the
 
the
sunnudagur, apríl 24, 2005
Stökkæfingin gekk annars bara vel í dag. Fór 4,20 á 12 skrefa atrennu og lofar það bara góðu. Ég finn líka að ég er mun hraðari en í fyrra :)

Ég gleymdi að segja ykkur að ég fékk mjög skemmtilegt símtal á fimmtudaginn. Það var gamall þjálfari úr fimleikunum á línunni. Bimba sjálf!!!! Hún kenndi mér fimleika einn vetur þegar ég var, að ég held, 13 ára. Ég man alltaf að hún kenndi mér over low bar...... !!
Bimba býr semsagt 20mín í burtu frá mér. Sólveig, íþróttafulltrúi Bjarkanna, var stödd hjá henni í heimsókn því hún var að kynna sér ýmsa íþróttastarfsemi hérna í Þýskalandi. Þær voru semsagt að spurja hvort ég vildi ekki hitta þær. Ég var sko meira en lítið til í það og við sátum allt föstudagskvöldið og kjöftuðum, borðuðum aspas (þýsk hefð á þessum tíma) og rifjuðum upp gamla tíma (og nýja). Mér fannst þetta algjört æði. Svo býr hún í næsta bæ frá mér!! Ótrúlegt.

En jæja, ég er greinilega með einhverja munnræpu og þið nennið örugglega ekki að lesa helminginn af því sem stendur á síðunni minni..... en ok, hætt í bili
góða nótt
posted by Thorey @ 20:50   5 comments
Reykjavík Raufarhöfn Evrópu?

Ég er að lesa undir Umhverfisskipulagsprófið mitt sem ég fer í á laugardaginn. Ég er að lesa bók eftir kennara minn Trausta Valsson sem heitir Skipulag byggðar á Íslandi. Þar fjallar hann um skipulag Reykjavíkurborgar og þróun þess. Hann segir að þegar sveitamaðurinn flutti úr sveitinni vildi hann hafa helst allt sem líkast sveitinni, þ.e miklar víðáttur, mikið útsýni og mikil tún. Þessi sýn varð meðverkandi í því hvernig borgin hefur verið skipulögð. Tún voru í öllum borgarhverfum og áttu krakkarnir helst að vera allan daginn í heyskap þótt heyinu væri síðan hent af því að það væri blýmengað af bensíni.
Borgin var skipulögð á þann hátt að fólk væri einangrað og gæti snúið sýninni út á við, til fjallahringsins.
Í dag er öldin önnur og unga kynslóðin hefur ekki aðdáun á heyskap og túnum heldur vill byggja þétt til að skapa meira borgarlíf. Vill geta stundað kaffihús og veitingastaði úr göngufjarlægð en sveitamaðurinn hefur hinsvegar skömm á slíkum lífsstíl enda sést varla fólk yfir fimmtugu á kaffihúsum borgarinnar.
Niðurstaðan er semsagt sú að það eru sveitamenn sem hafa byggt og skipulagt Reykjavík úthverfanna!
Lítum núna á alþjóðavæðinguna. Nánast öll landamæri eru nú opin og vill fólk mennta sig í útlöndum. Ísland mun ekki halda í þetta fólk ef því býðst ekki það borgarlíf eða umhverfi sem það fær erlendis.
"Vegna þessa er það e.t.v orðið eitt stærsta byggðarmál á Íslandi að geta boðið upp á það umhverfi sem hin unga menntaða og kröfuharða kynslóð vill hafa, því ef ekki tekst að mæta kröfum þessa fólk gerist það eitt að það flytur úr landi.
Reyndar eru þetta ekki einu kröfurnar því að á Íslandi verða líka að bjóðast þau sérhæfðu og góðu störf sem unga fólkið vill; störf við hæfi og í samræmi við menntun þess. Ef þau eru ekki til staðar situr aðeins það fólk eftir sem vinnur í frumframleiðslugeiranum og óþrifalegum störfum, störfum sem aðeins fáir vilja búa við í dag"
"Ef ekki tekst að bjóða sambærileg lífsgæði í Reykjavík og er í stórum, erlendum borgum, verður Reykjavík að Þórshöfn eða Raufarhöfn Evrópu.
Ísland verður að eins konar útgerðarstöð eða jafnvel á endanum Hornstrandir Evrópu, þar sem menn koma að sumarlagi til þess að njóta náttúrunnar og dást að eyðibyggðunum"

Fannst þetta ansi athyglisvert og gott sjónarhorn að stóriðjuæði ríkisstjórnarinnar.
posted by Thorey @ 20:18   1 comments
laugardagur, apríl 23, 2005
Læra hvað?

Uff hvað vikan er búin að fara í eitthvað allt annað en lærdóm þrátt fyrir að það er bara vika í 2 próf!!
Fyrri stökkæfing vikunnar gekk rosalega vel og ég var steinhissa á kraftinum sem var í mér. Ég fílaði mig eins og ég hlypi fljótandi á jörðinni.. það var æði en sú góða tilfinning var því miður farinn á seinni æfingunni. En þetta var í fyrsta skipti sem mér fannst virkilega auðvelt að hlaupa!! Skrítið en ég vona að sú tilfinning komi aftur. Seinni æfingin gekk ekki eins vel. Var í miklu óstuði og meiddi mig í bakinu. Nú bryð ég bara Voltaren og negli svo á það á stökkæfingunni á morgun.

Veðrið var rosalega fínt í dag. Ég æfi bara einu sinni á laugardögum og ætlaði svoleiðis að vera dugleg að læra í allan dag. Alina hringir þá og segist vera á leiðinni til mín því hún ætlaði að bíða eftir því að Tim yrði búinn á æfingu. Jújú hún kemur en áður en ég veit af er ég búin að skella mér í gallabuxur og við Alina, Tim og Kühni (þjálfari Tims) vorum á leiðinni til Kölnar til að spássera þar í sólinni. Settumst á rosa flottan veitingastað/kaffihús og svolgruðum góðgætum í okkur og tókum svo einn rúnt um bæinn. Eins og Köln er nú stór og ég þekki þar fáa þá er ótrúlegt hvað maður rekst á fólk. Við hittum Chrisitne, en hún er þjálfari Floé, og vinkonur hennar og svo hitti ég einn mann (já mann!! hann er 37 ára og hún 20) sem Angi var eitthvað að deita. Þetta er nú eiginlega eina fólkið sem ég þekki í Köln en þar búa um milljón manns.

Mér finnst voða gaman að vera að kynnast Tim betur. Ég og mamma fylgdumst alltaf með honum á öllum mótum sko áður en ég byrjaði sjálf í stönginni!! Hann var alveg uppáhaldið okkar og ég á mynd af mér með honum af fyrsta stórmótinu mínu í Valencia á EM inni 1998. Ég man ég labbaði uppað honum og pikkaði í hann og spurði hvort ég gæti fengið mynd af mér með honum :) Sú mynd er til og ég ætla að stækka hana og ramma inn og gefa honum hana í afmælisgjöf...
Mér finnst þó fyndnast að þessi fyrrverandi (og núverandi auðvitað líka) hetja mín kallar mig alltaf schatz..... eða gimsteinninn minn.....
posted by Thorey @ 20:59   0 comments
fimmtudagur, apríl 21, 2005
Gleðilegt sumar :)

Þá eru 14 ár síðan ég fermdist!! Ég man þegar ég sagði við Óla Trausta hlaupakarl að nú væru 10 ár síðan ég fermdist. Þá sagði hann:
"Hjá mér líka"
"Nú, fermdust við þá sama daginn"
"Já ætli það ekki"
"Í hvaða kirkju?"
"Fríkirkjunni"
"Já ég líka"
"Kl hvað?"
"Kl 14"
"Ég líka"
"Nú þá höfum við fermst saman....."

En fyrst við erum farin að tala um kirkju þá langar mig að spurja hvað ykkur finnst um nýja páfann. Ég er nú ekki kaþólsk en hvað með það. Ég hefði persónulega viljað sjá einhvern annan þarna en ég held samt að þetta sé fínn karl. Kannski aðeins of íhaldssamur. Spurning um að kynna fyrir honum einhverju góðu rokk bandi. Metallica eða eitthvað.... Ég var líka frekar hissa á þessu því hann er frekar gamall og veikur en hann er þjóðverji og það var frekar spes stemning hérna útaf því. Mamma vinkonu minnar fékk alveg æðiskast og sagði að henni liði bara alveg eins og á Októberfest, það væri svo mikið fjör núna......
posted by Thorey @ 21:23   2 comments
mánudagur, apríl 18, 2005
Það eru komnar inn nokkrar myndir á thorey.net. Klikkið hér
posted by Thorey @ 21:23   4 comments
Æ hvað ég svaf vel í nótt í rúminu mínu. Alltaf gott að komast "heim" þótt ferðin hafi verið mjög fín. Eftir 12 tíma flug er manns eigið rúm það besta í heimi!! En ferðin var þó frábær.
Ég fékk nokkur nickname:

--- Selurinn (Sälhund)

kom vegna þess að ég gerði afturábak heljar af 5m háum stökkpalli í svo kalda sundlaug að ég gaulaði eins og selur þegar ég lenti í vatninnu. Það var svo KALT og ég náði ekki andanum. Ég held að það verði gert grín af mér það sem eftir er vegna þessa!!

--- Eure eure eure

Já þau kalla mig þetta virkilega. Við vorum að koma úr supermarkaðnum og ég vildi henda pokunum mínum inn í bíl til strákanna því við Alina vildum kíkja í búðir. Þá sagði ég: "Könnt ihr die tuten in eure eure eure eure (var að hugsa þýskuna!!) zimmer lassen" Mundi ekki orðið zimmer... auli

--- Brunhilde

Þetta er eitthvað ævintýri á þýsku um prinsessuna Brunhilde sem býr á Íslandi. Ekki spurja mig!!

--- Polar bär

Mér finnst þetta sætast. Kom líka til vegna sundlaugarævintýris míns. Það eru allir svo hissa á því hvað ég er mikil kuldaskræfa og ég sem kem frá sjálfu Íslandinu!!
posted by Thorey @ 20:52   5 comments
laugardagur, apríl 16, 2005
Sidasti dagurinn

Lars atti afmaeli i dag svo vid akvadum ad halda upp a thad. Forum i gaerkvoldi ut ad borda a Spier (flottasti veitingastadur sem eg hef sed) en thetta er stadur med afriskri themu. Dansandi og syngjandi folk sem gengur milli borda. Stadurinn er allur utandyra en med tjoldum og storum trjam sem skyla ef skyla tharf. Allt skreytt voda flott og maturinn aedi. I dag forum vid svo a vatnsbretti eda waveboard. Eg get nu ekki sagt ad eg hafi stadid mig vel. Skalf i klukkutima af kulda og komst aldrei lengra en 20m..... Eins gott ad eg fann stangarstokk!!
Kvoldid fer i thad ad pakka og ad reyna ad komast snemma i rumid en vid thurfum ad vakna kl 4... ohhhh

Eg kem kannski heim naestu vikur einhverntima. Tharf ad ganga fra ymsum malum thar, t.d taka prof, og svo tharf hausinn og salin sma fri nuna. Tharf adeins ad hitta fjolskyldu og vini og hlada batteriin fyrir naestu torn.
posted by Thorey @ 18:13   3 comments
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Tha er farid ad lida ad lokum ferdarinnar. Eg gaeti nu alveg verid her viku i vidbot! Thetta er svo frabaer stadur, hreinlega paradis. Umhverfid er rosalega fallegt og vedrid ad geggjad en politisk stada landsins, efnahagur og jafnretti er ekki nogu god. Thad setur skugga yfir annars thennan fullkomna stad.

Aefingar ganga afram vel. Eg er eins heil og eg mogulega get og nae ad halda aaetlun ad mestu. Eg nyt lifsins svo bara a milli aefinga, ligg i solbadi, borda ljuffenga fiskiretti, steikur og smakka a dyrindis sudur afriskum raudvinum. Otrulegt en satt tekst mer samt ad fa sma heimthra... Eg for allt i einu ad hugsa um islenskt sumar en thad er eiginlega svona sma draumur hja mer nuna ad geta slakad a heima yfir sumartima. Ferdast ut a land og horfa a midnaetursolina. Hitta vini og fjolskyldu og sitja uti a Kaffi Paris vid austurvoll og borda tomatsupu.
Thad faer ad bida annarra tima....
Thad fyndna er samt ad eg veit ad thegar eg er heima tha langar mig aftur ut. Mig hlakkar reyndar alveg rosalega til ad fara ad keppa aftur. Ferdast ut um allt og hitta vini mina ur sportinu. Thad verdur alltaf skemmtilegra med hverju arinu thvi eg thekki alltaf fleiri og fleiri. Thad er liklegt ad timabilid byrji eftir manud, ad fyrsta motid verdi 13.mai i Qatar :) En fyrst aetla eg ad koma mer i betra form og klara 3 prof ur HI.. uffff
posted by Thorey @ 16:20   5 comments
mánudagur, apríl 11, 2005
Frettir

Va eg er buin ad gera svo mikid sidan eg bloggadi sidast. Nema ad laera.... hef ekki opnad bok i viku!! En eg er buin ad aefa mjog vel og er i mjog godu formi ad eg held. Taekniaefingarnar eru lika ad ganga vel en eg er ad reyna ad breyta pinulitlu storatridi.. Eg er lika buin ad fara a strondina, 10x ut ad borda, tvisvar sinnum a dansstad og i storan verslunarleidangur. Samt aefdi eg 10x i sidustu viku. En nuna tharf eg ad fara ad laera aftur :(

Vedrid er buid ad leika vid okkur thangad til i gaer. En tha var stormur med allavega 20 m/s vindi og eldingar. Thad var reyndar fint ad fa hvild fra solinni thvi hudin min var ordin frekar raud...
posted by Thorey @ 08:23   2 comments
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Sol og sumar

Her er algjor blida!! 30 stiga hiti, gola og heidur himinn :)
Aefingar byrjudu strax af krafti og eg baetti mig i 30m fljugandi sprettum reyndar var sma (pinkupons) medvindur en jaeja var samt anaegd. I kvold aetlum vid stelpurnar, eg, Angi, Alina, Kata og Floe ad fara saman utad borda a fiskistad sem er alveg geggjadur. Hlakka geggjad til svona stelpukvolds !!

Annars er bara ekkert ad fretta, bara buin ad vera ad aefa, laera og borda sidan eg kom. Eg nae sem betur fer ad skanna heimaverkefnin min og senda thau thannig en gamaldags postsending er ekki alveg ad virka lengur.

Hviti liturinn a kroppnum er nu ekkert alltof aestur i ad lata sig hverfa en thad besta er tho ad eg hef ekki nad mer i rauda skrattann enn, samt nota eg bara solarvorn nr 10 og 15.. thad er reyndar komid haust svo solin er ekki eins sterk og um jolatimann. Samt verda allir brunir nema eg ...
posted by Thorey @ 13:18   4 comments
föstudagur, apríl 01, 2005
RSA

Þá er komið að því loksins að við förum í æfingabúðirnar til Suður Afríku. Eftir lítinn svefn síðustu nótt og ekki mikinn þá næstu náði ég að klára svona það helsta fyrir skólann. Ég þarf samt að skila heimadæmum í 2 áföngum í báðum vikunum eða samtals 4x. Ég verð bara að senda lausnirnar með venjulegum pósti. Frekar skrítin tilhugsun að senda heimaverkefni með pósti frá Suður Afríku....

En ég er búin að pakka alltof miklu sem eru framför frá því á Lanzarote fyrr á árinu þegar ég pakkaði nokkrum nærbuxum og búið. Kannski ekki alveg en ég var samt varla með stuttermabol.

Jæja þá er að drífa í síðasta heimaverkefninu og skella sér svo í bælið vonandi innan tveggja tíma.
posted by Thorey @ 21:22   5 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile