fimmtudagur, mars 31, 2005 |
|
Ég fékk páksaeggið mitt í dag!!! "Góð er bætandi hönd, ill er spillandi tunga"
Fannst þetta ansi góður málsháttur!!!!!
Og um námið: Já já ég klára nú verkfræðina, þótt það taki kannski aðra eilífð........ |
posted by Thorey @ 21:30 |
|
|
þriðjudagur, mars 29, 2005 |
|
Er ég á vitlausri námshillu?
Já eftir of mörg ár í námi... er ég í smá námskrísu. Mér finnst mjög gaman reyndar að læra það sem ég er að læra og hef áhuga á því efni en fór þó að pæla hvort mig langi ekki til að þjálfa þegar ég er sjálf hætt þessu sprikli. Ég er búin að sanka að mér alveg ótrúlega mikilli reynslu úr þjálfaraheiminum með því að búa á Íslandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og svo núna í Leverkusen. Einnig hef ég hitt of marga sjúkraþjálfara og veit því ýmislegt þótt ég hafi ekkert lært. Ég fór að pæla í þessu öllu eftir að Leszek sagði við mig á laugardaginn að þegar ég væri hætt og komin til Íslands ætti ég að fara að læra íþróttaþjálfun og verða þjálfari því hann héldi að ég yrði góður þjálfari.... mont mont... Sjálf vil ég endilega haldast inn í íþróttinni eftir að ég hætti en eins og er get ég ekki hugsað mér að detta útúr þessum alþjóðlega hring frjálsíþrótta. Ég þekki orðið svo marga og svo er þetta svo ótrúlega skemmtilegt. Niðurstaðan er þessi: -Ef ég ætla mér að verða þjálfari á Íslandi verð ég að klára verkfræðinámið og vinna sem verkfræðingur með þjálfuninni. Vonandi verða hlutirnir þó öðruvísi í framtíðinni og þjálfarar geti lifað á þjálfaralaununum eingöngu. -Ef ég ætla mér að verða þjálfari einhversstaðar annarsstaðar en á Íslandi á ég að segja mig úr verkfræði A.S.A.P og byrja í íþróttanámi.
Það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst. |
posted by Thorey @ 19:31 |
|
|
sunnudagur, mars 27, 2005 |
|
Gleðilega páska!!
Dagurinn fer í lærdóm og heimsókn til Irinu. Hún ætlar að elda rússneska máltíð fyrir mig og Angelu. Ég fékk að draga Angelu með mér því ég gæti hreinlega ekki verið þarna ein. Uff maðurinn hennar er svo hræðilegur.. En hún vildi endilega bjóða mér heim til sín til þess að hann kynntist mér og þá fengi hún kannski að hitta mig oftar en 1x á tveggja mánaða fresti.
En í gær gerði ég svolítið merkilegt. Á einni æfingu í vikunni hitti ég Gertrud Schäfer sem er fyrrverandi þjálfari Sabine Braun en hún er ein farsælasta frjálsíþróttakona Þýskalands (sjöþraut). Hún var að sýna mér æfingar fyrir bakið á mér því Leszek hafði sagt henni að ég væri alltaf af og til með bakvandamál. Seinna hringdi hún svo í Leszek og vildi endilega bjóða mér og honum heim til sín til að læra fleiri æfingar og fá tips frá henni um að verða betri :) Við semsagt fórum þangað í gær kl 16 og vorum komin til baka á miðnætti. Hún er nú bara kafli útaf fyrir sig þessi kona. Þvílíka ást á sportinu hef ég bara aldrei séð. Óteljandi möppur, bækur og videospólur um allt frá A til Ö tengt frjálsum. Og svo þessi endalausu tæki og tól sem hún dró fram fyrir hina og þessa æfinguna. Hún minnti mig eiginlega á töframann sem tekur hús uppúr skókassa...... En vá, við Leszek komum margfróðari tilbaka.
En fyrst farið er að ræða um geisladiskasafnið mitt langar mig að gefa ykkur nokkur gullmolatips. Í spilaranum þessa dagana er: -Björk, Debut -Sarah Brightman, Live from Las Vegas -U2, How to dismantle an Atomic Bomb |
posted by Thorey @ 09:05 |
|
|
miðvikudagur, mars 23, 2005 |
|
Og enn meiri afmæli...
Roman á afmæli í dag og það verður veisla hjá honum í kvöld og svo á einn langstökkvari afmæli á föstudaginn og þá verður enn ein veislan. Maður hefur ekki lengur tíma til að æfa fyrir afmælisveislum hvað þá að maður geti hlaupið tempolaufe fyrir kökuáti... En ég viðurkenni að ég gleymdi einum mjög merkilegum afmælisdegi. Hildur frænka í France (systir mömmu og sú sem m+p eru að heimsækja núna) átti afmæli á mánudaginn. Til hamingju elsku frænka.....
En það eru víst að koma páskar þótt ég finni nú ekki mikið fyrir því hérna. Verkefnavinnan hleðst einfaldlega upp og sól og hiti koma í veg fyrir páskafíling. Ótrúlegt hvað veðráttan breyttist snögglega. Ískaldur vetur og svo vaknar maður einn daginn og þá er komið þetta fína íslenska sumarveður! Ekki slæmt það :)
Ég er aðeins farin að plana dagskrána þegar ég verð loksins búin í þessum prófum mínum. En loksins mun ég hafa tíma til að: -fara í afmælisveislur án þess að vera með samviskubit... -skipuleggja geisladiskasafnið mitt -raða myndum í albúm -lesa bækur -baka brauð -kaupa mér saumavél og sauma |
posted by Thorey @ 14:56 |
|
|
mánudagur, mars 21, 2005 |
|
11 dagar í Suður Afríku
Já það fer að koma að því að við förum til RSA. Í 30 stiga hita.... ahhhh get ekki beðið!! Það er svo gaman að æfa núna af því að ég er heil. Svo verð ég aðeins að monta mig:
-Leszek sagði að ég væri komin með muskís (vöðva :) ) á fæturnar og að rassinn á mér væri stærri:) -Hansjörg sagði að fótavinnan mín væri mun betri en í fyrra!! :)) Að taugakerfið ynni betur í hoppum og ég liti mun öruggari út í overspeed sprettunum!!
Ja hérna, þetta dugar mér nú alveg næstu vikurnar!!! |
posted by Thorey @ 22:51 |
|
|
sunnudagur, mars 20, 2005 |
|
Helgin
var voðalega þægileg. Angela fór heim til foreldra sinna svo það er búið að vera þögn í íbúðinni alla helgina. Ég verð nú að viðurkenna að ég var alveg að fara að klepera svo það var gott að fá smá frí frá henni. Ég er því bara búin að vera að læra í rólegheitunum og búin að æfa mjög vel líka. Ég hljóp 10x100m í gær og varð gjörsamlega græn eftir það. Já úthaldið hefur aðeins minnkað eftir 5 mánaða meiðslapásu. Tímarnir voru milli 14,3 og 15,5 en Hansjörg hafði nú sagt mér að hlaupa á milli 13.5 og 14... huhumm. Ég hljóp þetta á skokkskóm. Ég hef nú bara einu sinni hlaupið 100m í móti og það var árið 1998 og þá hljóp ég í göddum á 13,73.......
Richi kom svo í gær og hjálpaði mér aðeins í lík og töl og svo horfðum við á einhverja rugl mynd frá því að John Travolta var á þrítugsaldrinum. Hann lék þarna lítið aukahlutverk og var ekkert smá sætur :)
Í dag er sól og blíða og ég er að spá í að setjast útí garð og lesa í vatnafræði. Svo á ég bio-svínasteik sem ég ætla að elda mér. Kannski maður skelli henni bara á grillið og komist í alvöru sumarfíling. Það er svona tuttugu stiga hiti hérna núna. Algjört æði!!!
Annars er allt að gerast í pólitíkinni í Þýskalandi núna. Það er þó enn frekar erfitt fyrir mig að skilja pólitíska þýsku en kemur smátt og smátt. Það voru kosningar í einu bundeslandi hérna og það gengur ekkert að mynd meirihluta því úrslitin voru svo svakalega jöfn. Hér er verið að tala um 1 atkvæði á milli meirihlutamyndunar... Svo er það náttúrlega atvinnuleysið. Hérna er að meðaltali 11% atvinnuleysi og í sumum bæjum er það svo slæmt að það nær upp í 25%!!!
Oh Angela var að koma heim. Ég hélt hún kæmi ekki fyrr en í kvöld en jæja ég ætla ekki að elda fyrir hana í enn eitt skiptið. Já ég er alltaf að elda fyrir okkur og hún eldar aldrei... frekar þreytt á þessu. Ekki alveg til í að verða mamma tvítugrar stelpu!!! En ekki misskilja, hún er mjög fín og okkur kemur vel saman :) |
posted by Thorey @ 12:06 |
|
|
föstudagur, mars 18, 2005 |
|
Uppskrift að fullkomnu lífi? (Fékk þetta í pósti frá TMC-Hlín)
Fyrst sæki ég um að komast að í þættinum You are what you eat og kemst þá að því að matarræðið er snarbilað, en eftir að kellingin fer þá held ég samt bara áfram að éta og fitna meira. Þá fer ég í megrunarkeppnina The Biggest Loser og næ af mér nokkrum kílóum. Nú til að fá final touchið á þetta þá fer ég í The Swan og fer í nokkrar lýtaaðgerðir og fitusog, ekki veitir af.. en í lokaþættinum þá kemst ég ekki áfram í fegurðarsamkeppni the Swan, þannig að þetta hefur ekki virkað alveg. Þá fer ég í Extreme Makeover og læt taka mig ærlega í gegn, skipti bara um andlit og sýg alla fitu úr líkamanum.
Þá er ég heldur betur orðin flott og fer í Americas Next Top Model þáttinn og geri gott þar.. en tapa. Nú er ég orðin soldið fúl og einmana, á engan kall nebblega. Best að fara í Bachelorette og ná mér í einn ríkan og myndarlegan. Geri það, en þegar þáttaröðin og það er búið, vantar einhverja spennu í sambandið, þannig að við förum í Temptation Island... en þar endar það með að við hættum saman því við héldum bæði framhjá. Þá langar mig bara að vera dáldið sjálfstæð og verða rík..
Þannig að ég fer í Survivor, þrauka alveg í 36 daga en lendi í 3. sæti ohhh ég fæ ekki einu sinni 100 þús dollara.. fer heim, alveg í rusli. En ég er ennþá sæt eftir lýtaaðgerðirnar og sílíkonbrjóstin hanga ennþá uppi.. og þar sem mig langar aftur í kærasta, þá skrái ég mig í Djúpu laugina.. næ mér þar í einhvern lúða sem býr í ljótri íbúð í Fellunum og er frekar subbulegur. En það er allt í lagi, ég hringi bara í vini mína í Queer eye for the Straight Guy og þeir koma og henda manninum mínum í klippingu og kaupa ný föt á hann, rí-dekkorreita svo íbúðina, allt voða flott og hann biður mig um að giftast sér í lok þáttarins, sem ég geri.
Við förum þá auðvitað með brúðkaupið í Brúðkaupsþáttinn Já og vinnum svo ferð í Karabíska hafið, voða rómó. En á skemmtiferðaskipinu þá verð ég ólétt.. eignast svo krakka og eftir 2 ár er hann farinn að stjórna öllu, þannig að ég hringi í The Nanny og fæ hana til að kenna okkur að ala upp krakkann og láta hann ekki ráða öllu.
Nú er allt komið í drasl aftur.. Þannig að ég hringi bara í Heiðar vin minn Snyrti og fæ hann að koma með þáttinn Allt í drasli og taka til... vá hvað það verður allt fínt hjá okkur! Þá er nú kominn tími til að hringja í Völu og við komum í Innlit Útlit, en við þurfum svo að stækka við okkur því að það er annað barn á leiðinni, þannig að við förum bara með íbúðina í þáttinn Allt undir einu þaki, seljum hana og kaupum stærri.
Árin líða og þetta endar allt með því að ég er búin að skilja við kallinn sem hélt framhjá mér, lýtaaðgerðirnar sem voru gerðar fyrir 15 árum komnar í klessu, ég er ljót, feit, einstæð 2ja barna móðir sem á ekki neitt.. þannig að ég fer bara í Fólk með Sirrý og væli yfir þessu öllu saman! |
posted by Thorey @ 16:15 |
|
|
|
|
Til hamingju mamma!!! :)
Mamma er 56 ára í dag en hún er núna stödd í Frakklandi með pabba hjá systur sinni og familíunni hennar. Þar er 23 stiga hiti og sól svo þau eru bara að njóta lífsins. Oh ég er svo ánægð með þau!! Mig langar svo að fara þangað líka en er ekki að meika samtals 16 tíma í lest með brjálað samviskubiti yfir því að ég eigi ekki að vera þar vegna lærdóms. Nú verður sko lært um helgina enda bara 2 vikur í Suður Afríku og 5 vikur í lokapróf!!! HÓLÍMÓLÍ
Ah en hér er líka loksins að hlýna. Um 15 stiga hiti núna en spáð 23 stiga hita um helgina og sól...
Í dag á Leszek þjálfarinn minn líka afmæli svo ég vil endilega óska honum líka til hamingju þótt hann lesi pottþétt ekki bloggið mitt.
Jæja verð að setja í gang. Ætla að hita kaffi og borða lífræna croissantið sem ég var að kaupa :) ummmm |
posted by Thorey @ 15:50 |
|
|
fimmtudagur, mars 17, 2005 |
|
ammmæli
Bloggerinn er búinn að vera eitthvað bilaður einmitt þegar ég kemst í blogg stuð vegna fullt af kommentum... takk fyrir þau
En já það eiga bara allir afmæli í mars... 1. mars Rens 28 ára 3. mars Logi frændi fæddur 2 dögum eftir að bjór var leyfður á Íslandi 14. mars Salka Sól 2 ára 16. mars Angela 21 árs 17. mars Kristófer Örn 1 árs
Til hamingju öllsömul og svo koma fleiri kveðjur á morgun :)
En já við héldum upp á afmæli Angelu í gærkvöldi. Buðum 12 manns í Chili Con Carni. Hún eldaði 2,5kg af hakki og drullumallaði í risastóran pott. Ég bakaði svo afmæliskökurnar. Ég borðaði svo mikið að ég svaf mjög illa í nótt. Var að springa!!!.... og samt borðaði ég ekki baunirnar.....
Ég var að fá email frá ungum vinstri grænum í Reykjavík og ætla bara að skella honum hér. En í honum er fullt af áhugaverðum staðreyndum um stríðið í Írak og svo hvet ég ykkur auðvitað í að mæta á fundinn og skrá ykkur í vinstri græna!!! :)
Laugardaginn 19. Mars verða Ung Vinstri Græn í Reykjavík með skiltasmiðju frá klukkan 12 -14 en eftir það verður farið á Ingólfstorg þar sem mótmælin hefjast klukkan 14.
Efnt er til skiltasamkeppni við Unga Jafnaðarmenn og verða UVG að sjálfsögðu með róttækustu skiltin
Ögmundur Jónasson mun flytja ávarp og kaffi og kökur verða á boðstólnum og að sjálfsögðu verður ÞÚ á staðnum!
Hvað kosta stríð?
Stríðið í Írak kostaði Bandaríkjamenn rúma 150 milljarða dala, og hækkar enn. Fyrir þá upphæð hefði til dæmis verið hægt
- að koma í veg fyrir hungursneyð í öllum heiminum í 6 ár - að styrkja að fullu öll alþjóðleg alnæmissamtök í 15 ár. - að bólusetja öll börn í heiminum fyrir algengustu sjúkdómum í 52 ár.
Og vissir þú... ... að Bandaríkjastjórn mun eyða 17,5 milljörðum dala í kjarnorkuvopn árið 2006, en fyrir þann pening er hægt að veita 10.300.000 börnum heilbrigðisþjónustu
Afleiðingar stríðsátaka
Stríðsátök hafa í för með sér mikil og óafturkræf áhrif. Mannfall er óhjákvæmileg afleiðing stríða, sama hvað tautar og raular um hárnákvæmar stýriflaugar.
Stríðsátök leiða oft af sér:
· Efnahagslega kreppu · Sjúkdóma · Hungursneyð · Sundraðar þjóðir
Um 100.000 manns hafa fallið í átökunum í Írak
Um 180.000 hafa fallið í Súdan
Eftirlifendur eru mjög oft örkumlaðir bæði á líkama og sál. Stríðsátök leiða aldrei gott af sér
Veljum heilbrigða stefnu í utanríkismálum
Ung Vinstri Græn leggja áherslu á það að Ísland verði herlaust land og taki ekki þátt í stríðsaðgerðum af neinu tagi.
Jafnframt mótmæla Ung Vinstri Græn öllum stríðsrekstri. Ung Vinstri Græn leggja ríka áherslu á heilbrigða utanríkisstefnu.
Öll velkomin í kaffi laugardaginn 19. mars kl. 12-14 að Suðurgötu 3. |
posted by Thorey @ 21:07 |
|
|
sunnudagur, mars 13, 2005 |
|
Blogg leti
Já ég dett í algjöra blogg leti þegar ég fæ engin komment!!! En ég skal reyna:
Það er nú ýmislegt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Í fyrsta lagi þá keppti ég á föstudaginn og gekk bara allt í lagi. Ég stökk bara með 12 skrefum og var búin að æfa eins og brjálæðingur alla vikuna svo ég var alls ekki frísk. Ég fór 4,20 og skemmti mér konunglega. Vá hvað það var góð tilfinning að vera komin aftur á mót þótt þetta hafi nú bara verið sýningarmót í verslunarmiðstöð... en gaman var það!!
Ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá Irinu sem er vinkona mín úr þýska skólanum. Hún er 36 ára og gift þýskum manni. Hann er öryrki og hún með mjög litla vinnu svo hún er mikið heima hjá honum. Vandamálið er að hún má varla fara út úr húsi og þarf að sitja heima eins og hundur (svoleiðis orðar hún það sjálf). Hún þarf að vera gift honum fram í desember til að geta skilið og verið áfram í Þýskalandi. Hún telur dagana. Æ ég vorkenni henni svo og þetta er svo góð kona. Ég bauð henni í dag, ásamt Roman, Michael, Paul (nuddarinn gamli) og Angi í kökur. Við töluðum auðvitað heilmikið um íþróttir og þar sem hún er engin íþróttamaður gat hún ekki tekið mikið þátt í umræðunum. Þegar ég keyrði hana svo heim sagði hún mér að í fyrsta skipti í dag í 3 mánuði upplifði hún hamingjusaman dag. "Þótt ég sitji bara og hlusti á ykkur tala þá líður mér svo vel, ég verð hamingjusöm" Oh hvað get ég gert fyrir hana!! Þetta er ömurlegt líf hjá henni. Ég fór inn til hennar í 5 mín og hitti manninn og íbúðin er hræðileg. Svona niðurnídd og dimm og bara eins og fangelsi. Ég tel líka dagana fram í desember!! |
posted by Thorey @ 19:19 |
|
|
mánudagur, mars 07, 2005 |
|
Helgin
Það voru engin smá úrslit um helgina í EM! Það mætti halda að þarna hefði verið ÓL 2 á ferð.. 2,40 í hástökki, 8,37 í langstökki, 5,90 og 4,90 í stönginni og auðvitað má nú ekki gleyma 21.19 í kúlunni hjá honum Jóakim bestavin. Ég vil auðvitað óska honum og Vésteini til hamingju með gullklinkið.... þeir peningarnir verða sko fleiri í framtíðinni!!! En allaveg alveg rosalega sterkt mót :)
Ég skemmti mér vel fyrir framann imbann og það var gaman að sjá þjóðverjana raða sér í 3, 4 og 5 í stönginni og kom þar Fabian skemmtilega á óvart. Ég var að horfa með Alinu og var hún búin að sauma sér "Tim" bol en hún hafði saumað nafnið hans í bolinn úr bleikum pallíettum. Ekta hún! Svo var hún mætt með risastóran þýskan fána svona in case við vissum ekki að hún væri þýsk.... Gaman að Tim skyldi ná í bronsið og við kíktum aðeins á næturlífið í Köln honum til heiðurs og okkur til skemmtunar. Fyrst fórum við á ítalskan veitingastað þar sem var live músík og var alveg geggjað stuð þarna og fólk í fíling á öllum aldri. Þegar við komum inn þá sest vinkona Alinu strax á eitt borðið þar sem 2 aðrir sátu fyrir. Það var greinilegt að hún þekkti fólkið en þetta væri ekki frásögu færandi nema að annar var fertugur ítali með sítt hár og hinn var sextug kona í stærri kantinum frá Rússlandi. Svo er ég búin að sitja þarna í smá stund og hálf feimin við þetta skritna fólk þarna þegar söngvarinn á staðnum kallar allt í einu í míkrófóninn að hér væri mjög sérstakur gestur. Hún Rósa!!!!!!! Þá stendur þessi líka rosa kvenmaður upp sem sat við hliðina á mér og tryllir gjörsamlega salinn með lagi sem hún söng á rússnesku. Vá hvað hún var FLOTT!!!! Eftir þetta ævintýri kíktum við á einhvern dansstað og gátum að sjálfsögðu dansað af okkur rassgatið. Alina var allan tímann með glitrandi Tim á bakinu :) |
posted by Thorey @ 19:01 |
|
|
föstudagur, mars 04, 2005 |
|
Matur
Úff ég sit hérna sveitt og hálf eftirmig eftir að hafa eldað fyrir okkur 6, þ.e fyrir 4 karlmenn og svo mig og Angi. Það sem þeir borða!!! Ég bauð Leszek, Rens, Tobias (nýr strákur í hópnum) og Roman (fyrrum meðleigjandi). Ég eldaði hvorki meira né minna en 1,7kg af kjúklingaBRINGUM og það kláraðist..... eldaði þetta í karrýsósu og með hrísgrjónum. Var bara alveg ágætt hjá mér :) En ég játa að það var frekar erfitt að elda svona rosalegt magn!!
Ég verð að segja ykkur aðeins frá Rens. Hann hefur vanalega verið með nokkrar í takinu en samt svona hálfpartinn að leita að þeirri einu. Hann fór svo í frí til Hawai í október með Richi og skemmti sér eina nótt með ástralskri stelpu. Svo var ekkert meira en hún vildi koma til Evrópu í smá frí og heimsótti Rens í leiðinni. Þetta var í janúar. Það heppnaðist svona líka rosalega að hann er bara farinn að tala um giftingu!! Hún stoppaði bara stutt en hann fer til hennar eftir 10 daga, til Ástralíu og svo í júlí mun hún flytja til hans til Hollands..... |
posted by Thorey @ 13:43 |
|
|
fimmtudagur, mars 03, 2005 |
|
Noh bara 2 blogg í dag :)
Það verður sko fjör á þessum bæ um helgina (þótt aðal fjörið sé auðvitað í Madrid!!!) Við aumingjarnir, sem ekki komumst til Madrid ætlum að hittast og horfa á mótið saman. Alina ætlar að sjálfsögðu að hvetja sinn mann (Tim) og ég ætla líka að hvetja minn mann...... minn Íslending ;) GO GAUTI!!!!! Jú svo að sjálfsögðu hvet ég líka vini mína, þessa yndislegu Þjóðverja..... Danny hætti reyndar við að fara því hann er veikur svo Björn Otto fer fyrir hann. Svo Tim, Björn og Fabian keppa.
Ég hef verið að velta svolítið fyrir mér þýska tungumálinu, enda ekki seinna að vænna. Það er ýmislegt í tungumálunum sjálfum sem eru bein misrétti. Í þýsku er karlkynsgreinir der, kvenkyns greinir die og hvorukyns er das. Junge=strákur er því der Junge en Mädchen=stelpa er das Mädchen!!! Hversu óréttlátt og hallærislegt er þetta!!!!! Það er nokkuð greinilegt að misrétti milli kynjanna á sér rætur að rekja frá upphafi mannsins..... líklega bara alveg hjá öpunum!!! GLATAÐ |
posted by Thorey @ 14:13 |
|
|
|
|
Spurning um að reyna að fá blogg andann yfir sig....?
Það er bara allt fínt að frétta af mér. Ég er farin að æfa alveg 150% og er eiginlega bara frekar þreytt meira að segja... ufff Lærið er mjög gott og finn ég varla fyrir því enn :) Það er lítið mót í verslunarmiðstöð næstu helgi sem ég ætla að reyna að taka þátt í en ég mun nú ekki stökkva hátt því ég er nú bara búin að fara á 4 stökkæfingar í 5 mánuði en þetta er bara til að hafa smá gaman og svo er þetta bara góð æfing.
Ég er nú búin að troða í eyðurnar smá félagslífi. Síðastliðið laugardagskvöld var mér ásamt 2 öðrum íþróttamönnum boðið í mat til gamla sjúkraþjálfarans. Hann er þessi einstæði og barnlausi svo hann býður fólki heim alltaf á laugardögum til að fá smá líf í húsið sitt. Hann eldaði þessa dýrindis máltíð og sá var ekki nískur á fína rauðvínið sitt. Hann opnaði 10 ára gamalt rauðvín og ég hef nú bara aldrei bragðað neitt rauðvín sem kemst nálgæt þessu. Hann er sko vínsafnari og á einhverjar eldgamlar flöskur í vínkjallaranum sínum og ein flaskan kostar 800 evrur (við drukkum hana ekki!!) eða um 70.000 kr. Hann vildi svo endilega að ég færi með þeim á box leik sem er núna á laugardaginn hérna í Leverkusen en Felix Storm er að keppa á móti einhverjum. Ég segi bara Felix who og boxing hvað! ullabjaaaakkk |
posted by Thorey @ 09:19 |
|
|
|
|