mánudagur, október 30, 2006 |
|
Ýmislegt í gangi
Eldhúsið kláraðist nánast í dag. Á bara eftir að hengja upp hillu, ljós og mynd. "Hvað er svona merkilegt við það, að bora í vegg..." Jú þarf borvél og ætla að redda henni á morgun.
Keypti mér flugmiða til Danmerkur í gærkvöldi. Hún Hildur vinkona mín sem er búin að vera í sálfræðinámi í Árósum var að klára og er núna orðinn sálfræðingur svo ég ætla að halda upp á það með henni. En þetta verður svon two in one ferð þar sem kastara dúllurnar mínar eru að æfa í Árósum (Joacim Olsson og Gerd Kanter - kúla vs. kringla) og ætla ég að lyfta hrikalega með þeim :) Hlakka geðveikt til ferðarinnar og innilega til hamingju Hildur með titilinn og einkunnina!! Þú rúllaðir þessu upp!
Jæja... stærðfræðiheimadæmi, here i come. |
posted by Thorey @ 19:48 |
|
|
sunnudagur, október 29, 2006 |
|
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni....
Já pabbi þetta er til þín. Hugdetta=framkvæmt ASAP. Skellti mér semsagt í IKEA á fimmtudaginn og gerði svona líka góð kaup. Keypti síðan málningu og er búin að standa í heljarinnar breytingum á eldhúsinu alla helgina. Er loksins að verða búin, á bara eftir að setja hillusamstæðu saman og raða og gera fínt. Vandamálið er þó að þriðjudagur nálgast en þeir eru skiladagar í stærðfræðinni. Gæti þurft að setja eldhúsið á hold á meðan. Sjáum til hvort ég smokri ekki samt nokkrum tímum í eldhúsvinnslu inn.
Annars er nóg um að vera í vikunni. Fram er að fara að spila á móti Gummersbach hér í Leverkusen á fimmtudaginn og er ég að sjálfsögðu búin að tryggja mér miða hjá engum öðrum en Guðjóni Val. Maður æðir bara beint í mann deildarinnar 06 :) Annars er nú mesti spenningurinn fólginn í því að Sigrún Dögg er að koma með honum Halla sínum (hann spilar með Fram) og ég ætla að sýna henni eitthvað af næturlífi Köln.. Reyndar á ég eftir að láta hana vita af því. Þau koma semsagt á þriðjudag og eru fram á föstudag.
Svo nálgast Jazz dagar Leverkusen þetta árið og ég er staðráðin í að næla mér í nokkra miða. Rosalega mikið um að vera og maður getur léttilega keypt sér tónleikamiða fyrir hátt í 30þ. Ég ætla þó ekki að verða svo róttæk heldur láta 2-3. tónleika duga. Það er ekki oft sem eitthvað er um að vera í Leverkusen annað en íþróttir þannig að maður verður að vera með. Langar á Paco De Lucia, Buena Vista Social Club, Orange Fusion, Level 42, Cutting Crew, Nigel Kennedy, The Backdoor Bluesband og margt fleira. Úff verður erfitt að velja. Held ég fari þó pottþétt á þessa 3 fyrstu sem ég taldi upp.
En já, kem með mynd af nýja eldhúsinu þegar það er tilbúið. Ég ákvað að hafa rómantík og kósýheit yfir því, sjáum til hvort það takist. Er í einhverjum vínrauðum fíling þessa dagana. Kaupi allt vínrautt og þar með talið málningu... |
posted by Thorey @ 22:04 |
|
|
föstudagur, október 27, 2006 |
|
Sól og blíða
Hér er búið að vera fáránlega gott veður síðustu daga. Bara íslenskt gott sumarveður. 15-20 stiga hiti og stundum skín jafnvel sól. Frábært að fá svona smá framlengingu á sumrinu á Íslandi. Eða það sem átti að vera sumar.
Er að spá í að skella mér í IKEA í dag. Eldhúsið hjá okkur hérna er ógeð og ég er að klepera. Meðleygjundum mínum finnst þetta bara hið fínasta eldhús og ég er mikið að reyna að sitja á mér en þar sem ég hef bíl og ekkert að gera í dag er ég að spá í að demba mér í breytingar.
Stökk aftur í gær en lenti svo illa á ránni að ég fékk frekar hart högg undir öxlina og er búin að vera frekar eftir mig. Ég fer varlega núna næstu viku og svo held ég að ég geti tekið enn meira á því þarn næstu viku. Hlakka svo til að geta stokkið almennilega!! |
posted by Thorey @ 11:50 |
|
|
þriðjudagur, október 24, 2006 |
|
Fyrsta stökkið
var stokkið í dag :) Þetta var nú bara mini stökk, svona í stíl við bílinn "minn". Fór allavega í fyrsta sinn í gegnum fulla hreyfingu en bara með 4ra skrefa atrennu svo það var nú enginn hraði í þessu. En ég var samt brosandi út að eyrum með mína 3,20m sem ég fór yfir.
Bílinn fæ ég víst að hafa þar til ég fer heim um mánaðarmótin nóv, des. Þvílíkt frelsi sem ég hef með hann. Skellti mér ein í bíó um daginn... og jafnvel búin að skrá mig í Leverkusen. Ég átti nú að gera það fyrir 3 árum en gaf mér aldrei tíma í þann hjólatúr.
Svo það besta, ég fór í tvítugsafmæli um helgina síðustu!! Shitt hvað maður er orðinn gamall. 9 ár síðan ég varð tvítug. Æfingahópurinn minn er nánast allt nýir krakkar og allir 20-22 ára fyrir utan tvo sem eru jafngamlir mér. Mér var boðið með í afmælið og þrátt fyrir að vera nánast mamma þeirra skemmti ég mér bara ágætlega. Í framhaldi af þessu afmæli hef ég verið að pæla mikið í aldri og aldursmunum. Ég komst eiginlega að þeirri niðurstöðu að ég er eiginlega bara á sama stað og þau í lífinu. Flestir mínir jafnaldrar eru komnir með börn og flestir giftir. Ég er bara ekki þar enn og því bara fínt að umgangast ungt fólk sem stefnir að því sama og ég næstu árin. ...29 á skírteininu, tvítug í anda.. |
posted by Thorey @ 11:20 |
|
|
miðvikudagur, október 18, 2006 |
|
MINI gella
Á mánudaginn hjálpaði ég Tim og Alinu að setja allt sitt hafurstask í flutningabíl. Þau eru semsagt flutt til Munchen og ætlar Tim að æfa þar í stað Leverkusen. Alina er þaðan og er búin að vera með heimþrá í þessi 3 ár sem hún hefur verið hér í Leverkusen. Einnig er samkomulagið milli strákanna hérna ekkert alltof gott þessa stundina svo hann ákvað að æfa annarsstaðar. Þó mun hann koma af og til og æfa hér en hann er með herbergi í íbúð hjá 2 íþróttamönnum. Anyway, þau fluttu og bíllinn hennar Alinu varð eftir í Köln þannig að ég bruna nú um göturnar á skærbláum BMW Mini og fíla mig veeeeel.... :) Þvílíkur munur að hafa bíl segi ég nú bara. Úff!! Byrjaði á því að fara í matvörukaup og verslaði mat fyrir hvorki meira né minna en 10 þús og sofnaði svo með bros á vör um kvöldið við tilhugsunina um fullan ísskáp. Alina mun þó fyrr en síðar koma að sækja bílinn :(
Æfingar ganga hrikalega vel.. sjö, níu, þrettán... Þessa stundina hleyp ég jafn hratt með stöngina núna og ég gerði án hennar í fyrra. Svo er ég 5 kílóum þyngri núna en í maí. Jeij!!! Var líka algjörlega komin á rassgatið í maí enda ekkert búin að æfa í rúma 2 mánuði útaf aðgerðinni. Öxlin þolir líka meira og meira með hverjum deginum. |
posted by Thorey @ 12:35 |
|
|
sunnudagur, október 15, 2006 |
|
Trúið þið þessu??
Umsögn um Spala ferð má lesa hér Og myndirnar eru hér |
posted by Thorey @ 12:38 |
|
|
þriðjudagur, október 10, 2006 |
|
Er enn stodd i pollandi og gengur agaetlega. Eg hef ekkert internet svo eg nae ekkert ad lata mikid vita af mer. Er nuna bara herna nidri i mottokunni a hotelinu og fekk ad stelast i tolvuna hja starfsmanninum. Aefingar ganga bara fint, hekk adeins a stonginni i dag og ad sjalfsogdu er farid i frystiklefann a hverjum degi. I dag var hann i -130 gradum og vorum vid 3,5 min inni. KAAALLLTTT.... Manni lidur samt vel a eftir og er ekkert kalt. Thad er farid beint i aefingasal og teknar hnebeygjur og armbeygjur, hjolad og thannig nad i sig godum hita. Finnt kuldinn a herberginu minu eiginlega verri en kaeliklefinn. Hefur ekki verid neitt hitakerfi thar i gangi. Vedrid er reyndar agaeitt. Um 15- 20 stiga hiti a daginn en tho bara um 6 gradur a kvoldin og a morgnanna.
Sprettaefing eftir halftima svo eg aetla ad fara ad gera mig til. |
posted by Thorey @ 13:20 |
|
|
föstudagur, október 06, 2006 |
|
Æfingabúðir í Spala, Póllandi
Nú eru 2 vikur bráðum síðan ég kom aftur til Leverkusen eftir 10 mánaða hlé. Það var skrítið að koma aftur, að taka upp hanskann í raun þar sem ég lagði hann frá mér einn nóvembermorguninn, en ánægjulegt. Þessar tvær vikur sem liðnar eru hef ég verið á fullu að koma mér bara fyrir og æfa jú smávegis bara sjálf. Á morgun hefst þó gamanið fyrir alvöru þegar 13 manna hópur fer til Póllands í viku í æfingabúðir. Í raun eru þetta endurhæfingarbúðir því við munum fara í kæliklefa á hverjum degi. Þetta er kæliklefi með -110 gráðu frosti. Inn í hann er farið í 2-4 mínutur í einu nokkra daga í röð. Þetta á að flýta fyrir endurhæfingu í líkamanum þ.e minnka bólgur og flýta fyrir bata á meiðslum. Ég er mjög spennt að sjá hvernig þetta verkar á mig. Einnig munu hefjast skipulagðar æfingar í Póllandi. Ég er að fara með þjálfaranum mínum og æfingafélugum og eru þau að byrja að æfa núna eftir sumarfrí. Að sjálfsögðu mun ég hafa myndavél með í för og mun ég birta þær á thorey.net |
posted by Thorey @ 19:35 |
|
|
fimmtudagur, október 05, 2006 |
|
Hún Irina mín
Irina og Daniel sonur hennar komu í heimsókn í dag. Vá hvað ég vorkenni aumingja konunni. Hún semsagt fann þennan mann fyrir bráðum 3 árum í gegnum eitthvað matchmaking dæmi og giftist honum án þess að þekkja hann með von um að geta gefið syni sínum góða framtíð. Hún býr vægast sagt í víti. Í morgun ákvað hann að þau fengju ekkert meira að borða og skammaðist og öskraði eitthvað á þau og hrinti Iriniu. Mæðginin komu auðvitað til mín og eru búin að vera hér í allan dag enda bæði skíthrædd við manninn. Á endanum fóru þau þó heim því hún er hrædd um að hann heimti skilnaði ef hún sefur ekki heima hjá honum. Ef hann heimtar hann þá þarf hún að fara aftur til Rússlands og vera hennar hér hjá þessum skít verið til einskins. Hrikalegt að geta ekkert gert, þurfa bara sitja og vona það besta því ekki fá þau dvalarleyfi á Íslandi. Ég vona bara að þau haldi þetta út í þessa 2,5 mánuði í viðbót eða það sem vantar uppá þriggja ára giftingartímann. Ef það tekst ætla þau strax að flytja út. Vandamálið er þó að hún þénar ekki nema 300 evrur á mánuði!! |
posted by Thorey @ 18:36 |
|
|
sunnudagur, október 01, 2006 |
|
Fyrsta vikan í Leverkusen að líða
Þá er ég búin að vera hér í viku bráðum. Vikan hefur farið í tiltekt og svo lærdóm núna um helgina. Ég semsagt er búin að vera að þvo fötin mín sem Angi hafði pakkað niður í kjallara. Búin með hvorki meira né minna en 10 vélar og á eftir c.a 3 í viðbót. Samt er ég búin að henda heilli svartri ruslatunnu af fötum. Ég þreif líka baðherbergið og sturtuna 4x. Hún var nánast orðin gul á litin í stað þess hvíta. Ojoj. Ég kíkti síðan á bílasölu í gær og var auðvitað heit fyrir einum kagganum en ég held ég láti hann bíða aðeins. Samt komi tími á að ég fái mér bíl, nenni ekki þessu betli hérna endalaust. Ætla að reyna að finna einhvern góðan en ódýran. Svo hef ég ekkert gert í dag nema læra og láta mér leiðast. Algjörlega dottin úr formi með að vera svona mikið ein. Ég fór meira að segja ein á steikhús í dag og fékk mér fíle steik... Nammm.
Sakna ykkur nú pínu þarna heima í augnablikinu... |
posted by Thorey @ 18:00 |
|
|
|
|