Þakka kærlega fyrir mig
Ég hef óendanlega mörgu fólki að þakka fyrir það sem fyrir mig hefur verið gert síðustu vikur og mánuði. Yndislegt að finna traust og velviljun frá fólki þegar á móti blæs. T.d þakka ég:
ÍSÍ
sem borgaði aðgerðina í Mílanó!! Takk!!!!!!!!
FH
sem borgaði líka hluta i henni. Takk!!
TOYOTA
sem lánaði mér þennan:
en kagginn er sjálfskiptur svo fatlafólið geti keyrt. Svo er hann með leðursætum og öllu fíneríi. Haldið þið maður sé nú gella á þessum!!! Takk!!
Svo vil ég auðvitað þakka mömmu og pabba fyrir service-ið og þolinmæðina sem ég hef fengið svona einhennt
Takk Ágúst Kárason fyrir að koma mér til eins færasta axlarskurðlæknis Evrópu og takk sjúkraþjálfararnir mínir sem vilja allt fyrir mig gera. Takk fjölskylda og vinir sem tékka reglulega á stöðunni, gott að vita af fólki sem hugsar til manns. Þið eruð öll æði og ég er sko heppnust sð hafa svona frábært fólk í kringum mig!!
|