the
 
the
fimmtudagur, júní 30, 2005
Afmælisbarn dagsins var.....

ÉG!!!!!!!!!


Ég hélt smá veislu í kvöld. Það komu um 20 manns en planið var að grilla útí garði. Það þurfti endilega að rigna svo við færum okkur upp í 20fm eldhúsið og höfðum það kósí þar.


Mínar nánustu vinkonur hérna í Þýskalandi: Alina og Angi

Ég keypti 5kg af kjúklingabringum og eldaði í ofni og á pönnu og bar fram með núðlusalati sem Alina gerði fyrir mig, kartöflusalati, salati og hvítlauksbrauði. Bara ansi gott!!!



Það kláraðist nánast allt. Nokkrar bringur eftir og smá kartöflusalat. Ég fer að setja inn eitt albúm á thorey.net þar sem verða myndir frá Íslandsferðinni minni og svo nokkrar frá afmælinu í kvöld.

Ég fékk fullt af góðum gjöfum eins og stóra gólfviftu (búið að vera mjög heitt), inneign fyrir helgarferð til Austurríkis með Tim og Alinu, málband til að mæla atrennu ásamt merkipennum, 2stk handtöskur, hring, eyrnalokka, hlaupnammi, Diesel derhúfu, 2stk freiðivínflöskur og rósir :)
Heima var ég svo búin að fá pening, sturtusápu og krem frá body shop (vanillu - uppáhaldið mitt)

En tilgangi dagsins var náð:
ÉG ER ORÐIN 28 ÁRA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
posted by Thorey @ 22:44   7 comments
laugardagur, júní 25, 2005
Sigur í Zaragoza..

Er ekki nóg að fá að vita það?? Það kom stormur um leið og við vorum að fara að stökkva. 10 m/s mótvindur, rigning og eldingar!! Ég tók 1 stökk vann og hætti. Við vorum tvær sem komumst yfir ránna en hinar felldu allar byrjunarhæð. Ég stökk með 8 skrefum og fór 3,80 og vann BWAHAHAHAHAHAHAHAH
2.sætið var með 3,60!!!

Nú er ég stödd heima til að keppa á Bikarmeistaramótinu. Það lítur nú ekkert alltof vel út með veður og mun ég aðeins stökkva til sigurs og líklega hætta eftir það. Ég tek enga áhættu með meiðsli eða veikindi núna á miðju tímabilinu.

Góða helgi
posted by Thorey @ 12:26   4 comments
mánudagur, júní 20, 2005
Brúðhjónin og vinkonurnar

Má til með að skella inn nokkrum myndum frá brúðkaupinu. Ég vona að ykkur sé sama sem eruð á þeim. Ef ekki látið mig vita sem fyrst og ég tek þær út. Þið eruð bara svo flottar (og Áskell auðvitað líka ;) ) að ég varð að fá að sýna ykkur. Og Elva, kjóllinn er ekkert smá flottur!! Mamma Elvu saumaði hann!!
Vildi óska að ég væri þarna á myndunum með ykkur stelpur!



María - Sigrún - Elva - Elísabet - Nína



Hildur - María - Elva - Elísabet - Nína



Brúðhjónin
posted by Thorey @ 21:36   0 comments
HJÚKKET - Passinn kominn í hús!

Jæja þá get ég andað rólegra þar sem passinn er kominn til mín. Á miðvikudag fer ég til Spánar og þaðan heim til að keppa á Bikar svo eins gott að hann hafi komið á endanum.

Annars hef ég það bara fínt. Hér er 35 stiga hiti og maður er einfaldlega að kafna úr hita. Þýðir ekkert annað að draga fram mini pilsin og hlýrabolina :)

Fór í sprautu enn einu sinni í dag. Bakið er nú mun betra en hásinin er aftur orðin verri.. OH en ég vona að hún lagist aftur fljótlega. Ég er núna búin að sofa á svefnsófanum mínum í viku því rúmið mitt er of mjúkt og þar af leiðandi lagast ég ekki nógu mikið í bakinu þegar ég sef í því. Ég er farin að sakna rúmsins mín hérna samt all svakalega því þótt það sé of mjúkt er það svo kósí eitthvað. Rúmið mitt heima á Íslandi er algjör draumur og hlakka ég mest til að liggja í því í 5 nætur!! ÆÐI

Tók til í geisladiskasafninu mínu í dag. Nú er allt komið í röð og reglu og einnig er ég að skirfa allar myndirnar mínar af tölvunni yfir á disk. Betra að eiga backup ef eitthvað skyldi nú gerast..

Jæja farin að sofa
Gute Nacht meine schöne Kette
posted by Thorey @ 21:03   1 comments
laugardagur, júní 18, 2005
4,50, en nei, ekki í Tallin..

Ég fékk að stökkva sem gestur á unglingameistaramóti í Mannheim í dag. Ég fór 4,50 og var að fíla mig mjög vel. Því miður þá fór ég ekki til Tallin eins og þið kannski vitið en þetta var algjört klúður hjá mér og svo hótelinu þar sem ég gleymdi honum. Finnst þetta mjög leiðinlegt og skammast mín að sjálfsögðu. Svona lagað á ekki að gerast en maður lærir bara af þessu.

Hér kemur mynd af litla töffaranum mínum, honum Elvari. Afmælisveislan hans var í dag og hann fékk þetta líka fína hjól í afmælisgjöf :)

posted by Thorey @ 22:52   3 comments
föstudagur, júní 17, 2005
Æsku vinkona mín hún Elva Rut er að fara að gifta sig í dag!!! Sá hrikalega heppni heitir Áskell Löve. Þau gifta sig í kirkjunni á Þingvöllum og svo verður veislan í bænum. Ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni og megi dagurinn vera draumi líkastur :)

Ég er rosalega svekkt að vera ekki heima til að vera viðstödd þennan stóra dag í lífi þeirra. Hugurinn minn mun vera hjá þeim í allan dag og ég hlakka til að sjá myndir þegar ég hitti þau í haust.
XXX

Hér eru myndir af okkur vinkonunum:




Sigrún með Kidda - Elva Rut - Nína Björg - Elísabet




Ég - Elísabet - Elva

Gleðilegan þjóðhátíðardag
posted by Thorey @ 07:46   2 comments
fimmtudagur, júní 16, 2005
Til hamingju með afmælið elsku Elvar minn!


Vikan mín var ekki sú besta í heimi.. ótrúlegt stress... Ég hugg mig þó við það að ég er í góðu formi og heil heilsu. Eftirfarandi er tekið af síðunni hennar Silju en einmitt svona pepp sem maður þarf stundum á að halda.

Life sometimes unfolds in ways you never could have anticipated or imagined. Even the most carefully laid plans can be turned upside down by something totally unforeseen.

When that happens, you could moan, complain, yell, scream, throw things and dive into a fog of self pity. But none of that would bring you anything of value.

When one of life's unpleasant surprises comes along, you may be tempted to use it as an excuse for becoming depressed, despondent, and giving up. But do you really want to choose to be miserable and ineffective?

Instead, realize that a positive response is every bit as possible and realistic as a negative one, and a whole lot more beneficial. When events knock you off balance, use the occasion not as an excuse to give up, but rather as a reason to push forward with even more determination.

When a ship gets blown off course to the east, a good captain will steer the vessel back to the west. In the same way, when life pushes you in a negative direction, your best response is to push back even more positively than before.

When an unpleasant surprise comes along, that's a great time for you to create a surprise of your own. Surprise the world with how positive you can be, and everyone will quickly be moving forward again.

posted by Thorey @ 19:16   1 comments
þriðjudagur, júní 14, 2005
Í dag er það hann Geirmundur Viðar sem er 1 árs. Til hamingju með afmælið elsku litli frændi minn!! Ég fagna með þér seinna :)

Annars virðist þetta ætla að verða hinn besti dagur fyrir mig líka. Ég stökk í dag á æfingu og gekk það rosalega vel. Fyrsta sinn sem ég fílaði mig vel á fullri atrennu á þessu ári. Ég stökk 4,30 sem er mjög fínt á æfingu. Ég fattaði dálítið í dag sem ég er búin að vera að rugla með á hinum mótunum mínum. Griphæðin er búin að vera fáránlega lág en þá fæ ég lítið skot úr stönginni. Ég er með styttri stangir en síðustu 5 árin en hef verið að halda nánast jafn langt frá efri endanum eins og þá...

Helgin var annars fín. Kíkti út á lífið á laugardagskvöld en var það nauðsynlegt til að lífga aðeins upp á andann. Ég fór með Angi, Caro Enneper (kona læknisins míns) og Eddu, vinkonu Caro. Mjög hressar gellur og skemmtum við okkur mjög vel. Sunnudagurinn fór svo í æfingu, leti og tiltekt. Fór svo með Angi og Randy til Kölnar um kvöldið. Við borðuðum fyrst á ítölskum veitingastað og fórum svo bíó á Sahara. Mér fannst hún mjög góð. Frábær ævintýramynd sem hægt er að hlæja vel að. Á veitingastaðnum heyrði ég fólk tala íslensku og ég varð bara að heilsa því. Þetta var í fyrsta sinn sem ég rekst á Íslendinga hérna.

Svo er Mikki bara laus. Ég fylgdist ekki nógu vel með þessu til að geta dæmt hvort það hafi verið rétt eða ekki. En það sem ég hef heyrt svona eftir á, finnst mér þetta vera réttur dómur. Saklaus þar til sekt er sönnuð og þarna voru bara ekki nægar sannanir. Æ maður veit ekki hverjum maður á að treysta í þessum heimi. Mín regla er að verða sú að treysta aldrei neinum!
posted by Thorey @ 11:54   3 comments
fimmtudagur, júní 09, 2005
Innilega til hamingju med eins ars afmaelid thitt Ingibjorg!!!!!

Oh mer gekk illa. Thad var reyndar rigning og kalt. Ekki gaman thvi mig langadi svo ad stokkva vel. For ekki nema 4,20!!! Pavla Leidinlegakova vann med 4,40 og onnur var Dana Ellis-Buller fra Canada med 4,30. Eg var svo thridja.

Jaeja farin ad borda kvoldmat. Er ad drepast ur hungri og aetla ad borda a mig gat. Kokur og is og allar graejur.
posted by Thorey @ 18:50   6 comments
miðvikudagur, júní 08, 2005
Ostrava

Eg er stodd i Ostrava nuna. Eg keppi herna a morgun kl 18 en vedrid er reyndar scheise... 12 stig bara!! En madur verdur bara ad kyla a thad fyrst thjalfarinn er med i for. Thetta er i fyrsta sinn sidan Kiddi kom med mer a mot arid 98 sem ad thjalfari fer med mer a mot erlendis. A 9 ara ferli!! En mer finnst mjog gaman ad hafa hann og thad gefur mer spark i rassinn. Eg fer inn a vollinn a morgun med mjog mikla longun til ad stokkva vel og eg hlakka til. Mer finnst eins og hasinin se betri og einnig er bakid adeins skarra svo eg vona ad eg verdi nanast verkjalaus i keppninni.

Aetla ekki ad skrifa mikid thvi rodin i tolvurnar er svakaleg.
Heyrumst a morgun
posted by Thorey @ 20:22   3 comments
sunnudagur, júní 05, 2005
Löng helgi

Það var mjög fínt í Andorra. Mér finnst alltaf svo gaman að hitta íslensku félagana mína úr landsliðinu og allt aðstoðarfólkið. Hundleiðinlegt alveg að stoppa svona stutt.
Mótið gekk ágætlega hjá mér. Fór 4,40 sem er minn besti árangur á árinu.

Andorra finnst mér ekki fallegt land í augnablikinu. Það er svo mikil synd hvernig bæirnir eru skipulagðir en það gæti verið svo óskaplega fallegt þarna. Leiðin frá Barcelona (flaug til Barcelona) er alveg geggjuð og bara ein sú fallegasta leið sem ég hef keyrt um ævina. Eldgamlir sveitabæjir með gulum ökrum og grænum gróðri í kring eða grænum vínekrum. Þegar komið er svo til Andorra er maður kominn i fjallabelti Pyreneafjalla. Semsagt mjög fallegt. En Andorra sjálf er alls ekki spennandi. Hún liggur í þröngum, löngum dal sem er stútfullur af bílum, auglýsingaskiltum, mengun og ógeði. Mér finnst eins og bragurinn eigi að vera stórborgarlegur en það passar bara engan veginn i þetta umhverfi. Ég hefði frekar vilja sjá meiri sveitastíl. Svo held ég að það sé löngu tímabært að koma upp neðanjarðarlestarkerfi eða hjólastígum en hvorugt var til staðar. Umferðarteppan var svo mikil að það tók oft um hálftíma að fara 3 km. Svo eru auðvitað allir bílar í gangi í biðröðinni og útblásturinn er ógeðslegur. Hann liggur svo ofan í dalnum en það sem bjargar þessu öllu saman er að það er smá vindur þarna sem kemur hreyfingu á loftið. Án hans væri Andorra held ég bara lífshættuleg.
Þar til þetta verður lagað, mun ég ekki hafa áhuga á að heimsækja þetta land aftur.

Ok komum að Sevilla. Úff hitinn þar, þurrkurinn og mengunin.... Æ hvað gamla góða Ísland er meirihátar!!! (en þó vonlaust fyrir mót í stöng.... )
Ég keppti í Sevilla í gær og gekk það mjög illa. Ég var alveg rosalega þreytt eftir ferðina til Andorra og langaði bara ekkert til að vera þarna. Svo kemur maður inn á völlinn, þreyttur, og enginn áhorfandi!! Ömurlegt!! Lendi nú aldrei í svoleiðis. Vá hvað ég datt enn meira úr stuði....
Ég fór ekki nema 4,18 en það fyndna var að okkur gekk ÖLLUM illa. Eins og það hafi verið eitthvað smitandi eða eitthvað því aðstæðurnar voru nú ekkert svona svakalega lélegar. Smá hliðarvindur, stundum gola með. Svo var svo fyndið að þar sem við sátum alveg við dýnuna á milli stökkva, því þar var skuggi, sáum við svipinn á hvorri annarri þegar við lentum. Eftir lélegt stökk litum við á hvora aðra með svona vonlausarsvip og með stór spurningarmerki í augunum. "Hvað er í gangi?" "Hvað var nú þetta eiginlega?" Við hlógum okkur máttlausar svo í gærkvöldi þegar við fórum að tala um þetta.

En jæja, gengur bara betur næst!!

Fyrra flugið var klukkan hálf átta í morgun til Madrid en þó fínt að vera bara komin heim snemma. Var lent í Düsseldorf um 12.
Ég skellti pizzu í ofninn (geðveikt gott að vera komin með frysti en ég keypti hann fyrir 2 vikum) og fékk mér svo ís í eftirrétt......
posted by Thorey @ 12:20   7 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile