gekk það fínt fyrir fyrstu æfingu. Fór aftur 3,90 á 8 skrefunum og svo 4m á 10 skrefum. Allt í rétt átt.
Á fimmtudagskvöldið fór allur hópurinn minn að hitta stangarframleiðandan sem framleiðir stangirnar okkar. UCS Spirit. Hann var staddur á sýningu í Köln og við kíktum á hann þar og fórum svo að borða með honum. Ég náði að díla við hann um 4 nýjar stangir!! Veit ekki enn hvort ég fái þær allar gefins en þó eitthvað af þeim. Þessar stangir koma í beinu framhaldi af þeim sem ég notaði í sumar. Ég fór á stífustu stöngina mína í Osaka og hún var alltof mjúk. Var með uppistöðurnar í 80cm sem er það lengsta svo 4 stífari stangir munu koma sér vel næsta sumar. Hlakka hrikalega til að stökkva á þeim.
Ég fæ netið loksins á mánudaginn. Ég sit núna á kaffihúsi hér í Leverkusen. Já, hér er kaffihús með interneti. Ég varð jafn hissa og þið við að finna það. Leverkusen er allt í einu orðin að allt annarri borg en ég þekkti áður. Eftir flutningana og eftir að hafa fengið bíl er Leverkusen bara ekkert svo slæm borg eftir allt. Reyndar bara mjög falleg :)
Angi kemur í kvöld að borða hjá mér svo það er bara rólegheit á dagsskránni eins og vanalega.
Ég sakna ykkar þarna heima :* |
posted by Thorey @ 15:08 |
|
|
|
|