the
 
the
þriðjudagur, febrúar 26, 2008
Komin aftur til Leverkuen
Flaug aftur til Leverkusen í gær. Ykkur sem finnst ég þreytuleg á myndinni rétt eftir lendingu á Íslandi hefðuð átt að sjá mig þegar ég kom í hús í gær. Ji hvað ég var þreytt. Fór beinustu leið uppí rúm og svaf í 2,5 tíma. Vaknaði svo kl 20:30 horfði á einn dvd og fór aftur uppí rúm og steinrotaðist til kl 09 í morgun! Ég er líka þvílíkt útsofin núna :) Ég er ekki alveg að skilja þessa þreytu því ég var nú bara í hvíld heima en ekki á fullu eins og mætti halda. Ferðalögin eitthvað farin að hafa meiri áhrif á mig en hérna áður fyrr...

Bikarkeppnin var semsagt um helgina heima og FH lenti í 2.sæti með einu stigi minna en ÍR. Glæsilegt hjá ÍR og gaman en við áttum að geta betur. Frekar svekkt að hafa ekki getað stokkið en eitt stökk hefði verið nóg til að við mundum vinna. Ég pantaði flugmiðann síðasta mánudag og var hann af ódýrustu gerð, óbreytanlegur án forfallagjalds. Á þriðjudeginum fer ég til læknis því ég var búin að vera frekar slæm í hægri kálfanum (tognaði fyrir jól í þeim vinstri) í viku en hafði samt æft á það. Niðurstaða læknisins var að ég væri núna tognuð í hægri kálfanum! Þetta er nú samt bara svona 1/4 verkjalega séð frá þeim vinstri svo þetta verður ready á no time. Ég vildi ekki hætta á að rífa þetta upp á bikarnum svo Hilda greyið fékk að togna fyrir mig... Hilda stökk og tognaði í lærinu enda ekki búin að æfa stöngina síðan síðasta sumar. En ég mundi kalla þetta fórnun ársins :)

Hjá mér var það þó smá sárabót að fá að vera á hliðalínunni og vera með í stemningunni aðeins. Daginn fyrir mót hittist liðið og borðaði saman en ég hef ekki verið með í svona liðshittingi síðan ég veit ekki hvenær. Þetta er margt nýtt fólk sem ég hef aldrei kynnst og því gaman að horfa framan í það aðeins fyrir utan frjálsíþróttavöllinn.

Það var líka gott að koma aðeins heim og hitta Gumma, foreldra, ömmurnar, afa, systkyni, mágkonur, litlu frændur mína og litlu frænku. Fékk svona fjölskyldu sprautu beint í æð :)

Planið núna er bara að jafna mig í kálfanum, get lyft og gert þrek og svo er sjúkraþjálfun næstu daga og læknisheimsókn í kvöld. Gummi er svo að fara með Sólon til Lux á fimmtudag, spilar þar á föstudag og laugardag og svo ætla ég að sækja hann (eða ég sendi hann með lestinni bara) en þetta er um 2,5 tíma akstur aðra leið.
posted by Thorey @ 08:46   0 comments
föstudagur, febrúar 22, 2008

Svo megið þið ekki gleyma því að lang besti bankinn er SPRON!!!


posted by Thorey @ 09:23   0 comments
Stutt heimsókn
Ég er stödd á Íslandi þessa stundina en ég flaug einmitt heim með Silju í gær. Ég var ekki búin að segja neinum að ég væri að koma, þar á meðal Gumma og foreldrum mínum. Að hafa þetta svona óvænt var að sjálfsögðu hugmynd Silju... :)

Ég fór semsagt inní skóla til Gumma í gær og beið eftir því að hann kæmi út. Jafn undrandi mann hef ég aldrei á æfinni séð. Tók hann síðan langan tíma að fatta það að ég væri þarna.. Voða sætt og skemmtilegt allt. Einnig urðu foreldrar mínir mjög hissa þegar ég mætti heim með ferðatöskuna :)

Þetta er nú bara örstutt stopp og fer ég aftur í loftið á mánudaginn. Við sjáumst kannski einhver á vellinum um helgina eða heyrumst.
posted by Thorey @ 08:45   3 comments
fimmtudagur, febrúar 21, 2008
Island baby!


posted by Thorey @ 17:48   0 comments
miðvikudagur, febrúar 20, 2008
Algjör stelpudagur
Stelpudagurinn byrjaði með léttri æfingu síðan skelltum við okkur í gufu með nöktu gömlu körlunum. Eftir að hafa flissað þar, slakað á, lesið og sofið fórum við að borða og í sjúkraþjálfun. Þá var haldið til Kölnar og drukkið kaffi á Starbucks og verslaðar buxur í Zöru. Eftir bæjarferðina fórum við Silja svo á handboltaleikinn Gummersbach - Ciudad Real þ.s við skemmtum okkur vel þótt að heimamenn töpuðu. Dagurinn endaði svo með DVD glápi yfir Dreamgirls. Er til betri stelpudagur?? Frábær dagur í alla staði :)

Ferðin hjá Silju er nú komin að enda og flaug vikan hreinlega í burtu. Æðislegt að hafa svona smá vinkonu gæðastundir og góðan félagsskap á æfingu. Það var algjörlega kominn tími á okkur að spjalla í eigin persónu. Takk fyrir vikuna Silja mín :*

Á dagsskránni hjá mér er bara að klára þessu viku sem er létt vika í æfingum og fylgjast svo með bikarnum um helgina heima. Einnig er þýska meistaramótið um helgina og það er alltaf spennandi að sjá hverjir stökkva sig inná HM innanhúss í byrjun mars. Ég tipsa á Tim Lobinger, Alexander Straub, Silke Spiegelburg og Julia Hütte. Svo tipsa ég auðvitað á að FH vinni bikarinn :) Semsagt frjálsíþróttahelgi framundan!
posted by Thorey @ 22:53   4 comments
Morgunmatur

Silja i prinsessustolnum
posted by Thorey @ 08:59   0 comments
sunnudagur, febrúar 17, 2008
Kaffihusadagur


posted by Thorey @ 15:04   0 comments
Tíminn flýgur
Allt í einu flýgur tíminn bara áfram. Við erum búnar að vera duglegar við allt. Æfa, borða, sofa, út að borða, handboltaleik, í bæinn og í dag er okkur boðið í pizzu til Angi og svo ætlum við bara í göngutúr um hverfið mitt og horfa á dvd-myndir. Einnig höfum við hlegið mikið, fórum til dæmis út að borða á Valentínusardaginn og sátum frá kl 19 til kl 00.30 að borða, spjalla og hlægja til skiptis. Algjört snilldarkvöld.

Við fórum semsagt að horfa á Gummersbach spila á móti Valenji Goronji (eða eitthvað álíka) í Champions League og eins og þið vitið vann jú Gummersbach. Á miðvikudaginn kemur svo Ciudad Real og ég held við verðum að mæta á þann leik líka.

Silja virðist vera mjög hrifin af vellinum mínum hérna (ekki hissa á því) og ég held hún ætli bara ekkert heim... Það eru auðvitað allir að spurja mig hver þessi sæta ljóska er og að sjálfsögðu sé ég svo hvern einasta karlmannshaus stara á eftir henni á brautinni. Mjög fyndið en auðvitað gaman :)

Hmm og já Isinbayeva setti víst heimsmet innanhúss í gær, fór 4,95. Ágætt bara..
posted by Thorey @ 08:52   1 comments
fimmtudagur, febrúar 14, 2008
Stefnumot med Silju

Gledilegan valentinusardag og til hamingju med afmaelid Albert minn
posted by Thorey @ 23:19   4 comments
miðvikudagur, febrúar 13, 2008


posted by Thorey @ 18:04   3 comments
Silja kemur!
Silja er að koma í heimsókn til mín á MORGUN! Hún verður í viku og ætlar að æfa hjá mér á vellinum. Það verður algjört æði og ég hlakka geðveikt til!

Æfingar ganga annars vel. Ég stökk aðeins síðastliðinn mánudag og það gekk hreint út sagt stórkostlega :) Sko stórkostlega miðað við staðsetningu í tækniþjálfuninni. Er semsagt enn á 12 (af 16) skrefum og á skokkskóm nema ég flaug hreinlega yfir 4,20. Langt síðan ég hef fundið þessa skot tilfinningu. Ég stekk sjaldnar núna og tek færri stökk í einu og það hentar mér einfaldlega mun betur. Er frísk í huganum þá á hverri æfingu og get kýlt á það.

Myndin hér að neðan af Elvari var tekin á símann minn í jólafríinu heima. Við Brynjar og Elvar (synir Alberts bróður míns) höfðum verið í sundi þennan dag og skelltum okkur í smá sukk eftir sundsprettinn. Finnst bara hláturinn hans svo innilegur og myndin því sæt og skemmtileg.

Haldiði að ég hafi ekki skellt mér í klippingu í dag. Hef aldrei treyst mér á þýska hárgreiðslustofu en keyrði framhjá einni í gær sem leit nútímaleg út. Skellti mér inn og pantaði tíma. Ég er bara nokkuð ánægð með afraksturinn og ekki er verra að klipping og strípur var ekki nema 64 evrur.

Hittingur á Havana í kvöld. Það eru 2 kanar hérna í Leverkusen á milli móta hjá sér svo við ætlum að nýta tækifærið og gera eitthvað saman. Gerist ekki of oft hjá mér hérna að ég kíki út fyrir æfingavöllinn svo þetta verður kærkomið.
posted by Thorey @ 16:58   1 comments
sunnudagur, febrúar 10, 2008
Elvar

Yndislegt augnablik! Godur dagur med fraendum minum heima a islandi i januar
posted by Thorey @ 23:27   2 comments
Enn ein helgin á enda


Já vorið er komið í bili allavega. Þessi mynd hér að ofan var reyndar tekin í morgun eftir smá hjólatúr þegar enn var kalt... þessvegna er ég í dúnúlpu með húfu :)
Það fór uppí 12-13 stiga hita í dag og við Angi kíktum í göngutúr um hverfið mitt. Haldiði ekki að ég hafi rekist á Bimbu, fyrrverandi fimleikaþjálfara minn. Bara 50m frá húsinu mínu við hesthúsin! Þá er dóttir hennar með hest í geymslu þarna og ríður út á honum um helgar og á meðan er hún í göngutúrum um hverfið!! Hversu lítill er þessi heimur??

Gærdagurinn fór í að redda Irinu með tölvu sem hún var að kaupa. Hún kann auðvitað ekki einu sinni að kveikja á henni svo ég ég setti hana í gang og setti upp hitt og þetta fyrir hana. Reyndi svo að útskýra muninn á email og msn og að það sé bara hægt að leggja pappir á einn veg í prentarann... Landscape prentun er still inní tölvunni í Word.. Úffffffff ég hef ekki þolinmæði í þetta. Svo neitaði hún að fara á námskeið fyrir rússneska innflytjendur sem eru að byrja að nota tölvur. Já ótrúlegt þá er þessi kúrs til í lýðháskólanum hérna og hann var að byrja síðasta fimmtudag. Hún átti ekki efni á því :( Ég get ekki verið að borga of oft fyrir hana og ákvað því að splæsa ekki í kúrsinn handa henni (hef keypt handa henni m.a myndavél, gefið henni fullt af fötum, keyrt hana hingað og þangað, boðið henni út að borða osfrv).

Jæja annars hin ágætasta helgi að baki og veðrið á ekkert að fara að breytast svo næsta vika leggst bara mjög vel í mig :) Tala nú ekki um ef ég er að fá gest...
posted by Thorey @ 21:46   1 comments
föstudagur, febrúar 08, 2008
Sól og sumar
Ég heyri af miklum snjó og kulda heima á Íslandinu þessa dagana og langaði bara að segja ykkur að ef ykkur langar í smá sól þá Leverkusen staðurinn til að vera á. Hér er spáð sól svo langt sem spár ná! Jafnvel 11 stiga hita :) Veðurspá er hér

Í sólinni er planið að taka nokkrar myndir fyrir skólann og svo ætla ég líklega að skella mér til Düsseldorf í dag að horfa á strákana keppa. Í gær fór ég til Kölnar og verslaði ferðabækur fyrir 8000kr! Sjæse, hef aldrei keypt ferðabók áður og keypti 4 á einu bretti í gær. Ég hefði átt að vera löngu búin að kaupa þessar bækur um Þýskaland og Cape Town en einnig keypti ég bækur um Kína og Tenerife. Ég ætla að fara að vita eitthvað um löndin sem ég fer til og jafnvel kíkja á einn veitingastað eða svo sem mælt er með.

Sund á dagskránni í dag meðal annars. Það er skandall að horfa á fólkið hérna synda miðað við heima. Það er eins og enginn hafi lært að synda og finnst mér ótrúlegt að sund sé kennt í skólanum eins og heima. Ætla að spurjast fyrir um það. Fólk er ýmist með sundgleraugu og fer aldrei í kaf eða á rosa spretti í skriðsundi og hausinn fer aldrei einu sinni nálægt vatsyfirborðinu. Þetta er eiginlega bæði sorglegt og mjög fyndið.
posted by Thorey @ 07:56   0 comments
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
Dagur 3
Þá er það harðsperruprógramm á ný. Fékk auðvitað strax harðsperrur eftir fyrsta daginn, ótrúlegur fjandi. En ég er nú reyndar ein af þeim sem líkar það að fá harðsperrur. Fyrsta vikan er semsagt í gangi og prógrammið leggst mjög vel í mig. Gerðist svo drjúg að plana lyftingaræfingar og þyngdir 8 vikur fram í tímann. Markmiðin eru þessi:

Klín frá gólfi í lok apríl 87,5kg (á 82,5 síðan i fyrra)
Klín frá hnjám í lok apríl 90 kg (á 87,5 síðan 2001)
Snara í lok apríl 60 kg (á 55 kg síðan í fyrra)
90°hnéb í lok apríl 110 kg
Líkamsþyngd í lok apríl 67 kg (er núna 64 kg - á mest 66 kg)
Líkamsþyngd í ágúst 64,5 kg
30 m fljúgandi í lok júlí 3,43 s (á best 3,44 í júlí 04 - hleyp núna c.a 3,70)
Stangarstökk í ágúst 4,70

Að opinbera markmiðin setur jákvæða pressu á mig. Ég ætla að ná þessu!
posted by Thorey @ 08:33   9 comments
sunnudagur, febrúar 03, 2008
Hætt við innanhúss
Já tók ákvörðun í dag. Ég ætla ekki að keppa neitt innanhúss heldur bara halda mínu striki í æfingum og vera búin að æfa á fullri atrennu í gaddaskóm áður en ég keppi á fyrsta mótinu mínu í sumar. Eftir bakslagið í desember er ljóst að ég næ ekki að komast í gaddana núna innanhúss og því kyngji ég þessari staðreynd bara. Eins og ég hef sagt átti innanhúss hvort eð er bara að vera dingl svo ég græt þessa ákvörðun ekki neitt. Sumarið skiptir máli og ef ég ætla að fara 4,70 þá verð ég að vera búin að æfa í fullum klæðum.

Ég sit semsagt á gólfinu inní stofu að blaða í gegnum gömul og ný prógrömm og ætla mér að setja upp eitt skothelt. Næ sex vikum núna fyrir æfingabúðir og svo næ ég öðrum 8 fyrir mótin sem byrja í maí.

Ég las um daginn bókina Þúsund bjartar sólir á einum degi eftir Khaleid Hosseini. Þetta er sami höfundur og skrifaði Flugdrekahlauparan. Ég mæli stórlega með þessari bók. Sjálf er ég með æði fyrir kvenhetjusögum og kvenreynslu sögum úr austri þessa mánuðina og hef lesið núna hverja bókina á fætur annarri. Maður fræðist um svo margt í gegnum þessar bækur, bæði sögu landsins og aðstæður fólks í múslímaríkjunum. Á náttborðinu er samt The Secret núna ásamt ljósmyndaheftum. Næst í röðinni er það svo Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson og Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantazakis. Greinilega brjálað að gera á þessum bæ..

Hafið það gott á sunnudagseftimiðdegi. Ég bíð spennt eftir fyrstu mótstölum Angi en þær fara vonandi að birtast mér brátt. Til hamingju krakkar með flott mót á MÍ 15-22 ára. Búin að sitja á refresh takkanum í allan dag að tékka á úrslitum.
posted by Thorey @ 14:33   1 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile