the
 
the
miðvikudagur, janúar 29, 2003
Lenti á afaráhugaverðum fyrirlestri í dag í Verkfræðingur og umhverfið áfanganum sem ég er í. Það var fyrirlesari frá Ný Orka (www.newenergy.is) sem talaði um notkun vetnis sem orkugjafa. Fyrr en trúir verður búið að skipta út núverandi bílaflota fyrir vetnisbíla sem gefa frá sér aðeins vatn. Semsagt mengunin frá bílum mun brátt verða engin!!! Ég sat gjörsamlega dolfallinn í sætinu mínu. Það sem meira er að það er verið að prófa þetta fyrir skip líka. Íslendingar eru mjög framalega í þessum rannsóknum og það er mikill möguleiki fyrir því að Íslenskt samfélag verði fyrsta vetnisvædda samfélag heims. Orkan sem mun þurfa til að knýja allan bíla og skipaflota landans um ókomna tíð er á við eina Kárahnjúkavirkjun. Hvernig væri að nýta auðlindir landsins í jákvæða þróun eins og að losna við olíu mengun í stað þess að iðnvæða ríkið og bæta á mengunina? Endilega kíkið á heimasíðuna hér á undan, þetta er mjög athyglisvert.
posted by Thorey @ 23:54  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile