þriðjudagur, nóvember 30, 2004 |
|
"Á é a sprauta´chana?"
Ég fór í sprautu í dag en sem betur fer á ekki jafn slæmum stað og Heilsubælinu í Gervahverfi. Ég fékk sprautu í rassinn! Ég er búin að vera með einhvern andskotann aftan í lærinu síðustu tvo mánuðu eða síðan ég fór í hina margfrægu TMC sumarbústaðarferð. Heiti potturinn var aðeins of lítill fyrir okkur 10 og minnir lærið mig á það á hverjum degi... Fór nú í MRT myndatöku í dag og góðu fréttirnar eru þær að það er voða lítið að bakinu á mér (Dr.-arnir héldu að þetta væri úr bakinu), kannski ein taug örlítið klemmd. Slæmu fréttirnar eru samt þær að ég er grunuð um geðklofa. Nei ekki svo slæmt, ég held að fólk trúi mér nú alveg þegar ég segi því að ég sé slösuð eftir að sitja í heita-potti á Íslandi.
Ég hef þó verið með eitthvað í setbeininu líka og fékk sprautu við því í dag. Það getur verið að trufla hamstringinn. Sjáum til næstu daga.
Verð að fara og skola úr hárinu á Angelu, hún var í einhverjum litunarmeðferðum.....
|
posted by Thorey @ 21:12 |
|
|
sunnudagur, nóvember 28, 2004 |
|
Nýtt lúkk
Það var kominn tími á smá breytingar á síðunni. Myndin er nú kannski ekki sú besta en þetta er meira svona tilraunarmynd sem verður til að byrja með (ég er svo ansi þreytuleg á henni.. hehe).
Hvernig líst ykkur á?
p.s ég er búin að vera ofurdugleg að læra um helgina :)
|
posted by Thorey @ 22:10 |
|
|
föstudagur, nóvember 26, 2004 |
|
Brúðkaupsafmæli
Annar þjálfarinn minn, Hans-Jörg, á 12 ára brúðkaupsafmæli á morgun og kemst þessvegna ekki á æfingu....
Hafið þið heyrt um svona dæmi áður???
Ég veit ekki betur en að flestir KARLMENN gleymi nú bara að þeir eigi brúðkaupsafmæli, hvað þá að þeir mæti ekki í vinnu á þessum sérstaka degi.....
Allavega finnst mér Hans-Jörg bara dúllulegur :)
|
posted by Thorey @ 23:11 |
|
|
fimmtudagur, nóvember 25, 2004 |
|
Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi
Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi, nauðgun eða misnotkun á ævinni. Svo er einnig sagt að kynbundið ofbeldi er talið vera einn af aðal heilsufarsvandamálum kvenna í dag!
25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þessi dagur var valinn til minningar um Mirabal systurnar frá Dóminíska lýðveldinu en þær voru teknar af lífi vegna skoðanna sinna á 7.áratugnum. Þær voru þekktar sem "The Unforgettible Butterflies" og urðu táknmynd um afnám kynbundis ofbeldis um alla Rómönsku-Ameríku.
Ég gerði nú samt ekkert sérstakt í dag. Sótti um að fá að taka fjarpróf, þ.e að taka lokaprófið í Samgöngutækninni hérna úti. Ég hélt reyndar fyrst að ég þyrfti að fara alla leið til Brussel til að taka prófið en prófstjórinn sagði mér í dag að ég gæti jafnvel fengið að taka það í æfingahöllinni minni en ég yrði að finna einhvern ábyrgan til að sitja yfir mér. Þvílíkur munur ef þetta getur orðið. Ég er reyndar í svona nettu stress kasti útaf prófunum mínum en ég er langt í frá búin að læra nóg í vetur. Svolítið erfitt að æfa tvisvar sinnum á dag, sjúkraþjálfun 2-3 sinnum í viku og þá stundum að keyra í 1 og 1/2 tíma aðra leið til að fara í trítment, þýskuskóli 2 sinnum í viku, elda, kaupa í matinn og taka til eftir 2 sóða-óþekktarunglina...(nei þau eru ekki svo slæm greyin).
Vistfræði prófið tek ég svo heima. Ég hef nú ekki enn opnað þá bók né lesið staf í því námskeiði. Ég hef þó skilað verkefnunum og lært í kringum þau. Ég mun líklega hafa viku til að lesa undir prófið... fooooooooooooooooooooooookk
|
posted by Thorey @ 22:10 |
|
|
þriðjudagur, nóvember 23, 2004 |
|
Ég datt í Lifandi vísindi í gærkvöldi og þegar það gerist fer ég stundum í ákveðinn hugsanapakka.
Husið ykkur alheiminn, allar reikistjörnur, halastjörnur, tungl og blalblabla... . Hugsið um vetrarbrautina og jörðina. Hugsið um allar dýrategundir, homo sapiens og svo um að þið séuð virkilega til.
Finnst ykkur þið ekki mikilvæg í þessum heimi?
|
posted by Thorey @ 21:04 |
|
|
mánudagur, nóvember 22, 2004 |
|
3ji kaflinn í Sammaranum!!!
Veistu, stundum skil ég ekki heldur vini mína.... SHE viltu þýða s´il vous plait (eða er ég kannski ein sem skil ekki, vá það væri pína)..
En allavega, ég lifði af lestarferðalagið og það sem meira er, ég náði öllum lestum og komst leiða minna. Það leit reyndar ekkert mjög vel út í byrjun. Ég var semsagt á leið frá Lev (Lifrarkássu nafnið á TMC-Katy heiðurinn af) til Kölnar þegar ég ákvað nú að kíkja á miðana mína. Það er reyndar mjög óvenjulegt að ég kíki á miða og hvað þá að ég kíki rétt á miðana (orsökin komin fyrir fjölda klúðursferða). En jæja, leit á miðana og sá að ég átti ekki pláss fyrr en næstu helgi!! Ég sagði við kelluna, sem seldi mér miðann, að ég vildi fara núna en þýskan mín er greinilega ekki orðin nógu góð :( Það gat ekki verið að hlutirnir gengu áfallalaust fyrir sig, bara gerist aldrei hjá mér.. (og kannski ekki heldur hjá Sigrúnu Fjeldsted, en þess má geta að hún er mun verri..;)...). Það var bara um eitt að ræða, breyta miðanum í snatri en ótrúlegt en satt hafði ég lagt af stað tímanlega en þó var ég í mikilli tímaþröng því raðirnar í þjónustucenter eru alltaf alveg hrikalega langar. Ég tróð mér fremst með þeirri afsökun að ég væri að fara til "Frankreich und mein zug fehrt gleich" og stelpu greyið, sem var útgrátin, sagði bara já ok ég er þegar búin að missa af minni. Restin af röðinni (20m) gáfu mér MJÖG illt auga. Afgreiðslukellan var nú ekkert á því að hjálpa mér og fórum við bara hálfpartinn að rífast. ÞJÓÐVERJAR ERU MJÖG STÍFIR reglan sannaðist enn einu sinni. Hún vildi að ég borgaði meira og ég tók þá fram peninginn. Hún var nú samt ekkert á því að hætta að tauta. Þá sauð á mér næstum því og ég hreytti út úr mér á minni fallegu þýsku sem er með enn fallegri framburð: "ich betzale ja, hier ist das geld" Ég var sko þegar búin að borga 210 evrur fyrir miðann og þarna bættust við 40 evrur svo það er nú ekkert ódýrara að taka lestina.
En Damien Rice var kominn á fóninn áður en langt um leið og lærdómur kominn á fullt. 2x4 tímar í lest (skipti um lest í París) er þó fullmikið og bílvekin var orðin ógurleg þegar ég loks komst til Clermont.
Hjá Hildi frænku borðaði ég svo á mig dyragætt. Hildur er snilldarkokkur. Hún á líklega allar uppskriftarbækur sem hafa verið gefnar út á Íslandi og maturinn hennar bragðast betur en matur Sigga Hall og Olivers til samans. Ég fékk til dæmis önd í appelsínusósu og geggjaðan indverskan pottrétt. Já ég var sko í góðu undirlagi...... ég meina sko yfirlæti....(smá einkahúmor)..
Takk fyrir mig Hildur :)
|
posted by Thorey @ 21:57 |
|
|
miðvikudagur, nóvember 17, 2004 |
|
Off to France :)
Á morgun fer ég til Clermont Ferrand til að heimsækja frænku mína og fjölskyldu. Ég fer með lest en ferðalagið mun taka 9 klukkutíma. Mér finnst samt miklu betra að ferðast með lest heldur en með flugvél. Ég er komin með algjört ógeð af flugvélum og flugvöllum en dýrka að sitja í lest, horfa á landið fjúka hjá og með Damian Rice í eyrunum. Það er ekki til betri lestartónlist en Damian Rice. Ég held það sé því hann er svo hugsi og er svo mikið að pæla í ástinni sem hann missti af .. Cheers honey.. cheers to your loverboy... .... I´ve got your wedding bells in my ears....
Tíminn í lestinni verður þó nýttur í lærdóm þótt ég sé með smá ógeð af lærustússi eftir þetta skýrslumaraþon síðustu daga. Ég byrjaði á sunnudagskvöld á gróðurskýrslu sem snérist um vettvangsferð sem ég komst ekki einu sinni í því ég er jú hérna í Lifrarkássu. Ég hef ekki heldur mætt i neina tíma hvað þá byrjuð að lesa í bókinni svo ég gerði 25 síðna skýrslu um vettvangsferð sem ég hafði enga vitneskju fyrir... vona að kennarinn lesi ekki bloggið mitt ;)
Markmið lestrarferðarinnar verður að lesa 3 kafla í Samgöngutækni!! Niðurstöður og ályktun fáið þið eftir helgi.
Góða helgi
L´horey
|
posted by Thorey @ 23:39 |
|
|
mánudagur, nóvember 15, 2004 |
|
LÖG Á KENNARA!!!
Maður eitt spurningamerki þegar horft er á forgangsröðina hjá yfirvöldum. Hugsanagangurinn nær ekkert lengra en í núið hjá þeim. Ekkert nema skyndilausnir í staðinn fyrir framtíðarúrlausnir. Nú er heldur ekki hægt að semja almennilega við kennara því þá er hætta á að ASÍ samningarnir fari allir til fjandans. Fattar fólk ekki að á bakvið kennarastarfið stendur mikil menntun og mikil ábyrgð. Kennarar hálfpartinn ala upp börnin í dag og er fólki alveg sama hverjir sjái um það starf??? Er þetta ekki starfið sem elur upp þá einstaklinga sem munu erfa landið???? Maður bara skilur ekkert í þessu liði!!!!
Ríkið verður bara að auka útgjöld til sveitarfélaga svo það sé hægt að semja um mannsæmandi laun. Neinei frekar er bútur af jökli fluttur til Parísar ásamt tonni af liði til að kynna okkar svona líka frábæra land sem er stjórnað svona líka æðislegu fólki. Svo er hugmyndaauðgin alveg gífurlega eða þannig þegar kemur að uppbyggingu. Iðnbyltingin tröllríður Íslandi þessi árin. Álver-álver-álver, þau eiga að leysa okkar vanda.... en samt er ekki hægt að borga kennurum laun og það er komin 21.öldin!!!
Ég fékk e-mail frá ákveðnum kennara sem ég þekki persónulega og er hann heldur betur svekktur:
"Þetta er búið að vera frekar skrítið haustverkfall í 7 vikur sem endaði með lagasetnigu. Ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn sár og reið þegar ég heyrði að þetta hafi verið niðurstaðan, og sama verð ég að segja um alla þá kennara sem starfa með mér. Já menntun er máttur og gildi hennar, að fjárfesta í æskunni með góðri menntun í grunnskólum og svo framvegis heyrir maður mikið þessa dagana hjá stjórnmálamönnum. En svo mikið er víst að þetta eru orðin tóm og engin er til í að gera neitt þegar að hækka á laun kennara. Viðmið launanefndar virðast vera verkamenn ASÍ og ef við mundum fá einhverja raunhæfa hækkun mundi það rugga þjóðarskútunni allverulega. En að ráðast í HUGE - framkvæmdir upp á hálendi það virðist hafa minor áhrif,hvar er forgangsröðunin og ræktun mannauðs þegar á reynir. Þinn maður Ögmundur átti góða spretti í þinginu ásamt Össuri en það var ekki nóg.Nú sitjum við kennarar eftir 7 vika verkfall með enga launahækkun,engar stríðsbætur og gerðardóm sem er búið að leggja skýrar línur fyrir og allt bendir til að úrkoman úr honum verði engu betri en MT- TILBOÐIÐ sem kennarar felldu með 93% Já Þórey mín, minni sjálfsvirðingu sem kennara hefur stórlega verið misboðið og ég efast um að ég og margir kennarar geti farið í vinnuna á mánudaginn.Það er ekki líkt mér að gerast lögbrjótur en nauðsyn brýtur lög eða réttara sagt ólög eins og við kennarar segjum nú. Mitt atkvæði í næstu kosningum verður ekki gefið stjórnarflokkunum eða mennigarmálaráðherra vorum eins og við kennarar köllum hana. Eins mun ég vandalega skoða og strika þá bæjarfulltrúa sem nú sitja úr í næstu bæjarstjórnarkostningum, því þögn er sama og samþykki og það að skýla sér bak við launanefnd er ekki ásætanlegt.Síðan bitnar öll reiði foreldra á okkur kennurunum og þurfum við sífellt að vera að verja okkar vinnutíma og kjör."
Það er greininlegt að kennurum finnist hreinlega að það hafi verið valtað yfir þá. Þetta er sorgleg staða í samfélaginu okkar. Mig dreymdi alltaf um að vera kennari þegar ég var lítil og var byrjuð með litla bróður í skóla þegar hann var 4 ára.. jájá var með skólastofu með krítartöflu og gamlar lestrarbækur frá mér. Sama hvað ég eltist stóð ég alltaf við drauminn með það samt í huga að þegar ég yrði komin á vinnumarkaðinn væru launin pottþétt komin í lag svo ég þyrfti nú ekki að hafa áhyggjur af því. Námsáætlun mín breyttist þó snöggt þegar ég byrjaði í stangarstökki og fór að búa um víða veröld. Ég er orðin 27 ára, ekki enn komin út á vinnumarkaðinn og laun kennara ekki mannsæmandi.
Ég veit að þessi ákveðni kennari mætti ekki í skólann í dag.
|
posted by Thorey @ 21:57 |
|
|
föstudagur, nóvember 12, 2004 |
|
Kalli, takk fyrir að lesa bloggið mitt og gangi þér vel í nýju vinnunni þinni á mánudaginn :) |
posted by Thorey @ 19:06 |
|
|
fimmtudagur, nóvember 11, 2004 |
|
Úfff ég byrjaði daginn kl 03:30 með því að keyra Richi og Rens útá flugvöllinn i Düsseldorf. Í staðinn fæ ég að hafa bílinn hans Richis í 3 vikur eða á meðan þeir félagar eru viku í Jonsborugh þar sem fullt af amerískum stangarstökkvurum æfa. Síðan fara þeir í tvær vikur til Hawaii því Ty Harvey (stangarstökkvari) og Amy Acuff (hástökkvari)eru að fara að gifta sig. Vá hvað ég væri til í smá sól, sumar, honolulu bol og flippfloppa.
Ég skrapp svo til Siegen í dag í sjúkraþjálfun. Þetta er 130 km í burtu en ég var þó bara klukkutíma á leiðinni þangað. Á bakaleið var ég á rush-hour og þegar ég beygði af A4 inn á A3 var rosa umferðarteppa. Ég ætlaði því að vera rosa sniðug með því að hætta við að fara inn á A3 og hélt áfram og endaði svo á því að villast og þegar ég vaknaði til lífsins og fór að þekkja til fattaði ég að ég hefði einfaldlega farið aftast í röðina.. komin semsagt á A3 en svona 10km aftar en ef ég hefði beygt inn á i upphafi. Svona er maður gáfaður já!!
Talandi um gáfur, ég held þið verðið að kíkja á þetta!! |
posted by Thorey @ 21:24 |
|
|
miðvikudagur, nóvember 10, 2004 |
|
Ég var að setja link á nokkur börn sem ég "á". Ef ég er að gleyma einhverjum .. úpps þá.. eða þið viljið ekki hafa linkinn þarna látið mig þá vita sem fyrst. |
posted by Thorey @ 18:14 |
|
|
|
|
Ég fór í sund og gufu í gær. Eins og þið vitið þá þarf að vera nakinn í gufu hér í Þýskalandi..... ojoj en ég er svo sniðug, ég valdi auðvitað frauenstag!! Ég fór í síðustu viku á venjulegum degi og þótt ég þekki engann þá bara meika ég ekki að vera nakin um alla þessa karla sem fara í gufu til að horfa á kvenfólkið!! Vibbi. En þetta er samt rosalega notalegur staður þegar maður getur slakað almennilega á. Þarna eru 4 gufur og heitur pottur og svo er lítil útisundlaug (notabene, ferð líka nakinn í hana) og hvíldarherbergi með arin og veitingabar. Þarna er hægt að sitja á sloppnum við arinn, lesa góða bók og sötra einhvern bragðgóðan og svalandi drykk.
Angela er alveg ótrúleg! Kærastinn hennar kemur í heimsókn til hennar í kvöld og verður fram á morgun. Hann er þrítugur (hún tvítug), skilinn og á eitt barn. Hann fer svo á morgun og annaðkvöld kemur fyrrverandi kærastinn hennar og verður fram á sunnudag.... hún á bara eitt rúm....
Svo var hún að bjóða mér með sér og tveimur "vinum" hennar til Dusseldorf á einhvern bar á miðvikudagskvöld í næstu viku. Og ég spurði auðvitað hvaða vinir hennar þetta væru. "Æ, tveir strákar sem ég hitti á bar á föstudagskvöld...." jájá einmitt!!
Ég spyr, er svona system sniðugt eða ekki? Ég held að þetta mundi aldrei gerast á Íslandi í fyrsta lagi þar sem fólk er svo bælt þegar kemur að flörti og svo held ég að flestum finnist þetta ekki við hæfi ef maður er á föstu. Hún er samt voða skotinn í þessum kærasta og er ekkert að fara að gera með hinum gaurunum plús að hún er bara tvítug. Stundum finnst mér þetta fáránlegt og stundum finnst mér þetta kannski allt í lagi.. en ég yrði nú samt brjáluð ef kærastinn minn mundi haga sér svona...!! |
posted by Thorey @ 17:16 |
|
|
þriðjudagur, nóvember 09, 2004 |
|
Ég horfði á The Shining um helgina...ein... úff hún er svakaleg! Ég horfði á Stanley Kubrick útgáfuna með Jack Nicholson og hann var alveg hrikalega góður í henni.
Ég er búin að ákveða að fara að heimsækja frænku mína í Frakklandi ekki núna um helgina heldur næstu. Það verður ljúft að fá almennilegan mat (ég er ekkert alltof góður kokkur..), sofa, sötra rauðvín og versla jafnvel eitthvað smávegis. Ég ætla að fara með lest en það tekur um 8 tíma. Ég get þá nýtt þessa 16 tíma í að læra og vinna upp eitthvað af því sem ég hef slugsað með.
Partýið ógurlega nálgast. Ég og Angela, meðleigjandinn minn, vorum að spá í að fara í svona dollarabúð og kaupa á okkur eins outfit og vera þá sama manneskjan klónuð. Roman, fyrrverandi meðbúandi, ætlar að vera með stóra klukku á öxlinni með skikkju og með hárið útum allt en það nær milli eyra og axlna á honum.
Ég held ég verði að muna eftir myndavélinni á laugardaginn.. :) |
posted by Thorey @ 13:08 |
|
|
sunnudagur, nóvember 07, 2004 |
|
Vikan er nú búin að vera ósköp venjuleg hjá mér, sofa, borða, æfa og læra. Það er nú ýmislegt búið að ganga á heima og í USA. Vikan er búin að vera mjög viðburðarrík fréttalega séð. Bush vann forsetakostningarnar og kom það mér ekkert á óvart. Ég vonaði þó að Kerry ynni. Mér finnst nú forsíðufyrirsögn á Daily Mirror segja það sem segja þarf: "How could 59.xxx.xxx people be so dumm?"
Svo er byrjað að gjósa í Grímsvötnum eins og þið vitið og vá hvað ég væri til í að vera að vinna Vatnamælingum Orkustofnunnar núna (var þar haustið 2000). En ég get huggað mig við 15 stiga hitann og sólina sem er hérna í Þýskalandi núna.. |
posted by Thorey @ 14:01 |
|
|
mánudagur, nóvember 01, 2004 |
|
Gleðilegan mánudag.
Nú er bara að koma að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og allir að spá og spögglera um úrslitin. Ég heyrði nokkuð góða umræðu hérna í útvarpinu. Einn spáði Kerry sigri í kosningunum en Bush yrði samt forseti.... Svo sagði annar að Kerry fengi líklega 51% atkvæða og Bush 52%....
Ég held það sé bara ansi mikið rétt í þessu hjá þeim.
Helgin var róleg. Ég lærði og lærði en horfði þó á eina bíómynd í tölvunni í gær. White chicks hét hún og gat ég hlegið bara andskoti mikið. En vá, þvílíkt rugl.
Það er búið að bjóða mér í partý þann 13.nóv (fékk boðskortið fyrir viku, þjóðverjar svolítið mikið fyrir að skipuleggja sig...) en þeman er framtíðin og verða allir að koma í búning annars kemst maður ekki inn (þarna kom ástæðan fyrir tímanlegu boðskorti). Hafið þið hugmyndir að búningi??? |
posted by Thorey @ 19:16 |
|
|
|
|