the
 
the
laugardagur, janúar 18, 2003
Þá er maður bara kominn heim á klakann. Ferðin heim tókst bara vel. Stangirnar fuku reyndar næstum því af bílnum á hraðbrautinni en sem betur fór bara næstum því. Stoppuðum og náðum að laga þær. Við eyddum einum degi svo í Washington og skoðuðum merkustu byggingarnar þar. Byrjuðum á að Hvíta húsinu og fórum svo upp í Washington Monument sem er 500 feta hátt og ústýnið yfir borgina því stórkostlegt. Nú vildi Ævar bara fara að versla svo við skildumst að og ég þrammaði að Capitol sem er þinghús. Fékk að kíkja þar inn og tók nokkrar myndir. Myndasíðan virkar reyndar ekki enn, en ég kem því í lag á næstu dögum.
posted by Thorey @ 23:32  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile