the
 
the
miðvikudagur, janúar 29, 2003
Lenti á afaráhugaverðum fyrirlestri í dag í Verkfræðingur og umhverfið áfanganum sem ég er í. Það var fyrirlesari frá Ný Orka (www.newenergy.is) sem talaði um notkun vetnis sem orkugjafa. Fyrr en trúir verður búið að skipta út núverandi bílaflota fyrir vetnisbíla sem gefa frá sér aðeins vatn. Semsagt mengunin frá bílum mun brátt verða engin!!! Ég sat gjörsamlega dolfallinn í sætinu mínu. Það sem meira er að það er verið að prófa þetta fyrir skip líka. Íslendingar eru mjög framalega í þessum rannsóknum og það er mikill möguleiki fyrir því að Íslenskt samfélag verði fyrsta vetnisvædda samfélag heims. Orkan sem mun þurfa til að knýja allan bíla og skipaflota landans um ókomna tíð er á við eina Kárahnjúkavirkjun. Hvernig væri að nýta auðlindir landsins í jákvæða þróun eins og að losna við olíu mengun í stað þess að iðnvæða ríkið og bæta á mengunina? Endilega kíkið á heimasíðuna hér á undan, þetta er mjög athyglisvert.
posted by Thorey @ 23:54   0 comments
mánudagur, janúar 27, 2003
Það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir föstudagskvöldinu en þá verður kennarafagnaðurinn. Það er kennarar og nemendur fara saman að borða og að skemmta sér. Sennilega fróðlegt kvöld!
posted by Thorey @ 22:38   0 comments
þriðjudagur, janúar 21, 2003
Myndir frá seinni hluta Bandaríkjaferðar eru komnar inn. Þarna erum við Ævar komin til Athens og þessar myndir eru af vinum mínum þar. Svo eru líka nokkrar myndir frá Washington. Fyrri hluti ferðarinnar kemur svo strax á eftir.
posted by Thorey @ 23:42   1 comments
Var að koma heim frá öðru mótinu mínu í vetur. Ég fór 4,30m en var að fara í fulla atrennu í fyrsta sinn síðan síðasta sumar og það tekur alltaf tíma að finna tempóið. Á sunnudaginn keppti ég á Stórmóti ÍR inn í Laugardalshöll og fór þar 4,40m á styttri æfingaatrennu þannig að ég var bara mjög sátt með þann árangur. Náði líka lágmarkinu fyrir HM og er það alltaf léttir að klára það af. Veit ekki alveg hvenær næsta mót verður en vona að ég fari út bráðlega, helst í kringum mánaðarmótin.
posted by Thorey @ 22:44   0 comments
laugardagur, janúar 18, 2003
Lenti 6 í gærmorgun, lagði mig frá 10 til 13:30, fór í tíma frá 3 til 4 og þá tilkynnti Silja Hrund að ég gæti komið með í vísindaferðina sem byrjaði eftir korter. Ég brunaði á öðru hjólinu heim og skellti mér í gallann. Kvöldið var svo alveg frábært, bara eitt það besta held ég. Byrjað var í vísó í VST (Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen) og var svo farið á Astro. Þar var troðið kl 20:00!!! Við Silja, Katrín, Danni, Stebbi og Siggi fórum svo í kapphlaup (ótrúlegur kuldi úti) upp á Sólon sem var dauður þannig að kapphlaupið hélt áfram að Nonna. Enduðum svo tryllt á dansgólfinu á Astro. Það besta er að maður er kominn heim á miðnætti og er mjög sáttur við að fara þá heim.
posted by Thorey @ 23:50   0 comments
Þá er maður bara kominn heim á klakann. Ferðin heim tókst bara vel. Stangirnar fuku reyndar næstum því af bílnum á hraðbrautinni en sem betur fór bara næstum því. Stoppuðum og náðum að laga þær. Við eyddum einum degi svo í Washington og skoðuðum merkustu byggingarnar þar. Byrjuðum á að Hvíta húsinu og fórum svo upp í Washington Monument sem er 500 feta hátt og ústýnið yfir borgina því stórkostlegt. Nú vildi Ævar bara fara að versla svo við skildumst að og ég þrammaði að Capitol sem er þinghús. Fékk að kíkja þar inn og tók nokkrar myndir. Myndasíðan virkar reyndar ekki enn, en ég kem því í lag á næstu dögum.
posted by Thorey @ 23:32   0 comments
mánudagur, janúar 13, 2003
Við Ævar vorum að koma úr "chili" veislu hjá Guðrúnu og Jay. Chili er bara hakk, tomatsósa, nýrnabaunir og chili krydd með osti, litlum kexi útí og "corn bread" sem er mjög suðurrískt. Þetta er alveg ótrúlega góður matur. Guðrún og Jay segja bara allt gott. Þau eru ný flutt í æðislegt hús í rólegu hverfi og eru búin að fá sér Jack Russell hund sem heitir Samson.
posted by Thorey @ 03:23   1 comments
sunnudagur, janúar 12, 2003
Kíkti út á lífið á föstudagskvöldið. Stelpurnar drógu mig á einhverja kántrý tónleika sem ég skemmti mér svo alveg konunglega á. Hljómsveitin var góð og ég verð bara að kaupa mér diskinn þeirra og kynna ykkur svo fyrir þessarri ágætu tónlist...

Í gær var svo farið á "cow show". Þessi sýning virkar eins og hundasýning nema verðlaunin eru veglegri, peningar. Fyrir sýninguna eru kýrnar þvegnar, þurrkaðar með risa hárblásara og svo er sett í þær hársprey!!! Ég tók fullt af myndum en mun koma þeirm inn þegar ég kem heim (næstu helgi).
posted by Thorey @ 15:58   0 comments
fimmtudagur, janúar 09, 2003
Þá eru Katrín, Silja Hrund og Hlín loksins að vakna til lífssins. Ég var hreinlega farin að halda að Ísland væri bara fljótandi ísmolar.........
posted by Thorey @ 16:02   0 comments
Þessa mynd tók Vignir og setti saman.
posted by Thorey @ 15:58   0 comments
Hitti flesta vini mína héðan í gær og var það ekkert smá gaman. Það besta er að það er eins og ég hafi bara aldrei farið. Reyndar hefur alveg heilmikið gerst. Ein trúlofuð, nokkrir hættir að æfa og ýmislegt fleira. Í dag ætlum við Corrie og Kate að stökkva saman og er alveg víst að það verður æfing ársins.
posted by Thorey @ 15:57   0 comments
þriðjudagur, janúar 07, 2003
Þá er komið að því að kveðja Silju og Vigni í bili. Við Ævar erum búin að hafa það alveg rosalega gott hjá þeim. Nú er ferðinni haldið til Athens þar sem við munum gista hjá Corrie sem er vinkona mín frá því ég var í Háskólanum þarna. Nú segi ég bara TAKK FYRIR MIG, Silja og Vignir.
posted by Thorey @ 20:22   1 comments
sunnudagur, janúar 05, 2003
Það eru komnar inn nýjar myndir á síðuna þeirra Silju og Vignis sem eru frá verslunarleiðangrinum í outletið. Þar borðuðum við á Denny´s og slógum í gegn..... Einnig eru myndir frá æfingu og frispíi á túninu hjá skólanum hennar Silju.
Klikkið hér
posted by Thorey @ 04:00   1 comments
Ok hæ Þetta er Vignir her. sko blogga blogga blogga ..Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja þetta er svo óvænt allt samann. Ég er samt heví pist útí þórey af því að hún er að leiða konuna mín út í eitthvad verslunnarvændi og hún er búin að eyða öllum peningunum okkar. Takk fyrir mig
posted by Thorey @ 03:52   0 comments
Jæja stelpur, á ekki að fara að blogga!!!!!!!
posted by Thorey @ 02:57   0 comments
Nú er sko alveg að fara að koma nóg. Það eru þvílíkar útsölur í gangi að annað eins hefur ekki sést. Við fórum í outlet í gær og fengum þar fullt af góðum hlutum en í dag var farið í mollið í victoria secret...grrrrrr. Silja keypti flottasta náttslopp sem ég hef séð. Í annarri búð keyptum við okkur eins (já eins) úlpur en ég borgaði bara 6$ á meðan Silja borgaði 60$ hehe....Ástæðan er sú að ég átti að fá 6$ afslátt þar sem ein talan var laus en borgaði bara afsláttinn. Fólk er nú eitthvað misánægt með þessa verslunarleiðangra okkar Silju. Vignir grettir sig við hvern poka....
posted by Thorey @ 02:53   0 comments
miðvikudagur, janúar 01, 2003
Ég verð líka að fá að segja frá því að ég var valin íþróttamaður Hafnarfjarðar en þar sem ég er stödd í USA sendi ég pabbi fyrir mig niðrá Strandgötuna í þá árlegu íþróttaveislu sem þar er haldin. Karlinn var myndaður alveg í bak og fyrir og hér má sjá eina myndina sem sýnir stolta föðurinn :)
posted by Thorey @ 19:37   0 comments
Svo er líka ágætis ferðasaga frá Silju hér
posted by Thorey @ 19:27   0 comments
Myndrinar frá áramótagleðinni eru hér
posted by Thorey @ 19:23   0 comments
Silja og Vignir eru rosalega dugleg að taka myndir. Hér eru myndir frá fyrstu æfingunni og ýmsu öðru.
posted by Thorey @ 19:22   0 comments
GLEÐILEGT ÁR
posted by Thorey @ 19:20   1 comments
Verð að segja frá veðmálunum sem eru í gangi hérna. Við höfum verið að spila partý spilið. Ég og Silja erum saman í liði og Ævar og Vignir. Í gær var veðjað upp á uppvaskið eftir kalkúnaátið og við Silja töpuðum þannig að við fengum að eyða hálfu kvöldinu við vaskinn. Áðan var svo veðjað upp á uppvaskið eftir desertinn og að sá sem mundi tapi þyrfti að hlaupa í kringum húsið berfættur. Það er sko hellirigning og allt í leðju og ógeði í kringum húsið. Að sjálfsögðu unnum við Silja ( og Gislelie sem er brasilísk vinkona Silju og Vignis) og þeir fengu að hlaupa á brókunum berir að ofan með bindi um hálsinn og pappapípuhatt með "Happy new year" framan á.. hehe og auðvitað allt tekið upp á video. Þið munuð brátt getað skoðað fullt af myndum úr ferðinni á heimasíðu Silju og Vignis sem er http://skvisa.itn.is
posted by Thorey @ 04:54   1 comments
Nú er klukkan 23:40 og við erum að fara að skjóta upp. Elduðum okkur kalkún og brúnaðar kartöflur og var það ekkert smá gott. Annars hafa æfingar gengið mjög vel. Búin að stökkva einu sinni og gekk það alveg ágætlega. Það er spáð rigningu á morgun en svo á að stytta upp svo ég ætti að geta stokkið aftur fljótlega.
posted by Thorey @ 04:46   1 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile