the
 
the
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
12 skref..
Jæja fór loksins á 12 skrefin í dag. Það gekk bara alveg ágætlega. Var ekki í jafn miklu stuði og á síðustu æfingu en náði góðum rythma í atrennuna. Fór aftur 4,10 og var þó enn einu sinni bara á joggskónum. Ég fór samt á stífustu stöngina sem ég hef stokkið á æfingu á þessari atrennu. Ég er farin að halda að maður þurfi ekkert gaddana. Ég byrja líka á sama stað í atrennunni og þegar ég var að stökkva á göddum hérna fyrir meiðsli. Ég er reyndar alltaf að fá þau komment frá æfingafélugunum að ég líti voða hröð út... hmm eitthvað nýtt að gerast þar. Ég held að lyftingarnar og undirbúningurinn síðasta ár sé bara að skila sér svona hrikalega.

Að ná að stilla samt tæknina inn í hraðann er aftur á móti annar handleggur. Var ekkert off í dag og ég held þetta komi eftir nokkrar æfingar.

Setti nokkrar myndir frá æfingu inn á thorey.net. Smá fréttir líka en þið sem lesið bloggið vitið þetta allst saman þegar líklega.

Eigið góðan dag :)
posted by Thorey @ 11:19   1 comments
mánudagur, febrúar 26, 2007
GLEÐI GLEÐI!!!
Vá hvað ég er brosandi útað eyrum núna. Var að koma af stökkæfingu og ég er að segja ykkur að ég hef ekki stokkið svona vel mjöööööööög lengi. Stökkin eru farin að renna í gegn og tilfinningin er komin aftur. Ég stökk í dag af 10 skrefa atrennu 4,10 og takið eftir á JOGGSKÓM!!

12 skrefin verða tekin á miðvikudag. Vona að tilfinningin verði enn tilstaðar á þeirri atrennu.
posted by Thorey @ 12:21   10 comments
sunnudagur, febrúar 25, 2007
Kaffihlé ..

Floè og Silke
posted by Thorey @ 17:14   1 comments
laugardagur, febrúar 24, 2007
A toppnum

Hvernig er haegt ad byggja svona ferliki!
posted by Thorey @ 13:46   4 comments
föstudagur, febrúar 23, 2007
Vorið komið...?
Hér er búið að vera sól og 13 stiga hiti alla vikuna. Maður vaknar bara orðið við sólargeisla og ég játa alveg að það hjálpar alveg við að standa uppúr rúminu á morgnanna. Get ekki beðið eftir sumrinu! Sól, útiæfingar og strönd í Suður - Afríku...

Fékk annars fyrstu hraðasektina á æfinni um daginn. Var flössuð á 60 þ.s hámark er 50 og það 2x í sömu vikunni á sama stað. Frekar fúlt. Það eru flassbox á nokkrum stöðum í borginni og ef maður keyrir of hratt þá taka þau mynd af manni. Alveg eins og boxin á ljósunum heima. Finnst alveg mega nota svona hraða flassbox heima líka. Sektin var 15 evrur svo ég get lifað með þessu. Gerist bara ekki aftur!

Er að hlusta mikið á Chris Cornell, live í Svíþjóð þessa dagana og verður diskurinn bara betri með hverri hlustun. Frábær við fyrstu hlustun er verður klikkaður! Mæli með honum.

Planið um helgina er að læra vel og kíkja til Kölnar með Irinu og Daniel. Við ætlum að labba uppí turninn á Köln Dom kirkjunni. Stuð.. :)
posted by Thorey @ 14:50   0 comments
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Visum
Rúmlega 3.ára fangelsi Irinu fer brátt að taka enda. Hún var að hringja til að segja mér að hún væri loksins komin með visum! Hún getur loksins skilið við manninn og búið í Þýskalandi. Ég hef aldrei talað við manneskju jafn hamingjusama og hún var rétt áðan.

Annað
Ég veit ekki hvort þið munið eftir gamla sjúkraþálfaranum hérna honum Paul sem er að berjast við krabbamein. Ég hitti hann í gær niðrí bæ og brá mér ekkert smá því hann var að leiða kvenmann. Hann er búinn að gifta sig!! Gifti sig fyrir 4 vikum, sagðist ekki hafa meikað það að vera lengur einn. Náði sér í þessa fínu konu sem mér líst bara rosa vel á og það var æðislegt að sjá hvað þau virtust hamingjusöm. Hann hefur líklega náð í hana í gegnum miðla (ágiskun..) rétt eins og Irina gerði. Í þetta sinn var konan aftur á móti mjög heppin því Paul er bara algjört yndi.
posted by Thorey @ 15:24   0 comments
Allt er þegar þrennt er eða?
Átján ára gifti Irina sig fyrst. Sá endaði í fangelsi eftir 3 mánuði. Hún sagði hann hafa drukkið mikið og verið ofbeldishneigðan. Stuttu seinna gifti hún sig aftur. Með þeim manni eignaðist hún Daniel. Hann var líka ofbeldishneigður og sló hana þegar hann var fullur. Loksins hitti hún þó góðan mann og átti í ástarsambandi við hann í 3 ár en sá maður var giftur og vildi ekki skilja. Þá ákvað hún að leita til Þýskalands. Sá maður er þó verstur af þeim öllum. Lemur hana þó ekki en beitir miklu andlegu ofbeldi.

Já ástin er ekki sjálfsögð. Mér finnst ótrúlega margir sem fatta það ekki. Gagnkvæm ást er ekki eitthvað sem finnst á hverju götuhorni. En þegar hún dúkkar upp þá á að passa vel upp á hana og rækta.

----------------------------------------------------------

Ég stökk í gær og gekk það bara ágætlega. Var bara á 8 skrefum aftur og í joggskóm. Ætla að fikra mig í 10 skref á næstu æfingu og jafnvel fara í gadda. Í lok næstu viku er svo markmiðið að fara í 12 skrefin. Vá hvað ég hlakka til!!

Angi er farin í til USA í næstum mánuð. Hún er bara að fara að ferðast ein um og heimsækja vini. Hún mun byrja hjá Yoo í L.A fara svo til San Diego, Las Vegas, San Fransisco, San Jose og Tucson. Þetta verður eflaust mikið ævintýri.

Jæja þotin á æfingu
posted by Thorey @ 08:36   1 comments
mánudagur, febrúar 19, 2007
Dagur 1 í raunveruleika
Þá er stóra heimsóknarvikan á enda. Það var ekkert smá æðislegt að fá gesti, takk takk fyrir komuna. Nú eru bara 17 dagar þangað til Kristinn og Alma koma til mín. Það verður líka frábært.

Eins og sést hér að neðan þá var Karnival hérna í Köln um helgina. Hildur og ég kíktum aðeins á laugardeginum til Kölnar, dilluðum okkur við skrúðgöngutónlistina og litum svo við í fullu dressi í snyrtivöruverslun og keyptum okkur ýmislegt skemmtilegt. Höfðum það svo ofur kósý á sunnudeginum, bara dekur, video og út að borða. Gaman að fá svona stelpudag :)

Það kom þvílíka bakslagið í aðra endajaxlaholuna á fimmtudaginn. Þá vaknaði ég eins og ég væri með golfkúlu í kinninni. Fór til læknisins og sagði hann að það væri komin ígerð í holuna. Hann þurfti því að sprauta einhverju inn og ná í drulluna og það var ekki gott get ég sagt ykkur.. úff. En varð strax skárri daginn eftir og er enn í ágætis standi.

Er því komin aftur á fullt í æfingum. Mun stökkva aftur í fyrramálið. Jeij!

En núna, maraþonlærdómur!
posted by Thorey @ 16:19   0 comments
Köln Dom


posted by Thorey @ 08:13   2 comments
laugardagur, febrúar 17, 2007


posted by Thorey @ 19:57   2 comments


posted by Thorey @ 15:55   2 comments
Karnival!!


posted by Thorey @ 15:32   0 comments
föstudagur, febrúar 16, 2007


posted by Thorey @ 16:01   0 comments
Hildur i Dusseldorf


posted by Thorey @ 15:58   0 comments
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Staðan
Ég stökk í dag og gekk það nú bara framar vonum. Ég var í raun að gera hlutina betur heldur en fyrir hlé en aðal ástæðan er held ég sú að öxlin er mun betri og ég get neglt betur inn í stöngina.

Munnurinn er að lagast nema það er eitthvað smá bakslag í öðrum endanum. Er aðeins bólgin og með mikla verki og ætla að kíkja til lækninsin í fyrramálið áður en Karnivalið hefst. Það verður búningur alla helgina..

En fyrst og fremst er það bróðir minn sem á daginn í dag. Orðinn 35 ára drengurinn... T'il hamingju Albert!!!
posted by Thorey @ 21:44   1 comments
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Bít á jaxlinn...
Ég lifði þetta af í gær. Oj hvað það var klýgjulegt þegar hann var að rífa jaxlana úr en ég fann samt ekkert til. Var svo alveg hrikaleg dofin í andlitinu fram eftir degi. Ég fór í endurkomu strax í morgun því læknirinn hafði verið með einhverjar áhyggjur af taugunum. Jaxlarnir voru svo djúpt og nálægt taugunum að hann var hræddur um að hafa skemmt eitthvað. Þá hefði ég ekki haft tilfinningu í neðri vörinni eða ekki lengur fundið neitt bragð af mat. Það hefði nú ekki verið gaman! En þetta fór allt vel og læknirinn sagði bara "PERFEKT"

Dagurinn í gær fór að mestu í svefn og lestur í óskiljanlegri stærðfræði. Ætlaði að horfa á eitt stórt frjálsíþróttamót í sjónvapinu sem var hérna í Dusseldorf en steinsvaf bara... Dagurinn í dag verður eitthvað svipaður. Kíki síðan á æfingu á morgun.

Bætti við tengli á FH-skvísur. Ungar upprennandi stjörnur að skrifa um frjálsar og hvernig gengur að æfa. Gaman að fylgjast með því.

Takk fyrir kommentin og hugulsemina hérna fyrir neðan. Ég er svo fegin að þetta er að verða allt búið í bili.
posted by Thorey @ 10:02   4 comments
mánudagur, febrúar 05, 2007
ÁI
Ég er að fara í endajaxlatöku klukkan 8 í fyrramálið og er að deyja ég kvíði svo fyrir! Það þarf að taka þá tvo í neðri góm núna því þeir eru farnir að þrýsta á taugina úr tönnunum við hliðiná. Hugsið því fallega til mín á morgun þriðjudag...

3.sprautan var í dag og gekk super vel. Þetta er þá síðasta vikan í viðgerðarstússinu og byrja ég á fullu í næstu viku. Ágætt að taka skorpu og ljúka mörgu af í einu. Öxlin er að verða eins og ný. Finn alveg svakalegan mun á henni eftir að hún fékk smá pásu greyið.

Er með kartöflugratín inní ofni. Er greinilega að verða meiri og meiri þjóðverji... bara kartöflur í kvöldmat :)
Verð að bæta samt smá próteini við og borða ég því tvö linsoðin egg með. Namminamm...
posted by Thorey @ 18:23   6 comments
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Helgin
Eyddi helginni í Wiesbaden á balli íþróttamanna Þýskalands. Þarna voru 1800 manns í sínustu fínasta pússi og tókust herlegheitin mjög vel. Eins og þið sjáið þá kom Ronan Keating og spilaði í klst. Ég hef nú aldrei verið neitt voða fan en var auðvitað að fíla hann í botn þarna :) Hann er jú með nokkur falleg lög.

Í lestinni á leiðinni heim sá ég enn einn furðufuglinn (finnst mjög mikið um þá hérna). Það var maður sem stóð við dyrnar og var að lesa bók. Nema þetta var ekkert venjuleg bók heldur tónverk. Bókin var af stærð venjulegrar skáldsögu og tók hann 5 sekúndur að "lesa" hverja síðu. Í leiðinni flutti hann tónverkið fyrir okkur hin með líkamstjáningu. Hann hlýtur að vera einhver stjórnandi sinfóníuhljómsveitar því hann kipptist allur við eins og þeir og hreyfði höndina stundum svona fáránlega. Ég held jafnvel að hann hafi ekki gert sér grein fyrir þessum kippum sjálfur.

En hvað um það, þjóðverjar eru heimsmeistarar!!! Við hittumst hérna nokkur og horfðum á leikinn saman. Að sjálfsögðu hélt ég með þjóðverjunum þótt ég hefði alveg viljað sjá pólverjana veita meiri mótspyrnu. En þjóðverjarnir voru vel að titlinum komnir.
posted by Thorey @ 17:57   1 comments
laugardagur, febrúar 03, 2007
Ronan Keating!


posted by Thorey @ 23:41   0 comments


posted by Thorey @ 20:40   0 comments
Sport des ball


posted by Thorey @ 19:37   2 comments
föstudagur, febrúar 02, 2007
Lokaprufa

Eldhusid...
posted by Thorey @ 22:19   5 comments
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Vesen með moblog
Ég virðist ekki geta sent mynd úr símanum og látið hana birtast strax heldur fer hún í drafts körfuna á blogginu. Svo þarf ég að fara inn á bloggið mitt og gera publish. Er einhver sem kann á þetta og getur hjálpað mér að breyta þessu? Lítill tilgangur í þessu svona...

En já eins og þið sjáið þá keypti ég mér skrifborðsstól áðan (kannski réttara sagt hægindarúm..) Ég var á ódýrum IKEA stól og var gjörsamlega að klepera. Var komin með illt í efra brjóstbakið og fór oft með verki uppí rúm ef ég hafði setið við skrifborðið. Eins og ég segi þá nenni ég ekki lengur píningum og rugli heldur nýti SPRON og ÍSÍ styrkina mína í að gera líf mitt þægilegra. Og ussususs hvað það er miklu betra að sitja á þessum stól! Nú get ég lært og jú bloggað með bros á vör :)

2 dagar í prinssessufíling.....
posted by Thorey @ 23:41   2 comments
Prufa 2

Er eitthvad ad vandraedast med tetta. Tekid à leiknum
posted by Thorey @ 23:38   1 comments
Tryllitaeki!



posted by Thorey @ 19:05   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile