the
 
the
laugardagur, nóvember 30, 2002
Vá ég syndgaði á heilaga safninu! Inn á bókasafn kom gamall maður og var eitthvað að ráfa þar um. Ég hugsaði með mér að þetta væri örugglega einhver merkilegur karl, húsvörðurinn kannski, og ég var farin að ímynda mér að hann væri að telja okkur nemendurna þarna inni. Allt í einu kemur hann til mín og spyr með fullri röddu (bannað að tala þarna inni) hvar eitthvað kennarahólf sé, hann væri að skila einhverju dóti. Þar sem maðurinn var svona merkilegur í mínum huga og talaði í hofinu okkar hlaut hann að samþykkja svar frá mér. Þar með var þagnarmúrinn rofinn og ég er örugglega ein af fáum nemendum sem hafa beitt röddinni þarna......
Eftir að ég hafði hjálpað aumingja manninum að finna þetta hólf, rann upp fyrir mér að hann væri ekkert merkilegur heldur bara einhver gamall afi í Nokia stígvélum upp að hnjám að skila lokaskýrslunni í eðlisfræði 1 fyrir barnabarn sitt.............hver gerir heyrnadaufum afa sínum svona lagað..........??????????????
posted by Thorey @ 22:14   0 comments
Þvílíkur dagur. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að læra í Firðinum. Niðurstaða dagsins er sú að VR II klikkar aldrei. Eftir æfingu ákvað ég bara að fara á Bókasafn Hafnarfjarðar því ef ég færi inn í skóla mundi ég ekki nenna að keyra heim til að borða og því missa af kvöldmatnum í tuttugasta sinn í röð. Mætti semsagt klukkan 2 á BókHa og þegar ég var komin í gírinn í Efnisfræðinni kom gaur og tilkynnti lokun. Ég hef sjaldan orðið eins svekkt yfir að fá ekki að læra meira. Kaffihúsið Súfistinn er við hliðina á safninu og er með rólega efri hæð þar sem hægt er að sitja í hægindum sínum svo ég ákvað að prófa að læra þar (og borða suðræna sveiflu...brauð með pesto og sólþurkkuðum tómötum...ummmmm). Gekk ágætlega í tvo tíma en þá kom annar gaur og hennti mér út því það átti að fara að byrja einhver fundur. Hrmf...
Nú er ég semsagt komin í VR II og mun aldrei reyna að svíkja þennan fallega stað aftur!!!!
posted by Thorey @ 22:06   0 comments
fimmtudagur, nóvember 28, 2002
kíkið á endilega Gíslann
posted by Thorey @ 21:42   0 comments
Hreint ótrúlegir dagar þessir lærdómsdagar. Ég, Silja Hrund og Katrín erum búnar að vera að læra eins og rottur í 3 daga fyrir skyndipróf í aflfræði og heilinn er gjörsamlega steiktur eftir þetta. Hvernig verðum við í prófunum??? Prófalestur mun hefjast um helgina en það er alltaf visst andrúmsloft sem myndast í skólanum á þessum tíma. Fólk verður rosalega stressað, þreytt en það myndast samt furðuleg samstaða milli okkar nemenda. Í dag var eins og við höfðum öll verið lamin eftir fyrirlesturinn í Stærðfræðigreiningu 3 hjá honum Reyni Axels (Reynir, you have a beutiful mind...), hann tilkynnti að lokaprófið yrði gagnapróf. Það þýðir að við meigum nota kennslubókina og glósur, engin reiknivél þó, en málið er að þessum áfanga hefur ekki verið breytt í áratugi og maður varð hálf sjokkeraður við þessa tilkynningu. Ég var reyndar mjög sátt við þessa breytingu því ég sé ekki mikinn lærdóm í að læra hlutina utanað fyrir eitt próf þegar maður mun hafa svo bókina við hliðina á sér í framtíðinni.
posted by Thorey @ 16:49   0 comments
þriðjudagur, nóvember 26, 2002
Við verkfræðipíurnar kíktum í Bjarkarsalinn í morgun. Nú á að fara að gera þessar ferðir að föstum liðum vikunnar þannig að aldrei að vita nema maður endi aftur á byrjunarreit ferilsins....nei kannski ekki alveg svo gróft
Hér má sjá okkur gellurnar (Ásdís, Silja, Katrín Hlín og ég) í splitti.
posted by Thorey @ 15:02   1 comments
miðvikudagur, nóvember 20, 2002
Eru að koma jól?
posted by Thorey @ 00:06   0 comments
sunnudagur, nóvember 17, 2002
Þegar þið skoðið myndirnar hér á eftir sem Silja Hrund tók sjáið þið að við stelpurnar erum í jakkafötum. Ég er reyndar í smókíng sem ég keypti hjá Rauða krossinum á 2500 kr. Svona örkuðum við svo um bæinn eftir fáránleikana og fíluðum okkur í botn. Ég er búin að vera í pilsi alla helgina eftir þetta bara svona til að kalla fram kvelnlegu hliðina aftur..... hehe
Myndir frá fáránleikum
posted by Thorey @ 22:46   0 comments
laugardagur, nóvember 16, 2002
Gærkvöldið var alveg svakalegt. Það voru svokallaðir fáránleikar í verkfræðinni. 14 lið öttu kappi um titilinn og þrátt fyrir að hafa ekki verið í sigurliðinu gladdist ég mjög yfir gengi minna manna..... Þeir voru langbestir

Keppt var í fiskibollukasti, brjóstahaldaralosun, klósettrúlluvafningi, bjórdrykkju, 3.stigs margliðuþáttun, naglalökkun og byggingu spilaborga. Okkur (ég, Silja Hrund, Katrín, Hlín, Birna og Ríkey) gekk nú bara alveg sæmilega en keppnin fór þannig fram að tvö lið mættust í einu í hverri grein. Reyndar áttu bara að vera fjórir í liði en það mátti skipta fólki inná svo við vorum engan vegin ólöglegar. Hinar tvær sáu um myndavélarnar á meðan... Hér eru myndirnar sem voru teknar á myndavélina hennar Silju.
posted by Thorey @ 22:58   0 comments
miðvikudagur, nóvember 13, 2002
Mottó dagsins:
...I don´t believe in fear, I believe in faith.
U2
posted by Thorey @ 15:30   1 comments
Kynntum verkefnið um nytjaskógrækt. Það tókst ágætlega, allavega mjög fegin að þetta er búið allt saman. Ég hef ekki sést heima í tvær vikur núna útaf þessu verkefni. Nú taka reyndar við tvær eins vikur til að vinna upp hin fögin sem hafa fengið að sitja ansi vel á hakanum!!!
posted by Thorey @ 15:29   0 comments
mánudagur, nóvember 11, 2002
Kláruðum framkvæmdarfræðiverkefnið okkar í dag. Handbók um nytjaskógrækt er því orðin að veruleika!!
posted by Thorey @ 23:27   0 comments
Fór í mjög góða vísindaferð á föstudaginn í VSB. Þeir voru með stutta glærusýningu en svo var bara rölt um fyrirtækið og spjallað við starfsmenn. Þeir sýndu okkur þau verkefni sem þeir voru að vinna. Þetta er mjög gott fyrirkomulag á vísindaferð, vanalega er það þannig að fyrirlesturinn er 1 og 1/2 tími og maður fær enga innsýn inn í störfin. Eftir vísó skrapp hluti úr bekknum á Pizza Hut. Þar kom upp frábært heiti á bekknum okkar. Gauss í öðru veldi!!! Gauss er stærðfræðingur og í öðru veldi af því að við erum á öðru ári. Hehe......
posted by Thorey @ 23:25   0 comments
föstudagur, nóvember 08, 2002
Í sambandi við stelpustærðfræðina sem ég var að tala um í gær, þá vil ég benda ykkur á að lesa þessa grein sem ég er sammála í einu og öllu.
posted by Thorey @ 15:26   0 comments
fimmtudagur, nóvember 07, 2002
Hvað er að gerast hjá Jafnréttisráðinu. Rósa Erlingsdóttir er að ganga of langt. Hún var að koma með þá "frábæru" uppástungu að það ætti að minnka stærðfræðikröfurnar í verkfræðinni svo stelpur ættu meiri sjéns. Hún vill koma á legg svokallaðri Stelpustærðfræði. Þetta er MÓÐGUN. Stelpur geta alveg lært stærðfræði eins og strákar. Það má geta þess að í verkfræðibekknum mínum er kynjaskiptingin jöfn. Í fyrsta árs bekknum eru fleiri stelpur en strákar!!! Mér finnst þessi hugmynd hennar hálfgerð uppgjöf kvenkyns gagnvart karlkyninu. Er hún ekki að lýsa því yfir að karlmenn eru þá sterkara kynið eftir allt saman???? Það er fundur á morgun upp í VR 2 kl 12:20 í stofu 157. Þangað förum við verkfræðigellurnar og MÓTMÆLUM!!!!!!
posted by Thorey @ 21:12   0 comments
mánudagur, nóvember 04, 2002
Hlin Ben ásamt tromphóp Bjarkanna var að keppa á Evrópumeistaramótinu í trompfimleikum um helgina. Þær stóðu eins og hetjur. Byrjuðu á því að komast í 8 liða úrslit (um 60 lið að keppa) og verða efstar í dansinum. Í úrslitakeppninni sjálfri lentu þær svo í öðru sæti í dansinum og 8.sæti samanlagt. Dansinn þeirra er alveg geggjaður enda er höfundur hans gömul fimleikavinkona mín hún Steinunn Ketilsdóttir. Steinunn er núna í dansháskóla í New York.
posted by Thorey @ 22:37   0 comments
laugardagur, nóvember 02, 2002
Fyndið hvernig maður upplifir mannlífið mismunandi eftir dögum. Ég var búin að gleyma laugardagstilfinningunni. Fólk að versla, kaupa ís, bíltúr og annað slíkt. Ég hef svo mikið verið í mínum eigin heimi undanfarið að ég hef ekki tekið eftir þessu. Jæja en nóg um það.

Fór í vísindaferð í gær í Borgarverkfræðing. Þeir kynntu þar fyrir okkur forrit sem er kort af borginni og hægt er að stækka það, það mikið, að þú finnur þitt eigið hús þar. Ef maður klikkar svo með músinni á húsið er hægt að skoða ýmislegs s.s íbúa og kennitölur þeirra, lagnir, rafmagn, byggingarár og margt margt fleira. Einhver útgáfa af þessu forriti er á netinu á www.rvk.is og svo velur maður borgarvefjsá. Reykjavík er lengst komin með þetta en önnur svetiarfélög eru víst að vinna í þessu. Það kom reyndar upp sú spurning til hvers þetta væri svo notað og eina svarið sem fékktst var: "forvitni." Held þó að það sé til dýpri kenning á bak við þetta allt saman.
posted by Thorey @ 22:27   1 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile