the
 
the
miðvikudagur, ágúst 27, 2003
Það komst því miður enginn af þýsku félögunum mínum í úrslit í stangarstökkinu. Í staðinn náði ég að plata einn þeirra með mér í skoðunarferð í dag. Við fórum um borð í rútu sem var með ekkert þak og keyrðum um alla borg. Mjög fallegt. Tókum fullt af myndum sem ég mun setja inn á www.thorey.net þegar ég kem heim.
posted by Thorey @ 19:04   0 comments
þriðjudagur, ágúst 26, 2003
Jæja ég komst í úrslitin en ekki mikið meira! Ég ákvað að byrja í 4,35 því ég ætlaði mér að stökkva hátt. Það er oft erfitt að byrja lágt og stökkva á margar hæðir heldur betra að byrja hærra og reyna að stökkva á sem fæstar hæðir. Ég trúði því að ég gæti farið hátt í þessari keppni því formið hefur sjaldan verið betra. Annað hvort spilar maður þetta save og fer sína 4,45 kannski og fá 8-10.sæti eða tekur áhættuna á að komast kannski 4,60 og blanda sér þar með í toppbaráttuna. Ég var of nálægt í öllum stökkunum sem þýðir að það er mjög erfitt að takast á loft.
C´est la vie!!
Þórey
posted by Thorey @ 09:48   0 comments
sunnudagur, ágúst 24, 2003
Þvílíkur léttir!!!!!!!!! Ég er komin í úrslitin, jibbý jibbý jibbý. Undankeppnin gekk betur en ég þorði að vona. Ég ákvað að byrja í 4,25 en það er það hæsta sem ég hef byrjað í. Var pínu stressuð..... en fór yfir í annarri. Fór svo 4,35 í fyrstu og var þar með komin í úrslit. Sumar stelpur ákváðu samt að stökkva á 4,40, sem var qualifying hæðin, en ég ákvað að spara kraftana.

Jón Arnar kemur í dag og félagar mínir úr Leverkusen liðinu koma líka. Þó það sé fjörugt hérna nú þegar þá mun nú lifna enn meira yfir þorpinu þegar töffararnir mæta :) Uppáhaldið mitt er samt Matt Shirvington, spretthlaupari frá Ástralíu. Véddi er búinn að tala alltof lengi um að fixa okkur saman, eða síðan í Edmonton fyrir tveimur árum, en ég held ég fari bara að ganga í málið sjálf.... hehe.

Úrslitakeppnin byrjar á morgun kl 16:30 að íslenskum tíma. Þar ætla ég að gera allt sem ég get til að standa mig vel. Sjáum svo hvað það dugar!
posted by Thorey @ 13:12   0 comments
föstudagur, ágúst 22, 2003
Það er orðið ljóst að við verðum 29 að keppa á morgun og það hefur verið sett upp hæð fyrir úrslitin sem verður 4,40. Nú er bara að kýla á það!!!

Í dag hittum við Véddann en hann var í bol með Danmark á bakinu. Frekar skrítið að sjá það.
Ég fór á létta æfingu í morgun, skokkaði bara og teygði. Maður verður að reyna að vera sem frískastur á morgun. Mér er búið að vera óglatt í allan dag en ég vona að það sé bara stress en ekki einhver magapína. Ég held reyndar að Stórmótamagapínan sé farin að gera vart við sig nú þegar..... en ekkert alvarlega. Annars er ég bara orðin spennt fyrir morgundeginum. Hlakka til að fá smá útrás. Það er orðið svo langt síðan ég keppti, alveg tvær vikur. Nú er maður alveg að drepast úr hungri í stöngina og vill fara að taka á því.

Segji ykkur hvernig fer á morgun, þangað til
fais attention a toi!
posted by Thorey @ 15:40   0 comments
fimmtudagur, ágúst 21, 2003
Dagurinn hefur verið alveg ágætur. Fór á æfingu í morgun og gekk bara vel. Spurning um að koma smá "inside information" að hérna. Mike Powell var á æfingu að þjálfa einn langstökkvara og missti hann út úr sér við Mumma að hann er að spá í að koma með come back á næsta ári. Karlinn er bara orðinn alveg asskoti feitur en sagðist samt hafa stokkið 7,88 á þessu ári. Hann talaði um að hann ætlaði að grenna sig og ef hann stekkur 8,30 fljótlega á næsta ári, ætlar hann að stefna á Ólympíuleikana. Þessi gaur er algjör náttúru gormur og yrði gaman að sjá hann aftur á brautinni.

Mummi er staddur á tæknifundinum núna og innan skamms fæ ég að sjá start listana og hæðirnar sem verða á laugardaginn...... spennan magnast....
posted by Thorey @ 17:22   0 comments
miðvikudagur, ágúst 20, 2003
Þá er ég stödd í Frakklandi í fyrsta skipti á ævinni. Mér finnst hálf skrítið að vera hérna. Ég hef alltaf litið á Frakkland og París sem eitthvað draumaland og allt sem tengist því vera frekar fjarlægt mér. En viti menn, ég er mætt á svæðið. Við búum á háskóla campusinum og gistum í 150 ára gömlu húsi. Frekar fyndið. Rúmin eru pínu lítil og mjög lág (ég á rúm frá Svefn og Heilsu) en samt ekkert alltof óþægileg. Klósettið og sturtan eru fram á gangi og það er hreinlega eins og maður sé mættur heila öld aftur í tímann. Ég er mjög heppin því ég fíla allt gamalt mjög vel og er mjög hrifin af gömlum húsun. Karlpeningurinn í ferðinni er ekki alveg eins sáttur... en þeir láta sig hafa það.
Maturinn virðist ætla verða fínn en það hefur lítið reynt á það enn þar sem við vorum að koma. Hér er líka tölvuherbergi inn á eldgömlu bókasafni. Herbergið er langt, mjótt en mjög hátt til lofts og loftið er bogadregið með allskonar útskurði í. Mjög flott.
Egill og Mummi eru farnir að bíða eftir mér, skrifa meira seinna.
Au revoir!
posted by Thorey @ 20:47   0 comments
þriðjudagur, ágúst 19, 2003
Ég gerði góðverk í dag. Eða ég vona að það hafi verið góðverk. Mér var boðið að vera í Gleðji-vina-leiknum í Hjartslætti á Skjá einum. Auðvitað valdi ég hana Silju mína til að gleðja. Hún var að fara til Bandaríkjanna aftur í dag og ég veit ekkert hvenær ég sé hana aftur. Kannski ekkert fyrr en þar næsta sumar!!! Hrikalegt að hugsa til þess.
Við vorum allavega voðalega lúmsk í dag. Ég fór til Silju um hádegið til að kveðja hana en fór svo inn í bílinn hjá S1 liðinu og við eltum þau inn í Hafnarfjörð þar sem við stoppuðum hana og Vigni. Maríkó og Þóra stukku svo út úr bílnum með gjöfina og Silja fékk að giska á hver væri að gefa henni þessa fallegu gjöf! Á endanum gat hún upp á því og kallaði mig svo helv... pí..!!! Og svo hlógum við eins og vitleysingar. Ég held hún hafi bara fílað þetta :)
posted by Thorey @ 00:04   1 comments
sunnudagur, ágúst 17, 2003
Hversu heimskir geta karlmenn verið???? Ég fór á æfingu upp í Kapla í gær um fimmleytið. Ég var með hundana mína með, þær Kríu og Stássu. Eftir smá hlaup ákvað ég að fara inn í lyftingaklefa en binda tíkurnar á blettinum fyrir utan þar sem ég gæti fylgst með þeim. Stuttu eftir að ég byrja að lyfta sé ég að það er mikill leikur í þeim og þær flækja sig allar í bandinu og Kría nær að losa sig úr bandinu á endanum. Ég ætla að stökkva út til að setja þær bara inn í bíl en viti menn, ég var læst inn í klefa. Ég hafði lokað hurðinni á eftir mér og málið er að það er stundum ekki hægt að opna innan frá heldur verður að opna með lyklinum að utan. Ég var símalaus!!! Frábært. Eftir aðeins um 5 mín sé ég tvo stráka fara upp á völl að skokka. Ég byrja að garga á þá og lem í rúðuna til að þeir heyri í mér. Stássa verður alveg brjáluð og byrjar að gelta og gaurarnir bara standa og snúa sér í hringi og skilja ekkert hvað ég er að pæla. Svona var þetta í fo***ng hálftíma. Að lokum var ég búin að berja svo mikið í rúðuna að hún brotnaði. Loksins kom annar bíll sem sá mig berja í aðra rúðu og láta öllum illum látum. Hann kveikti á perunni.
posted by Thorey @ 22:15   0 comments
laugardagur, ágúst 16, 2003
Það fer að koma ný heimasíða í notkun hjá mér. WWW.thorey.net mun opna von bráðar. DesignEuropa sér um hýsinguna og hönnunina á henni.
posted by Thorey @ 12:22   1 comments
Vá, ég hef algjörlega horfið síðustu vikuna. Nei, ekki grennst heldur hvarf ég inn í skóla. Ég er búin að hanga hér í VR-II og læra fyrir prófið mitt í Greiningu burðarvirkja. Ég átti að taka þetta próf í vor en gat það ekki útaf kosningabaráttunni. Ég var semsagt að stíga útúr stofunni núna og finn fyrir miklum létti. Það gekk svona skítsæmilega, ég ætti að skríða. Nú tekur bara HM við en ég fer út á miðvikudaginn.
posted by Thorey @ 12:19   0 comments
föstudagur, ágúst 08, 2003
Var að koma heim af fyrri degi Bikars. Ég verð nú að segja að það jafnast ekkert á við Bikarmótið í frjálsum. Þetta er nú tvímælalaust eitt skemmtilegasta mót ársins. Fundurinn hjá FH eftir fyrri daginn stendur alltaf uppúr. Stemningin er rafmögnuð og allir bíða eftirvæntingarfullir eftir tilkynningunni um stöðuna. Í þetta sinn leiðir FH með 3 stigum. Þessi forusta er ótrúlega tæp. Á morgun getur allt gerst en hver og einn er tilbúinn til að fórna sér fyrir liðið til að knýja fram sigur. Að loknum fundi var svo dansaður hókí póki. ÁFRAM FH!!
posted by Thorey @ 23:47   0 comments
miðvikudagur, ágúst 06, 2003
Ég er búin að vera í Leverkusen núna í viku og er að bráðna í þessum hita. Það er búið að vera 35 stiga hiti allan tímann. Það er samt alveg ótrúlegt hvað maður venst þessu.
Ég kem heim annaðkvöld og keppi í Bikar um helgina á Laugardalsvellinum í rigningu og hliðarvindi :) Æði. Þið sem hafið ekkert annað að gera en að blotna og frjósa úr kulda á íþróttavelli, endilega látið sjá ykkur. Ég er núna ein í íbúðinni hans Richi (æfingafélagi sem ég fæ að gista hjá hérna) en hann er farinn til Berlínar að keppa. Auðvitað byrjaði ég á því að kaupa mér eitthvað sjúklega óhollt en þetta er hollasti náungi sem ég hef hitt. Hann er verri en verstu stelpur. Það er allt organic, keypt í sérstökum matvörubúðum, kolvetnasnautt og aldrei neitt óhollt á boðstólum. Í rúman mánuð er ég því búin að vera í ströngu óhollustu fráhaldi eða hvað það heitir.
Nú verð ég heima fram að 20.ágúst en þá er förinni heitið á HM. Eftir þá ferð verð ég heima í um tvær vikur en flyt svo til Leverkusen og mun ekki einu sinni koma heim um jólin. Nú verður tekin törn í að hitta fólk í síðasta sinn í langan tíma... gaman gaman....bæði og
posted by Thorey @ 14:47   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile