the
 
the
mánudagur, október 31, 2005
Af því að ég er ekki ljóshærð .....

og fyrir enska gaurinn sem er alltaf að bögga mig í kommentunum með að það vanti eitthvað hér inn á ensku ákvað ég að skella þessu litla sæta brandara hér inn:

... 80,000 blondes meet in the Kansas City Chiefs Stadium for a "BlondesAre Not Stupid Convention".The leader says, "We are all here today to prove to the world that blondesare not stupid. Can I have a volunteer?" A blonde gingerly works her waythrough the crowd and steps up to the stage.The leader asks her, "What is 15 plus 15?" After 15 or 20 seconds she says,"Eighteen!" Obviously everyone is a little disappointed. Then 80,000blondes start cheering, "Give her another chance! Give her another chance!

"The leader says, "Well since we've gone to the trouble of getting 80,000 of you in one place and we have the world-wide press and global broadcastmedia here, gee, uh, I guess we can give her another chance."So he asks, "What is 5 plus 5?" After nearly 30 seconds she eventuallysays, "Ninety?" The leader is quite perplexed, looks down and just lets outa dejected sigh -- everyone is disheartened -- the blonde starts crying andthe 80,000 girls begin to yell and wave their hands shouting,"GIVE HER ANOTHER CHANCE! GIVE HER ANOTHER CHANCE!

"The leader, unsure whether or not he is doing more harm than damage,eventually says, "Ok! Ok! Just one more chance -- What is 2 plus 2?" Thegirl closes her eyes, and after a whole minute eventually says, "Four?".Throughout the stadium pandemonium breaks out as all 80,000 girls jump totheir feet, wave their arms, stomp their feet and scream...
*
*
*
*
*
*
"GIVE HER ANOTHER CHANCE! GIVE HER ANOTHER CHANCE!"
posted by Thorey @ 19:20   4 comments
sunnudagur, október 30, 2005
Læriletin

er þvílíkt að koma aftan að mér núna. En vá hvað ég naut hennar... Öll vikan fór bara í æfingar, svefn og ég las meira að segja bók. Ég las bókina "Þú ert það sem þú borðar" og er hún alveg frábær. Kannski ekki fyrir mig að fara eftir öllu í henni heldur bara fínt að fá ráð við hinu og þessu eins og hugmyndir að fjölbreyttara mataræði. Maður á víst að blanda sér grænmetisdrykki og borða helling af fræjum.

Í gærkvöldi fór ég með fiskirétt til Alinu og setti hann í ofninn þar. Hrikalega gott þótt ég segji sjálf frá :) Snilldaruppskrift frá mömmu:
Marinering:
hýði af 1 lime
safi úr 2-3 lime
2 hvítlauksrif - maukuð
2 teskeiðar kryddað sinnep
1- 1/2 teskeið púðusykur
c.a 1 bolli ólífuolía

lúðan í eldfast mót og vökvinn látinn liggja á í 1-3 klst en það fer eftir tímanum sem maður hefur.
8-10 mín í 200 gráðum heitum ofni

Salta eftir á á disknum

Gott að hafa sýrðan rjóma með sem er kryddaður (ég var reyndar með hreinan en skar niður gúrku og setti hana í og saltaði og pipraði. Setti líka pínu lime safa í hann) og svo auðvitað salat. Svo er gott að hafa steiktar kartöflur á pönnu (fyrst að sjóða þær aðeins) og krydda þær.

UMMMMMMM Algjört lostæti!! Við erum að tala um að Alina getur ekki hætt að tala um þennan rétt. Nú er ég bara besti kokkur í heimi í hennar augum .. verst að ég hafi ekki verið að elda fyrir karlmann..... en jæja, bíður betri tíma, fínt að vera búin að æfa sig ;)

Við horfðum svo á Love Actually og vældum og vældum. Æðisleg mynd.

Annars er ég orðin frænka aftur... Stássa var að eignast hvolpa. Hún átti 2 tíkur og 2 rakka. Öllum heilsast vel :)
posted by Thorey @ 21:36   1 comments
föstudagur, október 28, 2005
Lítill pelikanafugl

var að hvísla því að mér að það er allt á kafi á höfuðborgarsvæðinu. Hefði nú alveg viljað fá svoleiðis veður á meðan ég var heima því mér finnst það svo kósí. En mér finnst samt sólin betri... en hennar fékk ég að njóta í dag. Hér er 25 stiga hiti og sól. Það er bara algjört sumar og ég skellti mér til Kölnar í spásseríngu.

Ég kíkti í dag á Sport Messe sem er svona íþróttasýning. Ég fór til að hitta manninn sem býr til stangirnar mínar hjá UCS Spirit. Hann Steve Chappell. Konan var þar með honum og spjölluðum við heillengi. Hann gaf mér svo svona mini stöng og hálfa rá sem ég ætla að hengja upp á vegg hjá mér og skrifa markmið 2006 þar við. Þaðan fór ég svo að heimsækja Angi mína í Peek & Cloppenberg en hún er að vinna þar. Keypti sem betur fer ekkert!!

Var að koma heim og Alina ætlar að kíkja í heimsókn. Við ætlum að gráta saman yfir James Blunt... hehe við erum samt ekkert sorgmæddar. Hann er bara svo sorgmæddur greyið en samt frábær.

Hitti annars Íslending í dag!!! Já og það í æfingahöllinni minni. Jakob Sigurðsson (að ég held...). Hann er að spila með körfuboltaliðinu í Leverkusen og þeir voru að æfa í höllinni okkar. Gaman að vita af öðrum Íslending hérna í Leverkusen og aldrei að vita nema maður eigi eftir að rekast oftar á hann.
posted by Thorey @ 17:22   5 comments
fimmtudagur, október 27, 2005
Ég er gjörsamlega heilluð

af James Blunt og nýju plötunni hans "Back to Bedlam". Hún er hreint æði útí gegn og textarnir algjör snilld. Ég mæli hiklaust með honum.

JAMES BLUNT LYRICS

"No Bravery"

There are children standing here,
Arms outstretched into the sky,
Tears drying on their face.
He has been here.
Brothers lie in shallow graves.
Fathers lost without a trace.
A nation blind to their disgrace,
Since he's been here.

And I see no bravery,
No bravery in your eyes anymore.
Only sadness.

Houses burnt beyond repair.
The smell of death is in the air.
A woman weeping in despair says,
He has been here.
Tracer lighting up the sky.
It's another families' turn to die.
A child afraid to even cry out says,
He has been here.

And I see no bravery,
No bravery in your eyes anymore.
Only sadness.

There are children standing here,
Arms outstretched into the sky,
But no one asks the question why,
He has been here.
Old men kneel to accept their fate.
Wives and daughters cut and raped.
A generation drenched in hate.
Yes, he has been here.

And I see no bravery,
No bravery in your eyes anymore.
Only sadness.
posted by Thorey @ 21:21   4 comments
mánudagur, október 24, 2005
Dagur 1

Þá er dagur 1 á enda. Það var mjög gaman að hitta alla aftur og ég fékk ekkert smá sætar viðtökur hérna. Angi og Sebastian, þau sem búa með mér, höfðu sett blóm á borðið mitt og skrifað sætan miða með og svo var ég mjög hissa á að heyra umboðsmanninn minn segja við mig í dag "Gut dass du hier wieder bist, die Sonne scheint immer auf wenn du in die Halle kommst" Ekki leiðinlegt að fá svona skemmtileg og óvæntar athugasemdir :)

Æfingar gengu bara vel dag, stökk aðeins á 6 skrefum og var það æði. Svo var lyft og farið í sund til að taka spretti. Já við tökum sprettæfingu ofan í sundlaug. Mjög gaman.

Ég er með nýja æfingafélaga og leggst veturinn mjög vel í mig. Svo jákvætt og skemmtilegt fólk í kringum mig og svo er ég nú bara næstum heil og get æft!! jibbbbbí
posted by Thorey @ 19:06   5 comments
sunnudagur, október 23, 2005
Til hamingju Hlín!!

Hlín útskrifaðist með B.s í verkfræði í gær og var fagnað með henni. Ég var því miður bara stutt því ég þurfti að vakna kl 05 og byrja svo að æfa á fullu á morgun svo ég vil vera hress og kát þegar ég byrja að æfa aftur.
Nú er ég sú eina úr TMC genginu sem á eftir að útskrifast. Ég vil samt meina að betra er seint en aldei eða gildir það ekki yfir allt?
Hér erum við í veislunni:


posted by Thorey @ 18:51   0 comments
Back to Liver Cousin

Útferð gekk vel fyrir utan vonda rússakarlafýlu í flugvélinni en það voru svona 20-30 rússar í vélinni og ég sat í miðjum hópnum.

Ég fór með fullt af fiski með mér og er strax búin að henda í einn frumsamin rétt inn í ofni. Lax með kúskús ofan á í kryddblöndu sem ég mallaði saman. Borða eftir smá svo ég get ekki upplýst ykkur núna um árangurinn.

Helgin var mjög róleg og svaf ég heilan helling enda erfið vika að baki. Á föstudaginn gerði ég aðra tilraun í Straumfræði og hérna kemur eins gellumynd af verðandi verkfræðikonum en þessar fengu að mæla og rannsaka kjörrennsli. Apparatið sést fyrir aftan.

posted by Thorey @ 16:20   1 comments
fimmtudagur, október 20, 2005
Kreisí vika!

Vikan er búin að fara í þetta:




Ég er er búin að þjappa jarðveg og fá drulluna upp í mig, gera tilraun reynolds og kanna seigju vökva og á morgun geri ég svo enn einu tilraunina. En svo er nú farið að síga á seinni hluta fríisins þetta árið því á sunnudaginn fer ég aftur til Þýskalands.

Helgin fer því í skólann og svo verður fjölskyldumatarboð, innflutningspartý, vinkonu brunch og svo útskrift hjá Hlín pín. Þannig fullt af stuði framundan :)

En núna ætla ég að skella mér i Laugar og taka aðeins á því áður en ég fer í sjúkraþjálfun.

Annars var tekið mjög sérstakt viðtal við mig í gær. Hún Ellý Ármanns spáði í mig og það mun birtast í Helgarblaði DV um helgina. Ég hef aldrei farið til spákonu eða látið spá fyrir mér svo þetta var mjög forvitnilegt.
posted by Thorey @ 16:15   4 comments
sunnudagur, október 16, 2005
Þvílíkt gærkvöld!!

Evrópumótaþingið í frjálsum íþróttum var á Íslandi um helgina. Þetta er mjög stórt dæmi og í fyrsta sinn sem það var haldið á Íslandi. Vel tókst til og í gærkvöldi var þinginu slitið og matur og djamm í framhaldi af því. Mér var boðið í kvöldverðinn þótt ég hafi hvergi að þinginu komið. Ég þekki orðið svo marga í kringum sportið að ég þáði boðum með þökkum í þeirri von að hitta einhverja kunningja. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum.... Vá hvað það var gaman. Frábært að vera í kringum þetta fólk og æðislegt að geta verið með því á sínum heimaslóðum og svo líka bara æðislegt að skemmta sér með íslendingum í frjálsum. Gerist nú bara aldrei hjá mér.

Mörgum fannst fyndið hvað það væri stutt á milli staða hérna. Rútuferðirnar vanalega aðeins lengri en hérna í Rvk.
Þegar stigið var upp í rútuna spurði einhver:
"Hey where are we going now?
og þá kallaði ein amerísk:
"Just around the corner..."

Æ þetta er miklu fyndnara þegar maður er þarna og heyrir þetta :)

Svo var ein líka alltaf að segja hvað fólkið væri frábært hérna. Hún upplifði allavega mikla hlýju og vinskap frá öllum og ég held að það sé satt um okkur Íslendinga. Við erum bestu gestgjafar í heimi! Engin spurning!

Já það voru ánægðir útlendingar sem héldu af landi brott í dag. Ég held að FRÍ megi vera stolt af þessarri vinnu sem þeir lögðu í þetta og víst er að þetta kom okkur aldeilis vel fyrir í hugum aðila úr evrópsku frjálsíþróttahreyfingunni.

Svo gat ég krafsað mig inn á nokkur mót því þarna var fullt af mönnum sem eru að skipuleggja stærstu mótin. T.d

-var mér lofað inn á Golden League í Oslo
-var mér boðið á DN Galan í Stokkhólmi á næsta ári. Ég held að mótshaldarinn sé pínu skotinn í mér ;)
-var mér boðið á mjög stórt mót í Birmingham í febrúar
-komst ég í mjúkinn hjá aðal skipuleggjanda stóru mótanna á Bretlandi og sá gaur er erfiður viðureignar. Ef þú móðgar hann einu sinni ertu út í kuldanum forever hjá honum og átt aldrei möguleika á að komast á mót í Bretlandi.
-fékk ég boð af fullt af öðrum minni mótum
Svo
-kynntist ég Karen Locke sem er umboðsmaður margra stangarstökkvara og gott að þekkja upp á frekari sambönd
-kynntist ég fullt af öðru skemmtilegu fólki

Síðast en ekki síst skemmti ég mér konunglega með henni Unni Elsku :)

Að lokum:
ÞAÐ ER KOMIN INNANHÚSS FRJÁLSÍÞRÓTTAHÖLL Á ÍSLANDI!!!!!
fékk að skoða í gær og lítur hún frábærlega út
posted by Thorey @ 19:19   4 comments
föstudagur, október 14, 2005
Uppruni lífsins

Er einhver til í að koma með mér á fyrirlestur í Háskólabíó á laugardag kl 14 sem mun fjalla um uppruna lífsins??
Ég ætla allavega að fara því ég þekki marga ameríkana og trúarbrögð koma gjarnan upp í umræðuefni. Eins og þið vitið á guð að hafa skapað himin og jörð og allt sem til er og mennirnir komu til jarðarinnar í þeirri mynd sem þeir eru í í dag.

Ég er oft að velta því fyrir mér hvort trúin okkar og vísindi passi saman. Ég trúi á þróunarkenninguna en samt langar mig til að trúa því líka að guð sé til.

Endilega látið mig vita ef ykkur langar að koma með mér.
posted by Thorey @ 11:37   2 comments
sunnudagur, október 09, 2005
Helgin

var hin besta. Kíkti til Hugrúnar á föstudagskvöldið og við ásamt vinkonum hennar fórum í bæinn. Ég hef greinilega verið eitthvað óheppin með hitt kvöldið í bænum því ekki var ég vör við neinn dónaskap í þetta sinnið og karlmennirnir voru bara kurteisir.

Í gærkvöldi fór ég svo í innflutningspartý til Rakelar vinkonu og var það alveg rosalega kósý kvöld. Gott partý og svo rólegt vinkonuspjall þegar liðið var farið í bæinn. Rakel á alveg yndislegan son og ég læt hérna mynd fylgja með af okkur síðan í vikunni þegar ég kom og við borðuðum þrjú saman.


posted by Thorey @ 16:15   9 comments
þriðjudagur, október 04, 2005

Laugar

Þá er kominn tími til að fara að koma sér í smá form aftur. Ég mun fá að æfa í Laugum og hlakka ég mikið til að fara sprikla þar í þessum frábæra sal. Gamli góði krikinn er nú góður líka en stundum finnst mér of þröngt þar þegar margir eru að lyfta (og mikil svitafýla). Maður mun þó láta sjá sig þar líka enda styttist í að æfingar verði tvisvar á dag.
posted by Thorey @ 14:25   3 comments
sunnudagur, október 02, 2005
Sunnudagsleti

Ég sit við tölvuna og á að vera að læra en af einhverjum ástæðum enda ég á öllum mögulegum bloggsíðum. Það er ein síða með allskonar klippum af stöng. Mæli með því að þið kíkið. Það er hér

Annars er voða lítið að frétta. Skemmti mér mjög vel í gær en nennti þó ekki í bæinn. Frosti frændi er svo að koma í mat til mömmu og pabba svo það verður gaman að hitta hann. Hef ekki séð hann síðan um síðustu jól.
posted by Thorey @ 13:06   4 comments
laugardagur, október 01, 2005
Meira um karlmenn...

Ég ætlaði nú að láta þetta bara gott heita um karlmenn en eftir atburði gærkvöldsins verð ég bara aðeins að kvarta meira undan þeim.

Ég fór með Ylfu og vinkonum hennar á Oliver. Jújú voða gaman en hvar er kurteisin hjá íslenskum karlmönnum?? Til að byrja með var ég að reyna að vera þolinmóð og svara athugasemdum yfirveguð en var komin með nóg undir kvöldið og gaf þeim sama attitude tilbaka. Af hverju er ekki hægt að sýna manni smá respect? Það er gaman þegar fólk tekur sig tali við mig um stangarstökkið og önnur málefni en leiðinleg komment sem eiga að hljóma kúl eru frekar þreytandi.
Strákar, rifjið upp mannasiðina!!

......Albert, kannski er þarna ástæðan fyrir því að ég er á lausu.......

Í kvöld er svo innflutningspartý hjá Sólveigu og Sjonna en spurning hvort maður láti bæinn ekki bara eiga sig í kvöld og njóti þess bara að vera í góðra vina hópi.
posted by Thorey @ 17:33   1 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile